Bandarísku forsetahjónin smituð af kórónuveirunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2020 05:58 Forsetahjónin sjást hér á sviðinu eftir fyrstu kappræðurnar vegna komandi kosninga en kappræðurnar fóru fram á þriðjudag. Getty/Scott Olson Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og eru nú komin í einangrun. Trump greindi sjálfur frá þessu á Twitter í nótt. Forsetinn er orðinn 74 ára gamall og er þar af leiðandi í áhættuhópi vegna Covid-19 eins og annað eldra fólk. Hann sagði í tístinu sínu að þau Melania væru nú þegar komin í einangrun og að bataferlið væri hafið. „Við munum komast í gegnum þetta saman!“ skrifaði Trump. Tonight, @FLOTUS and I tested positive for COVID-19. We will begin our quarantine and recovery process immediately. We will get through this TOGETHER!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 2, 2020 Auk hjónanna hefur Hope Hicks, 31 árs gamall ráðgjafi Trump, greinst jákvæð fyrir veirunni en enginn annar úr starfsliði forsetans hefur greinst smitaður, enn sem komið er. Hún ferðaðist með honum í Air Force One-flugvél forsetans á leið í fyrstu kappræðurnar vegna komandi forsetakosninga sem fram fóru í Ohio á þriðjudag. Þar mætti Trump mótframbjóðanda sínum, Demókratanum Joe Biden. Óljóst er hvaða áhrif það hefur á næstu kappræður, sem áætlaðar eru 15. október næstkomandi, að Trump og Melania hafi greinst með kórónuveiruna. Þó er strax ljóst að forsetinn mun þurfa að hætta við og/eða fresta fjölda framboðsfunda sem hann ætlaði að halda á næstu dögum og vikum. As too many Americans have done this year, @potus & I are quarantining at home after testing positive for COVID-19. We are feeling good & I have postponed all upcoming engagements. Please be sure you are staying safe & we will all get through this together.— Melania Trump (@FLOTUS) October 2, 2020 Sean Conley, læknir forsetans, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að bæði forsetinn og forsetafrúin séu við góða heilsu eins og er. Þau muni dvelja heima hjá sér í Hvíta húsinu á meðan þau ná bata. „Ég get fullvissað ykkur um að forsetinn mun áfram sinna sínum skyldum á meðan hann nær bata og ég mun halda ykkur upplýstum um þróun mála,“ segir í yfirlýsingunni. Rúmur mánuður er í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Þær fara fram þann 3. nóvember. Hvergi hafa fleiri smitast af kórónuveirunni í heiminum en í Bandaríkjunum, eða alls um 7,3 milljónir manna. Þá hafa hvergi fleiri látið lífið vegna Covid-19 en í Bandaríkjunum, eða tæplega 208 þúsund manns. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og eru nú komin í einangrun. Trump greindi sjálfur frá þessu á Twitter í nótt. Forsetinn er orðinn 74 ára gamall og er þar af leiðandi í áhættuhópi vegna Covid-19 eins og annað eldra fólk. Hann sagði í tístinu sínu að þau Melania væru nú þegar komin í einangrun og að bataferlið væri hafið. „Við munum komast í gegnum þetta saman!“ skrifaði Trump. Tonight, @FLOTUS and I tested positive for COVID-19. We will begin our quarantine and recovery process immediately. We will get through this TOGETHER!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 2, 2020 Auk hjónanna hefur Hope Hicks, 31 árs gamall ráðgjafi Trump, greinst jákvæð fyrir veirunni en enginn annar úr starfsliði forsetans hefur greinst smitaður, enn sem komið er. Hún ferðaðist með honum í Air Force One-flugvél forsetans á leið í fyrstu kappræðurnar vegna komandi forsetakosninga sem fram fóru í Ohio á þriðjudag. Þar mætti Trump mótframbjóðanda sínum, Demókratanum Joe Biden. Óljóst er hvaða áhrif það hefur á næstu kappræður, sem áætlaðar eru 15. október næstkomandi, að Trump og Melania hafi greinst með kórónuveiruna. Þó er strax ljóst að forsetinn mun þurfa að hætta við og/eða fresta fjölda framboðsfunda sem hann ætlaði að halda á næstu dögum og vikum. As too many Americans have done this year, @potus & I are quarantining at home after testing positive for COVID-19. We are feeling good & I have postponed all upcoming engagements. Please be sure you are staying safe & we will all get through this together.— Melania Trump (@FLOTUS) October 2, 2020 Sean Conley, læknir forsetans, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að bæði forsetinn og forsetafrúin séu við góða heilsu eins og er. Þau muni dvelja heima hjá sér í Hvíta húsinu á meðan þau ná bata. „Ég get fullvissað ykkur um að forsetinn mun áfram sinna sínum skyldum á meðan hann nær bata og ég mun halda ykkur upplýstum um þróun mála,“ segir í yfirlýsingunni. Rúmur mánuður er í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Þær fara fram þann 3. nóvember. Hvergi hafa fleiri smitast af kórónuveirunni í heiminum en í Bandaríkjunum, eða alls um 7,3 milljónir manna. Þá hafa hvergi fleiri látið lífið vegna Covid-19 en í Bandaríkjunum, eða tæplega 208 þúsund manns. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira