Halli ríkissjóðs ekki tapað fé að mati Bjarna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2020 21:08 Bjarni Benediktsson. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi um það sem hann vildi gjarnan fá að sjá aftur eftir að búið er að vinna bug á kórónuveirunni, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. „Það sem ég vil fá aftur er næg vinna, óheft samskipti og heilsufarslegt öryggi. Hversdagslíf sem gengur eðlilega fyriri sig, þar sem fólk er ekki sent í sóttkví eftir að hafa farið með barnið sitt á leikskólann eða þar sem þarf að sigla í land með fullan bát af veikum sjómönnum. En það sem ég vil að breytist er fjölbreytni atvinnulífsins. Fleiri stoðir, áhersla á þekkingu og atvinnugreinar sem eru ekki eins viðkvæmar fyrir sveiflum náttúrunnar, - jafnvel dyntum náttúrunnar - og þær sem við treystum svo mjög á nú. Ég vil sjá veg fyrri stoða sem mestan, að ferðaþjónusta blómstri, útvegurinn afli vel og álframleiðslan verði greidd sanngjörnu verði,“ sagði Bjarni. Í ræðu sinni ræddi hann einnig um að mikilvægt væri að taka utan um fólk og fyrirtæki á þann hátt að þau kæmust hratt aftur á fæturna þegar bjartari tímar líta dagsins ljós. „Án atvinnulífsins verður engin viðspyrna. Án atvinnulífsins eru engin störf, hvorki núna né til að snúa aftur í. Þess vegna er mikilvægt að við gerum það sem hægt er að gera til að milda áfallið og stytta atrennuna að næsta hagvaxtarskeiði.“ Ríkisstjórnin hafi því ákveðið að gera það sem í hennar valdi stendur til að lífið geti haldið áfram, því væri hallarekstur ríkissjóðs réttlætanlegur við þær aðstæður sem nú eru uppi. „Halli ríkissjóðs er ekki tapað fé. Honum er varið til að standa með heimilunum og styðja fyrirtæki í gegnum erfiða tíma, fjárfesta í betri tækni, sterkari innviðum og styðja rannsóknir, þróun og nýsköpun, hraða orkuskiptum og ná markmiðum í loftslagsmálum, lækka skatta og tryggja skattalegar ívilnunir til að örva fjárfestingu þegar hana skortir.“ Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi um það sem hann vildi gjarnan fá að sjá aftur eftir að búið er að vinna bug á kórónuveirunni, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. „Það sem ég vil fá aftur er næg vinna, óheft samskipti og heilsufarslegt öryggi. Hversdagslíf sem gengur eðlilega fyriri sig, þar sem fólk er ekki sent í sóttkví eftir að hafa farið með barnið sitt á leikskólann eða þar sem þarf að sigla í land með fullan bát af veikum sjómönnum. En það sem ég vil að breytist er fjölbreytni atvinnulífsins. Fleiri stoðir, áhersla á þekkingu og atvinnugreinar sem eru ekki eins viðkvæmar fyrir sveiflum náttúrunnar, - jafnvel dyntum náttúrunnar - og þær sem við treystum svo mjög á nú. Ég vil sjá veg fyrri stoða sem mestan, að ferðaþjónusta blómstri, útvegurinn afli vel og álframleiðslan verði greidd sanngjörnu verði,“ sagði Bjarni. Í ræðu sinni ræddi hann einnig um að mikilvægt væri að taka utan um fólk og fyrirtæki á þann hátt að þau kæmust hratt aftur á fæturna þegar bjartari tímar líta dagsins ljós. „Án atvinnulífsins verður engin viðspyrna. Án atvinnulífsins eru engin störf, hvorki núna né til að snúa aftur í. Þess vegna er mikilvægt að við gerum það sem hægt er að gera til að milda áfallið og stytta atrennuna að næsta hagvaxtarskeiði.“ Ríkisstjórnin hafi því ákveðið að gera það sem í hennar valdi stendur til að lífið geti haldið áfram, því væri hallarekstur ríkissjóðs réttlætanlegur við þær aðstæður sem nú eru uppi. „Halli ríkissjóðs er ekki tapað fé. Honum er varið til að standa með heimilunum og styðja fyrirtæki í gegnum erfiða tíma, fjárfesta í betri tækni, sterkari innviðum og styðja rannsóknir, þróun og nýsköpun, hraða orkuskiptum og ná markmiðum í loftslagsmálum, lækka skatta og tryggja skattalegar ívilnunir til að örva fjárfestingu þegar hana skortir.“
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Sjá meira