Breytt lið og annar stórsigur ekki í spilunum Sindri Sverrisson skrifar 2. október 2020 11:30 Agla María Albertsdóttir, Elín Metta Jensen og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir verða væntanlega í eldlínunni á morgun. VÍSIR/DANÍEL „Liðin eru bæði á mikið betri stað en þau voru í fyrri leiknum,“ segir Mist Rúnarsdóttir um Breiðablik og Val sem mætast í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. Valur og Breiðablik mætast á Hlíðarenda kl. 17 á morgun og ljóst er að sigurliðið verður með pálmann í höndunum í baráttunni um titilinn. Breiðablik vann ríkjandi meistara Vals 4-0, eftir markalausan fyrri hálfleik, þegar liðin mættust í Kópavogi 21. júlí. Slíkur stórsigur er ekki í kortunum að mati sérfræðinga Pepsi Max markanna: Sveindís breytti leiknum rosalega „Mér fannst þessi fyrri leikur liðanna ekki endilega bera þess merki úti á velli að 4-0 hefðu verið úrslitin. Þetta var „stál í stál“ þangað til að Sveindís [Jane Jónsdóttir] ákveður að koma Blikum yfir og þá breytist leikurinn rosalega. Ég held að við sjáum ekki svona stórar tölur aftur,“ segir Mist og bætir við: Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði tvö mörk í blábyrjun seinni hálfleiks þegar Breiðablik vann Val 4-0 í júlí.VÍSIR/DANÍEL „Þetta verður algjör hörkuleikur og það má ekkert út af bregða. Við höfum bara séð það í viðureignum þessara liða undanfarin ár. Við erum að fá vafaatriði í dómgæslu og annað. Það getur allt gerst og það verður eitthvað pínulítið sem mun skera á milli.“ Mist komið gríðarlega sterk inn í Valsliðið Margrét Lára Viðarsdóttir benti á þær breytingar sem orðið hafa á liðunum frá fyrri leiknum: „Þetta eru svolítið breytt lið sem er í raun hálfótrúlegt að segja. Blikarnir hafa vissulega misst Berglindi [Björgu Þorvaldsdóttur] og Áslaug Munda [Gunnlaugsdóttir] hefur lítið verið með. Mist [Edvardsdóttir] hefur komið gríðarlega sterk inn í Valsliðið, Dóra María [Lárusdóttir] spilaði skemmtilegt hlutverk í síðasta leik en var lítið í leiknum við Blika, og Elísa [Viðarsdóttir] var þá í banni. Liðin eru því svolítið breytt,“ sagði Margrét, og bætti við að Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir hefði stimplað sig mun betur inn í lið Breiðabliks núna. Þá er landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir komin inn í lið Vals. „Liðin eru bæði á mikið betri stað en þau voru í fyrri leiknum og maður veit ekki alveg hverju maður á von á. Eru þjálfararnir með einhver spil uppi í erminni sem þeir hafa haldið að sér heillengi, eða hvað erum við að fara að fá?“ spurði Mist en það kemur í ljós í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun. Útsendingin hefst kl. 16.40. Klippa: Pepsi Max mörkin - Öðruvísi toppslagur Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Breiðablik Valur Mest lesið „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Gríðarleg spenna á toppnum Handbolti Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Körfubolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
„Liðin eru bæði á mikið betri stað en þau voru í fyrri leiknum,“ segir Mist Rúnarsdóttir um Breiðablik og Val sem mætast í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. Valur og Breiðablik mætast á Hlíðarenda kl. 17 á morgun og ljóst er að sigurliðið verður með pálmann í höndunum í baráttunni um titilinn. Breiðablik vann ríkjandi meistara Vals 4-0, eftir markalausan fyrri hálfleik, þegar liðin mættust í Kópavogi 21. júlí. Slíkur stórsigur er ekki í kortunum að mati sérfræðinga Pepsi Max markanna: Sveindís breytti leiknum rosalega „Mér fannst þessi fyrri leikur liðanna ekki endilega bera þess merki úti á velli að 4-0 hefðu verið úrslitin. Þetta var „stál í stál“ þangað til að Sveindís [Jane Jónsdóttir] ákveður að koma Blikum yfir og þá breytist leikurinn rosalega. Ég held að við sjáum ekki svona stórar tölur aftur,“ segir Mist og bætir við: Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði tvö mörk í blábyrjun seinni hálfleiks þegar Breiðablik vann Val 4-0 í júlí.VÍSIR/DANÍEL „Þetta verður algjör hörkuleikur og það má ekkert út af bregða. Við höfum bara séð það í viðureignum þessara liða undanfarin ár. Við erum að fá vafaatriði í dómgæslu og annað. Það getur allt gerst og það verður eitthvað pínulítið sem mun skera á milli.“ Mist komið gríðarlega sterk inn í Valsliðið Margrét Lára Viðarsdóttir benti á þær breytingar sem orðið hafa á liðunum frá fyrri leiknum: „Þetta eru svolítið breytt lið sem er í raun hálfótrúlegt að segja. Blikarnir hafa vissulega misst Berglindi [Björgu Þorvaldsdóttur] og Áslaug Munda [Gunnlaugsdóttir] hefur lítið verið með. Mist [Edvardsdóttir] hefur komið gríðarlega sterk inn í Valsliðið, Dóra María [Lárusdóttir] spilaði skemmtilegt hlutverk í síðasta leik en var lítið í leiknum við Blika, og Elísa [Viðarsdóttir] var þá í banni. Liðin eru því svolítið breytt,“ sagði Margrét, og bætti við að Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir hefði stimplað sig mun betur inn í lið Breiðabliks núna. Þá er landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir komin inn í lið Vals. „Liðin eru bæði á mikið betri stað en þau voru í fyrri leiknum og maður veit ekki alveg hverju maður á von á. Eru þjálfararnir með einhver spil uppi í erminni sem þeir hafa haldið að sér heillengi, eða hvað erum við að fara að fá?“ spurði Mist en það kemur í ljós í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun. Útsendingin hefst kl. 16.40. Klippa: Pepsi Max mörkin - Öðruvísi toppslagur
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Breiðablik Valur Mest lesið „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Gríðarleg spenna á toppnum Handbolti Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Körfubolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira