Grímulausir ráðgjafar og fjölskylda Trump útsett fyrir smiti Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2020 10:09 Trump gerði grín að Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, vegna þess að hann notar grímur þegar hann kemur fram opinberlega. Aðeins þremur dögum síðar greindist Trump smitaður af kórónuveirunni. AP/Julio Cortez Donald Trump Bandaríkjaforseti var í samskiptum við fjölda ráðgjafa, ættingja, bakhjarla og stuðningsmanna sem gæti nú verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti eftir að forsetinn og eiginkona hans greindust smituð. Öll fullorðin börn forsetans og nokkrir nánustu ráðgjafar hans voru með honum í flugvél á þriðjudag, öll án gríma. Greint var frá því seint í nótt að Trump-hjónin og Hope Hicks, einn nánasti ráðgjafi forsetans, hefðu öll greinst jákvæð fyrir nýju afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. New York Times rekur ferðir forsetans í þessari viku og segir að hann hafi verið í návígi við fjölda fólks. Hann undirbjó sig fyrir kappræður við Joe Biden, frambjóðanda demókrata, með ráðgjöfum sínum og Mike Pence, varaforseta, í þröngu rými í vesturálmu Hvíta hússins þar sem starfsmenn ganga ekki með grímur og láta þess í stað skima sig reglulega. Þá hitti forsetinn auðuga fjárhagslega bakhjarla sína á einkaheimili í Minneapolis í vikunni og kom fram á kosningafundi með þúsundum stuðningsmanna í Minnesota þar sem meirihluti viðstaddra var ekki með grímu. Trump deildi ekki aðeins sviði með Biden, sem er 77 ára gamall, á þriðjudagskvöld heldur einnig Amy Coney Barrett þegar forsetinn kynnti hana sem hæstaréttardómaraefni sitt við Hvíta húsið á laugardag. Hope Hicks var í föruneyti Trump til Minnesota á miðvikudag og byrjaði að finna fyrir einkennum í ferðinni. Hér er hún með Jared Kushner, tengdasyni forsetans, þegar þau lögðu upp í ferðina. Enginn var með grímu.AP/Alex Brandon Enginn með grímur eða að gæta að sér Enn liggur ekki fyrir hvar eða hvenær Trump forseti smitaðist af veirunni. Hicks, ráðgjafi hans, byrjaði að finna fyrir einkennum þegar hún var á kosningafundi forsetans í Minnesota á miðvikudag. Hún greindist í kjölfarið smituð af veirunni. Læknalið Hvíta hússins vinnur nú að smitrakningu. Nokkrir nánustu ráðgjafar Trump segja NYT að þeir búist fastlega við að fleiri í nánasta hring forsetans greinist smitaðir á næstu dögum. Þannig voru öll fullorðin börn Trump og helstu ráðgjafar hans í Hvíta húsinu og forsetaframboði hans með honum í forsetaflugvélinni þegar hann flaug á kappræðurnar gegn Biden í Ohio á þriðjudag. Ekkert þeirra var með grímur þegar þau gengu um borð og stigu frá borði. Bill Stepien, kosningastjóri Trump, sást fara grímulaus um borð í flugvélina og síðar í bíl með Hicks. Á meðal þeirra sem voru um borð í flugvélinni voru Jason Miller, einn helsti ráðgjafi framboðsins, Stephen Miller, stefnuráðgjafi Trump í Hvíta húsinu, Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Trump sem sjálfur greindist smitaður í júlí, og Jim Jordan, fulltrúadeildarþingmaður frá Ohio. Fáir eru sagði hafa viðhaft sérstaka smitgát í ferðinni. Gerði grín að Biden fyrir að nota grímu Trump hefur ítrekað gert lítið úr kórónuveirufaraldrinum og sagt að veiran ætti eftir að hverfa eins og dögg fyrir sólu. Þá hefur hann grafið undan tilmælum eigin ríkisstjórnar um sóttvarnir og grímunotkun. Í kappræðunum á þriðjudagkvöld gerði Trump jafnvel gys að Biden fyrir að nota grímu þegar hann kemur fram opinberlega. Sagðist Trump nota grímu þegar hann þyrfti þess. „Ég geng ekki með grímu eins og hann. Hann er alltaf með grímu þegar maður sér hann. Hann gæti verið að tala tvö hundruð fetum [61 metra] frá þeim og hann mætir með stærstu grímu sem ég hef nokkur tímann séð,“ sagði Trump. Starfslið Melaniu Trump forsetafrúr er sagt hafa tekið smitvarnir mun fastari tökum í faraldrinum. Hún skipaði meirihluta starfsfólks síns að vinna heima og þegar hún ferðast með forsetanum gerir hún það án starfsliðs síns til þess að forðast frekari smithættu. Forsetafrúin birti mynd af sér með grímu á samfélagsmiðlum á sama tíma og eiginmaður hennar þráaðist við að nota grímu fyrr á þessu ári. Tímalína um ferðir Trump í vikunni sem hann greindist smitaður Mánudagur - Trump skoðaði flutningabíl frá Lordstown Motors á suðurbletti Hvíta hússins á viðburði sem tveir þingmenn og þrír fulltrúar framleiðandans Lordstown frá Ohio, voru viðstaddir. -Trump hélt viðburð í Hvíta húsinu til að kynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar um að dreifa milljónum kórónuveiruprófa til ríkja. Embættismenn ríkisstjórnarinnar, þar á meðal Mike Pence varaforseti, þingmenn og embættismenn ríkja, voru viðstaddir viðburðinn. Þriðjudagur -Trump ferðaðist til Cleveland til að taka þátt í 90 mínútna kappræðum við Joe Biden, keppinaut sinn frá Demókrataflokknum. Báðir mennirnir voru skimaðir fyrir veirunni fyrir kappræðunnar og stóðu á bak við ræðupúlt með ágætri fjarlægð. Þeir voru ekki með grímur í kappræðunum. -Hope Hicks, ráðgjafi Hvíta hússins, var hluti af stærra föruneyti sem ferðaðist með Trump í forsetaflugvélinni á kappræðurnar í Ohio, þar á meðal fjölskyldumeðlimir Trump. Fullorðin börn Trump og háttsettir ráðgjafar hans voru ekki með grímur á kappræðunum sem var brot á reglum gestgjafa þeirra. Miðvikudagur -Trump ferðaðist til Minnesota á fjáröflunarfund á einkaheimili í úthverfi Minneapolis og kosningafund sem var haldinn utandyra í Duluth. -Hicks var á meðal ráðgjafa úr Hvíta húsinu sem fylgdu Trump í ferðinni. Hún kenndi sér meins á leiðinni heim og einangraði sig um borð í forsetaflugvélinni. Fimmtudagur -Hicks greinist smituð af kórónuveirunni. -Trump flýgur til Bedminster-klúbbs síns í New Jersey á fjáröflunarviðburð. Nokkrir ráðgjafar sem voru í návígi við Hicks hætta við að fylgja Trump. -Trump tilkynnir í viðtali við Fox News um kvöldið að hann og forsetafrúin hafi farið í sýnatöku vegna kórónuveirunnar. Hann tísti síðar um að þau ætluðu að hefja „sóttkvíarferlið okkar!“ Föstudagur -Trump tísti laust fyrir klukkan eitt í nótt að staðartíma í Washington-borg að hann og forsetafrúin hefðu greinst smituð af kórónuveirunni og að þau myndu „byrja sóttkvíar- og bataferlið strax.“ -Sean Conley, læknir forsetans, birtir yfirlýsingu um að forsetinn og forsetafrúin „hafi það gott þessa stundina og ætla sér að halda sig heima í Hvíta húsinu á meðan þau ná bata.“ Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Bandarísku forsetahjónin smituð af kórónuveirunni Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 2. október 2020 05:58 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti var í samskiptum við fjölda ráðgjafa, ættingja, bakhjarla og stuðningsmanna sem gæti nú verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti eftir að forsetinn og eiginkona hans greindust smituð. Öll fullorðin börn forsetans og nokkrir nánustu ráðgjafar hans voru með honum í flugvél á þriðjudag, öll án gríma. Greint var frá því seint í nótt að Trump-hjónin og Hope Hicks, einn nánasti ráðgjafi forsetans, hefðu öll greinst jákvæð fyrir nýju afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. New York Times rekur ferðir forsetans í þessari viku og segir að hann hafi verið í návígi við fjölda fólks. Hann undirbjó sig fyrir kappræður við Joe Biden, frambjóðanda demókrata, með ráðgjöfum sínum og Mike Pence, varaforseta, í þröngu rými í vesturálmu Hvíta hússins þar sem starfsmenn ganga ekki með grímur og láta þess í stað skima sig reglulega. Þá hitti forsetinn auðuga fjárhagslega bakhjarla sína á einkaheimili í Minneapolis í vikunni og kom fram á kosningafundi með þúsundum stuðningsmanna í Minnesota þar sem meirihluti viðstaddra var ekki með grímu. Trump deildi ekki aðeins sviði með Biden, sem er 77 ára gamall, á þriðjudagskvöld heldur einnig Amy Coney Barrett þegar forsetinn kynnti hana sem hæstaréttardómaraefni sitt við Hvíta húsið á laugardag. Hope Hicks var í föruneyti Trump til Minnesota á miðvikudag og byrjaði að finna fyrir einkennum í ferðinni. Hér er hún með Jared Kushner, tengdasyni forsetans, þegar þau lögðu upp í ferðina. Enginn var með grímu.AP/Alex Brandon Enginn með grímur eða að gæta að sér Enn liggur ekki fyrir hvar eða hvenær Trump forseti smitaðist af veirunni. Hicks, ráðgjafi hans, byrjaði að finna fyrir einkennum þegar hún var á kosningafundi forsetans í Minnesota á miðvikudag. Hún greindist í kjölfarið smituð af veirunni. Læknalið Hvíta hússins vinnur nú að smitrakningu. Nokkrir nánustu ráðgjafar Trump segja NYT að þeir búist fastlega við að fleiri í nánasta hring forsetans greinist smitaðir á næstu dögum. Þannig voru öll fullorðin börn Trump og helstu ráðgjafar hans í Hvíta húsinu og forsetaframboði hans með honum í forsetaflugvélinni þegar hann flaug á kappræðurnar gegn Biden í Ohio á þriðjudag. Ekkert þeirra var með grímur þegar þau gengu um borð og stigu frá borði. Bill Stepien, kosningastjóri Trump, sást fara grímulaus um borð í flugvélina og síðar í bíl með Hicks. Á meðal þeirra sem voru um borð í flugvélinni voru Jason Miller, einn helsti ráðgjafi framboðsins, Stephen Miller, stefnuráðgjafi Trump í Hvíta húsinu, Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Trump sem sjálfur greindist smitaður í júlí, og Jim Jordan, fulltrúadeildarþingmaður frá Ohio. Fáir eru sagði hafa viðhaft sérstaka smitgát í ferðinni. Gerði grín að Biden fyrir að nota grímu Trump hefur ítrekað gert lítið úr kórónuveirufaraldrinum og sagt að veiran ætti eftir að hverfa eins og dögg fyrir sólu. Þá hefur hann grafið undan tilmælum eigin ríkisstjórnar um sóttvarnir og grímunotkun. Í kappræðunum á þriðjudagkvöld gerði Trump jafnvel gys að Biden fyrir að nota grímu þegar hann kemur fram opinberlega. Sagðist Trump nota grímu þegar hann þyrfti þess. „Ég geng ekki með grímu eins og hann. Hann er alltaf með grímu þegar maður sér hann. Hann gæti verið að tala tvö hundruð fetum [61 metra] frá þeim og hann mætir með stærstu grímu sem ég hef nokkur tímann séð,“ sagði Trump. Starfslið Melaniu Trump forsetafrúr er sagt hafa tekið smitvarnir mun fastari tökum í faraldrinum. Hún skipaði meirihluta starfsfólks síns að vinna heima og þegar hún ferðast með forsetanum gerir hún það án starfsliðs síns til þess að forðast frekari smithættu. Forsetafrúin birti mynd af sér með grímu á samfélagsmiðlum á sama tíma og eiginmaður hennar þráaðist við að nota grímu fyrr á þessu ári. Tímalína um ferðir Trump í vikunni sem hann greindist smitaður Mánudagur - Trump skoðaði flutningabíl frá Lordstown Motors á suðurbletti Hvíta hússins á viðburði sem tveir þingmenn og þrír fulltrúar framleiðandans Lordstown frá Ohio, voru viðstaddir. -Trump hélt viðburð í Hvíta húsinu til að kynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar um að dreifa milljónum kórónuveiruprófa til ríkja. Embættismenn ríkisstjórnarinnar, þar á meðal Mike Pence varaforseti, þingmenn og embættismenn ríkja, voru viðstaddir viðburðinn. Þriðjudagur -Trump ferðaðist til Cleveland til að taka þátt í 90 mínútna kappræðum við Joe Biden, keppinaut sinn frá Demókrataflokknum. Báðir mennirnir voru skimaðir fyrir veirunni fyrir kappræðunnar og stóðu á bak við ræðupúlt með ágætri fjarlægð. Þeir voru ekki með grímur í kappræðunum. -Hope Hicks, ráðgjafi Hvíta hússins, var hluti af stærra föruneyti sem ferðaðist með Trump í forsetaflugvélinni á kappræðurnar í Ohio, þar á meðal fjölskyldumeðlimir Trump. Fullorðin börn Trump og háttsettir ráðgjafar hans voru ekki með grímur á kappræðunum sem var brot á reglum gestgjafa þeirra. Miðvikudagur -Trump ferðaðist til Minnesota á fjáröflunarfund á einkaheimili í úthverfi Minneapolis og kosningafund sem var haldinn utandyra í Duluth. -Hicks var á meðal ráðgjafa úr Hvíta húsinu sem fylgdu Trump í ferðinni. Hún kenndi sér meins á leiðinni heim og einangraði sig um borð í forsetaflugvélinni. Fimmtudagur -Hicks greinist smituð af kórónuveirunni. -Trump flýgur til Bedminster-klúbbs síns í New Jersey á fjáröflunarviðburð. Nokkrir ráðgjafar sem voru í návígi við Hicks hætta við að fylgja Trump. -Trump tilkynnir í viðtali við Fox News um kvöldið að hann og forsetafrúin hafi farið í sýnatöku vegna kórónuveirunnar. Hann tísti síðar um að þau ætluðu að hefja „sóttkvíarferlið okkar!“ Föstudagur -Trump tísti laust fyrir klukkan eitt í nótt að staðartíma í Washington-borg að hann og forsetafrúin hefðu greinst smituð af kórónuveirunni og að þau myndu „byrja sóttkvíar- og bataferlið strax.“ -Sean Conley, læknir forsetans, birtir yfirlýsingu um að forsetinn og forsetafrúin „hafi það gott þessa stundina og ætla sér að halda sig heima í Hvíta húsinu á meðan þau ná bata.“
Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Bandarísku forsetahjónin smituð af kórónuveirunni Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 2. október 2020 05:58 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Bandarísku forsetahjónin smituð af kórónuveirunni Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 2. október 2020 05:58