Handbolti

ÍBV fær einn af tengdasonum Vestmannaeyja

Sindri Sverrisson skrifar
Sveinn José Rivera er kominn að láni til ÍBV.
Sveinn José Rivera er kominn að láni til ÍBV. ÍBV

ÍBV hefur fengið línumanninn Svein José Rivera að láni frá Aftureldingu og gildir samningurinn til loka nýhafins keppnistímabils í Olís-deildinni í handbolta.

Sveinn er 22 ára gamall og uppalinn hjá Val en hefur einnig leikið með Gróttu. Hann lék með Aftureldingu á síðustu leiktíð og skoraði 37 mörk í 20 deildarleikjum.

Á Facebook-síðu ÍBV er bent á að Sveinn sé einn af „tengdasonum Vestmannaeyja“ þar sem hann sé unnusti Þóru Guðnýjar Arnarsdóttur sem sneri heim til Eyja nú í haust frá Aftureldingu. Þau hafi nýverið keypt sér hús í Eyjum.

Sveinn José til ÍBV! Sveinn José Rivera er genginn til liðs við ÍBV frá Aftureldingu á lánssamningi út...

Posted by ÍBV Handbolti on Fimmtudagur, 1. október 2020



Fleiri fréttir

Sjá meira


×