Halli ríkissjóðs ekki tapað fé að mati Bjarna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2020 21:08 Bjarni Benediktsson. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi um það sem hann vildi gjarnan fá að sjá aftur eftir að búið er að vinna bug á kórónuveirunni, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. „Það sem ég vil fá aftur er næg vinna, óheft samskipti og heilsufarslegt öryggi. Hversdagslíf sem gengur eðlilega fyriri sig, þar sem fólk er ekki sent í sóttkví eftir að hafa farið með barnið sitt á leikskólann eða þar sem þarf að sigla í land með fullan bát af veikum sjómönnum. En það sem ég vil að breytist er fjölbreytni atvinnulífsins. Fleiri stoðir, áhersla á þekkingu og atvinnugreinar sem eru ekki eins viðkvæmar fyrir sveiflum náttúrunnar, - jafnvel dyntum náttúrunnar - og þær sem við treystum svo mjög á nú. Ég vil sjá veg fyrri stoða sem mestan, að ferðaþjónusta blómstri, útvegurinn afli vel og álframleiðslan verði greidd sanngjörnu verði,“ sagði Bjarni. Í ræðu sinni ræddi hann einnig um að mikilvægt væri að taka utan um fólk og fyrirtæki á þann hátt að þau kæmust hratt aftur á fæturna þegar bjartari tímar líta dagsins ljós. „Án atvinnulífsins verður engin viðspyrna. Án atvinnulífsins eru engin störf, hvorki núna né til að snúa aftur í. Þess vegna er mikilvægt að við gerum það sem hægt er að gera til að milda áfallið og stytta atrennuna að næsta hagvaxtarskeiði.“ Ríkisstjórnin hafi því ákveðið að gera það sem í hennar valdi stendur til að lífið geti haldið áfram, því væri hallarekstur ríkissjóðs réttlætanlegur við þær aðstæður sem nú eru uppi. „Halli ríkissjóðs er ekki tapað fé. Honum er varið til að standa með heimilunum og styðja fyrirtæki í gegnum erfiða tíma, fjárfesta í betri tækni, sterkari innviðum og styðja rannsóknir, þróun og nýsköpun, hraða orkuskiptum og ná markmiðum í loftslagsmálum, lækka skatta og tryggja skattalegar ívilnunir til að örva fjárfestingu þegar hana skortir.“ Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi um það sem hann vildi gjarnan fá að sjá aftur eftir að búið er að vinna bug á kórónuveirunni, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. „Það sem ég vil fá aftur er næg vinna, óheft samskipti og heilsufarslegt öryggi. Hversdagslíf sem gengur eðlilega fyriri sig, þar sem fólk er ekki sent í sóttkví eftir að hafa farið með barnið sitt á leikskólann eða þar sem þarf að sigla í land með fullan bát af veikum sjómönnum. En það sem ég vil að breytist er fjölbreytni atvinnulífsins. Fleiri stoðir, áhersla á þekkingu og atvinnugreinar sem eru ekki eins viðkvæmar fyrir sveiflum náttúrunnar, - jafnvel dyntum náttúrunnar - og þær sem við treystum svo mjög á nú. Ég vil sjá veg fyrri stoða sem mestan, að ferðaþjónusta blómstri, útvegurinn afli vel og álframleiðslan verði greidd sanngjörnu verði,“ sagði Bjarni. Í ræðu sinni ræddi hann einnig um að mikilvægt væri að taka utan um fólk og fyrirtæki á þann hátt að þau kæmust hratt aftur á fæturna þegar bjartari tímar líta dagsins ljós. „Án atvinnulífsins verður engin viðspyrna. Án atvinnulífsins eru engin störf, hvorki núna né til að snúa aftur í. Þess vegna er mikilvægt að við gerum það sem hægt er að gera til að milda áfallið og stytta atrennuna að næsta hagvaxtarskeiði.“ Ríkisstjórnin hafi því ákveðið að gera það sem í hennar valdi stendur til að lífið geti haldið áfram, því væri hallarekstur ríkissjóðs réttlætanlegur við þær aðstæður sem nú eru uppi. „Halli ríkissjóðs er ekki tapað fé. Honum er varið til að standa með heimilunum og styðja fyrirtæki í gegnum erfiða tíma, fjárfesta í betri tækni, sterkari innviðum og styðja rannsóknir, þróun og nýsköpun, hraða orkuskiptum og ná markmiðum í loftslagsmálum, lækka skatta og tryggja skattalegar ívilnunir til að örva fjárfestingu þegar hana skortir.“
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira