Kamala gerir gæfumuninn, segir Magnús sem spáði rétt 2016 Jakob Bjarnar skrifar 4. október 2020 10:01 Magnús hefur fylgst af athygli með forsetakosningum í Bandaríkjunum frá 1964. Aðeins tvisvar hefur hann flaskað á að spá rétt fyrir um niðurstöðuna, 1992 og 2000. Hann sá fyrir sigur Donalds Trump fyrir fjórum árum, nokkuð sem fáir á Íslandi gátu ímyndað sér að yrði. Fyrir um fimm árum hitti ég Magnús Ólafsson atvinnumann í bridge á Íslandi en hann starfaði þá í New York þar sem hann starfaði sem einn af æðstu embættismönnum Sameinuðu þjóðanna. Hann, sem er stærðfræðimenntaður, var yfirmaður þeirrar skrifstofu sem sér um allt ráðstefnuhald og skjalaútgáfu SÞ um heim allan. Þetta var í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum og þá fullyrti Magnús í mín eyru að Donald Trump yrði næsti forseti Bandaríkjanna! Þetta snýst bara um kjörmennina Þetta hafði ég ekki heyrt nokkurn mann segja. Þótti þetta skemmtileg tilgáta en gaf ekkert endilega mikið fyrir hana, þó Magnús rökstyddi tilgátu sína með ágætum eins og hans er von og vísa. Magnús Ólafsson er bridgespilari að atvinnu, búsettur í Alabama í Bandaríkjunum og unir þar hag sínum vel.hjördís Þegar svo niðurstaðan lá fyrir, niðurstaða sem kom flatt upp á marga, varð mér hugsað til Magnúsar. Og nú er ekki úr vegi, þegar kosningabaráttan um Hvíta húsið er í algleymingi vestan hafs, að heyra hvernig hann telur að þetta fari núna. En áður en lengra er haldið með það er ágætt að rifja upp hvernig Magnús komst að þeirri niðurstöðu á sínum tíma: Hvað leiddi þig að þeirri tilgátu sem reyndist svo laukrétt? „Ég hef fylgst með bandarísku forsetakosningunum allar götur síðan við pabbi lágum yfir kanaútvarpinu í nóvember 1964,“ segir Magnús. Faðir hans er Ólafur Steinar Valdimarsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu en hann andaðist 1997. „Tvisvar hafði ég rangt fyrir mér: 1992 og 2000. En kosningarnar 2016 voru auðveldari en oft áður því þá vorum við með svo augljósan 40-40-20 spegil. 40 prósent myndu aldrei kjósa neitt annað en Trump; 40 prósent myndu aldrei kjósa Trump og það voru því þessi óákveðnu 20 prósent, sem í raun völdu forseta Bandaríkjanna árið 2016. Og þetta snýst ekki um atkvæði – þetta snýst aðeins um kjörmenn – þetta einkennilega ameríska hugtak frá því að þrælahald var afnumið. Mundu að Trump varð forseti með 46 prósent atkvæða meðan Clinton fékk 48 prósent,“ segir Magnús. Skilvirk kosningavél Trumps Hann segir að fyrir fjórum árum hafi þessi 20 prósenta hópur aðallega samanstaðið af svokölluðu úthverfafólki. Magnús hefur fylgst með bandarísku forsetakosningunum frá því hann var ungur að árum, síðustu árin í návígi.kristín „Sem gegnumsneitt er þokkalega menntað, hvítt, á byssu og borgar skattana sína á réttum tíma. En vegna þess hversu sterka andúð – og hrifningu – Trump vekur upp meðal kjósenda, þá dreifðust þessi 20 prósent ekki jafnt yfir landið. Þannig voru óákveðnir í stóru frjálslyndu ríkjunum á vesturströndinni og norðaustur ströndinni mjög fáir. En demókratar græddu ekkert á því að fá þessi atkvæði: demókratar voru þegar búnir að tryggja sér alla kjörmenn í þessum fylkjum,“ segir Magnús sem þá tók eftir þrennu: „Í fyrsta lagi var aðdáunarvert að sjá hvernig kosningavél Trumps einbeitti sér að öllum litlu fylkjunum, sem enginn man eftir hvað heita og sigraði í þeim öllum. Í öðru lagi er andúðin á Washington-kerfinu gríðarlega mikil um land allt. Trump seldi sig sem ferskan og sviptivindasaman gust inn í spillingarbælið meðan Clinton væri trygging á óbreyttu ástandi. Í þriðja lagi var Hilary Clinton einfaldlega ekki vel liðin sem manneskja og því óspennandi kostur í samanburði við hinn litríka og óútreiknanlega Trump.“ Þetta gekk eftir og Trump vann yfirburðasigur. Hann hlaut 306 kjörmenn (57 prósent) meðan Clinton fékk aðeins 232 (43 prósent). Trump er ekki vel við að bent sé á að Clinton fékk þremur milljónum fleiri atkvæði en hann. Trump segir einfaldlega að slík talning sé bara „fake news“, að sögn Magnúsar. Íslendingar umturnast þegar þeir heyra á Trump minnst Magnús var framkvæmdastjóri hjá Sameinuðu þjóðunum á árunum 2008 til 2016. Á árunum 2001 til 2008 var hann einn af framkvæmdastjórum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar í Vínarborg og hluti af því teymi sem leitaði gjöreyðingarvopna í Mið-Austurlöndum. Teymið hlaut reyndar friðarverðlaun Nóbels fyrir það árið 2005. Magnús vann í sinni tíð hjá Sameinuðu þjóðunum hin eftirsóttu UN21 Award tvö ár í röð, sem er fáheyrt. Þarna þiggur hann viðurkenningu úr hendi Ban Ki Moon þá aðalritara Sameinuðu þjóðanna. En árið 2016 venti Magnús kvæði sínu í kross. Hann var á árum áður Íslandsmeistari í sveitakeppni í bridge þrjú ár í röð frá 1990 og nú tók hann upp á því að rækta það áhugamál sem aldrei fyrr. Hann fór á eftirlaun og gerðist atvinnumaður í bridge. Mætti til vinnu og spilaði bridge við milljarðamæringa í sérstökum bridge-klúbbi sem er á Manhattan. Þar hefur Magnús meðal annars spilað með Bill Gates, en þetta er vinsæl iðja meðal yfirstéttarinnar í New York að spila bridge. Atvinnumönnum er þá greitt sérstaklega fyrir að spila með vel stæðum sem eru misgóðir í spilinu. Auk þess sem Magnús hefur farið um allan heim og keppt á bridgemótum ásamt konu sinni Hjördísi Eyþórsdóttur en hún hefur meðal annars spilað með landsliði Bandaríkjanna. Þau eru nú búsett í Alabama. En, aftur að Trump, því magnaða fyrirbæri. Honum tekst stöðugt að koma á óvart. Nýjustu fréttir eru þær að hann hafi greinst með Covid-19. En getur þú útskýrt fyrir Íslendingum vinsældir Trumps? Hér eru margir sem eiga erfitt með að skilja þetta mikla fylgi sem hann hefur haft undanfarin fjögur ár. „Mér finnst Íslendingar almennt þekkja nokkuð vel til bandarískra stjórnmála og skilja kerfið varðandi kjörmenn. En þegar kemur að því að skilja Trump, þá umturnast landsmenn mínir. Og það er skiljanlegt: maðurinn er hraðlyginn, lætur út úr sér fáránlegar staðhæfingar og tekur furðulegar ákvarðanir. Donald Trump fylgir áætlun sinni en nú er komin upp önnur staða en fyrir fjórum árum.AP/Alex Brandon En það sem við verðum að skilja er að þetta er hluti af aðferðafræði Trumps. Honum er nákvæmlega sama um hinar fjölmennu og frjálslyndu byggðir landsins. Hann hefur aldrei ætlað sér að vera forseti þeirra. Hans ær og kýr hafa alltaf verið grunnfylgið (40 prósent) og svo hreyfanlega fylgið (20 prósent).“ Svona talar sá sem kýs Trump Magnús hefur nú viðstöðulaust eftir og þýðir jafnharðan ræðu eiganda bílaþvottastöðvar sem hann notar í Alabama. Sem er afar lýsandi og afar athyglisvert, vægast sagt, að kynnast þessum sjónarmiðum. „Hann ræðir alltaf við mig um stjórnmál þegar hann afgreiðir mig og segir: Ég geri mér fulla grein fyrir að Trump er hraðlyginn, hann hefur borgað gleðikonum mikla peninga fyrir að þegja, hann svíkur örugglega undan skatti og svo framvegis. En ég er ekki að kjósa hver hann er heldur hvað hann hefur gert og mun gera. Trump er besti forseti landsins fyrr og síðar þegar þú skoðar þetta. Honum hefur nú tekist að koma þremur öfga hægrimönnum í Hæstarétt landsins. Nú höfum við 6-3 meirihluta og loks tækifæri til að banna allar fóstureyðingar, stöðva jafnræðisbylgjuna, henda út síðustu leyfunum af heilbrigðiskerfi Obama og vernda byssueign okkar. Trump aflétti tryggingaskattinum á laun sem ég greiði starfsmönnum mínum. Obama kom þessum skatti á til að fjármagna heilsutryggingar fátækra. Fáránlegt að ég skuli þurfa að fjármagna þetta bruðl. Trump hefur heldur betur tekið Kína til bæna, sett á tolla og skatta á þessar blóðsugur. Og sjáðu hver staðan í innflytjendamálum hefur gjörbreyst á aðeins fjórum árum. Og ekki er verra hvernig eftirlaunasjóður minn hefur fitnað hressilega á Wall Street síðan Trump tók við. Og ég skil ekki, Magnús, af hverju þú skilur ekki hvers vegna ég styð Trump. Það vantar eitthvað í þig, gamli minn.” Svo mörg voru þau orð. Konurnar hafa engan húmor fyrir undanskotum Trumps Svona segir Magnús að flest samtöl hans við innfædda hvíta karlmenn í Alabama séu. Ef til vill ekki orðrétt, en nokkuð nálægt því; fjölda blótsyrða hefur verið sleppt hér. Hvernig fara þá komandi kosningar? „Það er of mikið að gerast þessa dagana til að spá með öryggi, en ég ætla samt að gefa þér spá. Eitt mikilvægt atriði er með Trump: kappræðurnar eru að hefjast og ég er nokkuð viss um að Trump kemur til með að skora vel í þeim. Joe Biden og Donald Trump. Flestir gerðu því skóna að orðhákurinn myndi éta hinn stamandi Biden lifandi. En svo fór þó ekki í fyrstu kappræðunum sem fram fóru í vikunni. Magnús segir reyndar að Trump hafi komið betur út úr kappræðunum en Evrópubúar haldi. Tuttugu prósent Bandaríkjamanna vilja sjá sterka forseta. Og Trump sýndi að enginn veður yfir hann. Það kann Kaninn að meta.Vísir/AP Hann hefur komið af stað þeim óréttláta og ósannaða orðrómi að Joe Biden sé kominn með elliglöp (e. dementia). Og svo virðist sem margir í 20 prósenta hópnum trúi þessu. Það gerir að verkum, að minnsta ónákvæmni Bidens mun magna upp þann ótta,“ segir Magnús sem kann þá kúnst, eins og allir góðir sögumenn, að draga mann á svarinu. Hann heldur áfram að rýna í stöðuna: „Það er tvennt sem vinnur gegn Trump þessa dagana. Fyrst, New York Times segir frá því að hann hafi ekki borgað tekjuskatt í 10 ár og mjög lítið í tvö ár, en ég held að þetta muni hafa lítil áhrif. Karlarnir í 20 prósenta hópnum munu margir bara dást að því hvað Trump er klár. En konur þeirra munu ekki vera á sama máli. Heimilin eru að borga 16-20 prósent tekjuskatt til alríkisins og þeim mun finnast óréttlátt að Trump komist upp með þetta. Eins og þú heyrir, þá er jafnrétti kynjanna ekki jafn þróað hér í suðrinu eins og á Íslandi.“ Ekkert ríki heims er eins þróað og Ísland þegar jafnrétti kynjanna er annars vegar, en það er önnur saga. Kamala Harris setur strik í reikninginn „Seinna vandamál Trumps er mun alvarlegra og það vandamál heitir Kamala Harris, varaforsetaefni Joe Bidens,“ segir Magnús sem tekur það fram að hann beri mikla virðingu fyrir henni; dáist raunar að. „Hún er viðkunnanleg, sem strax þar aðgreinir hana frá Trump, en hún er fyrst og fremst einstaklega vel gefið hörkutól. Harris hefur langtíma reynslu sem saksóknari, alvön að tæta sundur vitnisburði og svo var hún dómsmálaráðherra Kaliforníu í mörg ár. Kamala Harris mun reynast Trump erfið, hún er eldklár og bætir Biden upp, og vel svo.Drew Angerer/Getty Þeir sem trúa kenningu Trumps um elliglöp Bidens munu líta til Harris og spyrja hvort hún gæti tekið við, ef á þyrfti að halda, og svara þeirri spurningu játandi.“ Magnús segist hlakka mikið til þegar yfirheyrslur öldungadeildar þingsins hefjast yfir Amy Barrett, frambjóðanda Trumps í hæstarétt. „Þar mun Kamala Harris fara fyrir teymi demókrata. Munið að Barrett tilheyrir öfgatrúarhópi kaþólskra, sem leggur áherslu á undirgefni konunnar.“ Og þá er eiginlega tímabært að fá niðurstöðuna? „Já, áður en Covid-smit forseta míns kom til hefði ég spáð því að þó Trump vinni Flórida, þá fari Biden með sigur af hólmi með 272 kjörmenn á móti 266 hjá Trump, þökk sé Kamölu Harris. Sigri Biden í Flórida, eykst munurinn um 29 kjörmenn. Biden hefði að öllu óbreyttu fengið 5,2 milljón fleiri atkvæði en Trump,“ segir Magnús. En nú er vírusinn kominn til skjalanna í Hvíta húsinu og hann breytir stöðunni aðeins án þess þó að breyta niðurstöðunni. „Allur heimurinn hlær og líka 40 prósent fólks í Bandaríkjunum. En Bandaríkjamenn eru aumingjagóðir, alveg eins og Íslendingar. Trump mun fá milljónir samúðaratkvæði. Biden mun nú fá aðeins 3,6 milljónir fleiri atkvæði en Trump. Munið líka að fyrstu tölur verða hagstæðari Trump, því mun fleiri demókratar en repúblikar ætla að greiða atkvæði með pósti og þessi atkvæði eru talin síðast.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin: Fyrstu kappræðurnar vöktu mikla athygli Fyrstu kappræður forsetakosninga Bandaríkjanna fóru fram aðfaranótt miðvikudagsins. Þar mættust þeir Donald Trump, forseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, á sviði í fyrsta sinn. Óhætt er að segja að úrkoman hafi verið sérstök. 1. október 2020 09:07 Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Fyrir um fimm árum hitti ég Magnús Ólafsson atvinnumann í bridge á Íslandi en hann starfaði þá í New York þar sem hann starfaði sem einn af æðstu embættismönnum Sameinuðu þjóðanna. Hann, sem er stærðfræðimenntaður, var yfirmaður þeirrar skrifstofu sem sér um allt ráðstefnuhald og skjalaútgáfu SÞ um heim allan. Þetta var í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum og þá fullyrti Magnús í mín eyru að Donald Trump yrði næsti forseti Bandaríkjanna! Þetta snýst bara um kjörmennina Þetta hafði ég ekki heyrt nokkurn mann segja. Þótti þetta skemmtileg tilgáta en gaf ekkert endilega mikið fyrir hana, þó Magnús rökstyddi tilgátu sína með ágætum eins og hans er von og vísa. Magnús Ólafsson er bridgespilari að atvinnu, búsettur í Alabama í Bandaríkjunum og unir þar hag sínum vel.hjördís Þegar svo niðurstaðan lá fyrir, niðurstaða sem kom flatt upp á marga, varð mér hugsað til Magnúsar. Og nú er ekki úr vegi, þegar kosningabaráttan um Hvíta húsið er í algleymingi vestan hafs, að heyra hvernig hann telur að þetta fari núna. En áður en lengra er haldið með það er ágætt að rifja upp hvernig Magnús komst að þeirri niðurstöðu á sínum tíma: Hvað leiddi þig að þeirri tilgátu sem reyndist svo laukrétt? „Ég hef fylgst með bandarísku forsetakosningunum allar götur síðan við pabbi lágum yfir kanaútvarpinu í nóvember 1964,“ segir Magnús. Faðir hans er Ólafur Steinar Valdimarsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu en hann andaðist 1997. „Tvisvar hafði ég rangt fyrir mér: 1992 og 2000. En kosningarnar 2016 voru auðveldari en oft áður því þá vorum við með svo augljósan 40-40-20 spegil. 40 prósent myndu aldrei kjósa neitt annað en Trump; 40 prósent myndu aldrei kjósa Trump og það voru því þessi óákveðnu 20 prósent, sem í raun völdu forseta Bandaríkjanna árið 2016. Og þetta snýst ekki um atkvæði – þetta snýst aðeins um kjörmenn – þetta einkennilega ameríska hugtak frá því að þrælahald var afnumið. Mundu að Trump varð forseti með 46 prósent atkvæða meðan Clinton fékk 48 prósent,“ segir Magnús. Skilvirk kosningavél Trumps Hann segir að fyrir fjórum árum hafi þessi 20 prósenta hópur aðallega samanstaðið af svokölluðu úthverfafólki. Magnús hefur fylgst með bandarísku forsetakosningunum frá því hann var ungur að árum, síðustu árin í návígi.kristín „Sem gegnumsneitt er þokkalega menntað, hvítt, á byssu og borgar skattana sína á réttum tíma. En vegna þess hversu sterka andúð – og hrifningu – Trump vekur upp meðal kjósenda, þá dreifðust þessi 20 prósent ekki jafnt yfir landið. Þannig voru óákveðnir í stóru frjálslyndu ríkjunum á vesturströndinni og norðaustur ströndinni mjög fáir. En demókratar græddu ekkert á því að fá þessi atkvæði: demókratar voru þegar búnir að tryggja sér alla kjörmenn í þessum fylkjum,“ segir Magnús sem þá tók eftir þrennu: „Í fyrsta lagi var aðdáunarvert að sjá hvernig kosningavél Trumps einbeitti sér að öllum litlu fylkjunum, sem enginn man eftir hvað heita og sigraði í þeim öllum. Í öðru lagi er andúðin á Washington-kerfinu gríðarlega mikil um land allt. Trump seldi sig sem ferskan og sviptivindasaman gust inn í spillingarbælið meðan Clinton væri trygging á óbreyttu ástandi. Í þriðja lagi var Hilary Clinton einfaldlega ekki vel liðin sem manneskja og því óspennandi kostur í samanburði við hinn litríka og óútreiknanlega Trump.“ Þetta gekk eftir og Trump vann yfirburðasigur. Hann hlaut 306 kjörmenn (57 prósent) meðan Clinton fékk aðeins 232 (43 prósent). Trump er ekki vel við að bent sé á að Clinton fékk þremur milljónum fleiri atkvæði en hann. Trump segir einfaldlega að slík talning sé bara „fake news“, að sögn Magnúsar. Íslendingar umturnast þegar þeir heyra á Trump minnst Magnús var framkvæmdastjóri hjá Sameinuðu þjóðunum á árunum 2008 til 2016. Á árunum 2001 til 2008 var hann einn af framkvæmdastjórum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar í Vínarborg og hluti af því teymi sem leitaði gjöreyðingarvopna í Mið-Austurlöndum. Teymið hlaut reyndar friðarverðlaun Nóbels fyrir það árið 2005. Magnús vann í sinni tíð hjá Sameinuðu þjóðunum hin eftirsóttu UN21 Award tvö ár í röð, sem er fáheyrt. Þarna þiggur hann viðurkenningu úr hendi Ban Ki Moon þá aðalritara Sameinuðu þjóðanna. En árið 2016 venti Magnús kvæði sínu í kross. Hann var á árum áður Íslandsmeistari í sveitakeppni í bridge þrjú ár í röð frá 1990 og nú tók hann upp á því að rækta það áhugamál sem aldrei fyrr. Hann fór á eftirlaun og gerðist atvinnumaður í bridge. Mætti til vinnu og spilaði bridge við milljarðamæringa í sérstökum bridge-klúbbi sem er á Manhattan. Þar hefur Magnús meðal annars spilað með Bill Gates, en þetta er vinsæl iðja meðal yfirstéttarinnar í New York að spila bridge. Atvinnumönnum er þá greitt sérstaklega fyrir að spila með vel stæðum sem eru misgóðir í spilinu. Auk þess sem Magnús hefur farið um allan heim og keppt á bridgemótum ásamt konu sinni Hjördísi Eyþórsdóttur en hún hefur meðal annars spilað með landsliði Bandaríkjanna. Þau eru nú búsett í Alabama. En, aftur að Trump, því magnaða fyrirbæri. Honum tekst stöðugt að koma á óvart. Nýjustu fréttir eru þær að hann hafi greinst með Covid-19. En getur þú útskýrt fyrir Íslendingum vinsældir Trumps? Hér eru margir sem eiga erfitt með að skilja þetta mikla fylgi sem hann hefur haft undanfarin fjögur ár. „Mér finnst Íslendingar almennt þekkja nokkuð vel til bandarískra stjórnmála og skilja kerfið varðandi kjörmenn. En þegar kemur að því að skilja Trump, þá umturnast landsmenn mínir. Og það er skiljanlegt: maðurinn er hraðlyginn, lætur út úr sér fáránlegar staðhæfingar og tekur furðulegar ákvarðanir. Donald Trump fylgir áætlun sinni en nú er komin upp önnur staða en fyrir fjórum árum.AP/Alex Brandon En það sem við verðum að skilja er að þetta er hluti af aðferðafræði Trumps. Honum er nákvæmlega sama um hinar fjölmennu og frjálslyndu byggðir landsins. Hann hefur aldrei ætlað sér að vera forseti þeirra. Hans ær og kýr hafa alltaf verið grunnfylgið (40 prósent) og svo hreyfanlega fylgið (20 prósent).“ Svona talar sá sem kýs Trump Magnús hefur nú viðstöðulaust eftir og þýðir jafnharðan ræðu eiganda bílaþvottastöðvar sem hann notar í Alabama. Sem er afar lýsandi og afar athyglisvert, vægast sagt, að kynnast þessum sjónarmiðum. „Hann ræðir alltaf við mig um stjórnmál þegar hann afgreiðir mig og segir: Ég geri mér fulla grein fyrir að Trump er hraðlyginn, hann hefur borgað gleðikonum mikla peninga fyrir að þegja, hann svíkur örugglega undan skatti og svo framvegis. En ég er ekki að kjósa hver hann er heldur hvað hann hefur gert og mun gera. Trump er besti forseti landsins fyrr og síðar þegar þú skoðar þetta. Honum hefur nú tekist að koma þremur öfga hægrimönnum í Hæstarétt landsins. Nú höfum við 6-3 meirihluta og loks tækifæri til að banna allar fóstureyðingar, stöðva jafnræðisbylgjuna, henda út síðustu leyfunum af heilbrigðiskerfi Obama og vernda byssueign okkar. Trump aflétti tryggingaskattinum á laun sem ég greiði starfsmönnum mínum. Obama kom þessum skatti á til að fjármagna heilsutryggingar fátækra. Fáránlegt að ég skuli þurfa að fjármagna þetta bruðl. Trump hefur heldur betur tekið Kína til bæna, sett á tolla og skatta á þessar blóðsugur. Og sjáðu hver staðan í innflytjendamálum hefur gjörbreyst á aðeins fjórum árum. Og ekki er verra hvernig eftirlaunasjóður minn hefur fitnað hressilega á Wall Street síðan Trump tók við. Og ég skil ekki, Magnús, af hverju þú skilur ekki hvers vegna ég styð Trump. Það vantar eitthvað í þig, gamli minn.” Svo mörg voru þau orð. Konurnar hafa engan húmor fyrir undanskotum Trumps Svona segir Magnús að flest samtöl hans við innfædda hvíta karlmenn í Alabama séu. Ef til vill ekki orðrétt, en nokkuð nálægt því; fjölda blótsyrða hefur verið sleppt hér. Hvernig fara þá komandi kosningar? „Það er of mikið að gerast þessa dagana til að spá með öryggi, en ég ætla samt að gefa þér spá. Eitt mikilvægt atriði er með Trump: kappræðurnar eru að hefjast og ég er nokkuð viss um að Trump kemur til með að skora vel í þeim. Joe Biden og Donald Trump. Flestir gerðu því skóna að orðhákurinn myndi éta hinn stamandi Biden lifandi. En svo fór þó ekki í fyrstu kappræðunum sem fram fóru í vikunni. Magnús segir reyndar að Trump hafi komið betur út úr kappræðunum en Evrópubúar haldi. Tuttugu prósent Bandaríkjamanna vilja sjá sterka forseta. Og Trump sýndi að enginn veður yfir hann. Það kann Kaninn að meta.Vísir/AP Hann hefur komið af stað þeim óréttláta og ósannaða orðrómi að Joe Biden sé kominn með elliglöp (e. dementia). Og svo virðist sem margir í 20 prósenta hópnum trúi þessu. Það gerir að verkum, að minnsta ónákvæmni Bidens mun magna upp þann ótta,“ segir Magnús sem kann þá kúnst, eins og allir góðir sögumenn, að draga mann á svarinu. Hann heldur áfram að rýna í stöðuna: „Það er tvennt sem vinnur gegn Trump þessa dagana. Fyrst, New York Times segir frá því að hann hafi ekki borgað tekjuskatt í 10 ár og mjög lítið í tvö ár, en ég held að þetta muni hafa lítil áhrif. Karlarnir í 20 prósenta hópnum munu margir bara dást að því hvað Trump er klár. En konur þeirra munu ekki vera á sama máli. Heimilin eru að borga 16-20 prósent tekjuskatt til alríkisins og þeim mun finnast óréttlátt að Trump komist upp með þetta. Eins og þú heyrir, þá er jafnrétti kynjanna ekki jafn þróað hér í suðrinu eins og á Íslandi.“ Ekkert ríki heims er eins þróað og Ísland þegar jafnrétti kynjanna er annars vegar, en það er önnur saga. Kamala Harris setur strik í reikninginn „Seinna vandamál Trumps er mun alvarlegra og það vandamál heitir Kamala Harris, varaforsetaefni Joe Bidens,“ segir Magnús sem tekur það fram að hann beri mikla virðingu fyrir henni; dáist raunar að. „Hún er viðkunnanleg, sem strax þar aðgreinir hana frá Trump, en hún er fyrst og fremst einstaklega vel gefið hörkutól. Harris hefur langtíma reynslu sem saksóknari, alvön að tæta sundur vitnisburði og svo var hún dómsmálaráðherra Kaliforníu í mörg ár. Kamala Harris mun reynast Trump erfið, hún er eldklár og bætir Biden upp, og vel svo.Drew Angerer/Getty Þeir sem trúa kenningu Trumps um elliglöp Bidens munu líta til Harris og spyrja hvort hún gæti tekið við, ef á þyrfti að halda, og svara þeirri spurningu játandi.“ Magnús segist hlakka mikið til þegar yfirheyrslur öldungadeildar þingsins hefjast yfir Amy Barrett, frambjóðanda Trumps í hæstarétt. „Þar mun Kamala Harris fara fyrir teymi demókrata. Munið að Barrett tilheyrir öfgatrúarhópi kaþólskra, sem leggur áherslu á undirgefni konunnar.“ Og þá er eiginlega tímabært að fá niðurstöðuna? „Já, áður en Covid-smit forseta míns kom til hefði ég spáð því að þó Trump vinni Flórida, þá fari Biden með sigur af hólmi með 272 kjörmenn á móti 266 hjá Trump, þökk sé Kamölu Harris. Sigri Biden í Flórida, eykst munurinn um 29 kjörmenn. Biden hefði að öllu óbreyttu fengið 5,2 milljón fleiri atkvæði en Trump,“ segir Magnús. En nú er vírusinn kominn til skjalanna í Hvíta húsinu og hann breytir stöðunni aðeins án þess þó að breyta niðurstöðunni. „Allur heimurinn hlær og líka 40 prósent fólks í Bandaríkjunum. En Bandaríkjamenn eru aumingjagóðir, alveg eins og Íslendingar. Trump mun fá milljónir samúðaratkvæði. Biden mun nú fá aðeins 3,6 milljónir fleiri atkvæði en Trump. Munið líka að fyrstu tölur verða hagstæðari Trump, því mun fleiri demókratar en repúblikar ætla að greiða atkvæði með pósti og þessi atkvæði eru talin síðast.“
Ég geri mér fulla grein fyrir að Trump er hraðlyginn, hann hefur borgað gleðikonum mikla peninga fyrir að þegja, hann svíkur örugglega undan skatti og svo framvegis. En ég er ekki að kjósa hver hann er heldur hvað hann hefur gert og mun gera. Trump er besti forseti landsins fyrr og síðar þegar þú skoðar þetta. Honum hefur nú tekist að koma þremur öfga hægrimönnum í Hæstarétt landsins. Nú höfum við 6-3 meirihluta og loks tækifæri til að banna allar fóstureyðingar, stöðva jafnræðisbylgjuna, henda út síðustu leyfunum af heilbrigðiskerfi Obama og vernda byssueign okkar. Trump aflétti tryggingaskattinum á laun sem ég greiði starfsmönnum mínum. Obama kom þessum skatti á til að fjármagna heilsutryggingar fátækra. Fáránlegt að ég skuli þurfa að fjármagna þetta bruðl. Trump hefur heldur betur tekið Kína til bæna, sett á tolla og skatta á þessar blóðsugur. Og sjáðu hver staðan í innflytjendamálum hefur gjörbreyst á aðeins fjórum árum. Og ekki er verra hvernig eftirlaunasjóður minn hefur fitnað hressilega á Wall Street síðan Trump tók við. Og ég skil ekki, Magnús, af hverju þú skilur ekki hvers vegna ég styð Trump. Það vantar eitthvað í þig, gamli minn.”
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin: Fyrstu kappræðurnar vöktu mikla athygli Fyrstu kappræður forsetakosninga Bandaríkjanna fóru fram aðfaranótt miðvikudagsins. Þar mættust þeir Donald Trump, forseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, á sviði í fyrsta sinn. Óhætt er að segja að úrkoman hafi verið sérstök. 1. október 2020 09:07 Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Bandaríkin: Fyrstu kappræðurnar vöktu mikla athygli Fyrstu kappræður forsetakosninga Bandaríkjanna fóru fram aðfaranótt miðvikudagsins. Þar mættust þeir Donald Trump, forseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, á sviði í fyrsta sinn. Óhætt er að segja að úrkoman hafi verið sérstök. 1. október 2020 09:07
Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30