Menntun, þroski og COVID Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 1. október 2020 11:31 Líf okkar allra og aðgengi að námi og menntun hefur tekið stakkaskiptum vegna heimsfaraldurs COVID-19. Menntakerfi um allan heim hafa þurft að laga sig að breyttum aðstæðum í skóla- og frístundastarfi vegna þeirrar takmarkana sem baráttan við kórónaveiruna hefur valdið. Vitað er að skólaganga mörg hundruð milljóna barna og ungmenna um heim allan hefur raskast verulega á árinu 2020. Börnin og unglingar hafa jafnframt orðið af dýrmætum tækifærum til að umgangast jafnaldra og vini og taka þátt í skipulögðu frístundastarfi. Á sama tíma má segja að það hafi orðið bylting í starfsháttum allra skólastiga á örskotstundu þegar fyrsta bylgja kófsins skall á síðastliðið vor. Mikil aðlögunarhæfni, samvinna ólíkra fagstétta og notkun á stafrænni tækni og miðlun kom því til leiðar að hægt var að halda skólastarfi gangandi hér á landi. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér heldur lögðumst við öll á árarnar. Markmiðið var að tryggja velferð allra einstaklinga og halda takti í samfélaginu gangandi. Þetta verður áfram erindi okkar næstu mánuði og ár. Föstudagurinn 2. október er alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa sem er haldinn hátíðlegur víða um heim. Þroskaþjálfafræði er ein af mörgum námsbrautum og fræðigreinum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Störf þroskaþjálfa grundvallast á virðingu fyrir mannlegri reisn og sjálfræði sérhvers einstaklings. Þroskaþjálfar styðja einstaklinga til virkrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins, meðal annars í menntakerfinu og í skólum. Því miður benda fyrstu niðurstöður á áhrifum samkomubanns og COVID-19 til þess að börn sem standa höllum fæti, svo sem vegna fötlunar, þjóðernis eða félagslegrar stöðu, hafi orðið fyrir neikvæðari áhrifum heimsfaraldursins en önnur börn. Rannsóknir á sviði þroskaþjálfafræða beinast ekki hvað síst að því að þróa aðferðir til að gera öllum kleift á að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Á þeim umbrotatímum sem við nú lifum er þýðingarmikið að taka ákvarðanir sem byggjast á þekkingu og innsæi í félagslegan veruleika. Við höfum fylgst með fremstu vísindamönnum heims rannsaka og ræða gerð kórónuveirunnar, rýna í smitleiðir og legga mat á áhrif veirunnar á fólk. Mannleg hegðun og breytileiki milli einstaklinga er einn mesti óvissuþátturinn. Menntarannsóknir gegna því hlutverki að varpa ljósi á þau margþættu öfl sem móta þroska og nám hvers einstaklings. Ég hef þá trú að einlæg þekkingarleit og hógvær en staðföst barátta fyrir því að skilja heiminn betur sé lykillinn að farsælla samfélagi. Með því að gera öllum kleift að þroska hæfni sína og færni, óháð aldri, kyni, þjóðerni og/eða fötlun, rennum við styrkari stoðum undir samfélagið. Kórónuveirufaraldurinn er á vissan hátt áminning um að við erum hluti af náttúrunni og verðum að vernda hana og virða. Stóru spurningarnar sem við stöndum frammi fyrir eru þessar: Munum við taka lífshætti okkar til raunverulegrar endurskoðunar eða falla aftur í fyrra far? Munum við nýta þann lærdóm sem kófið hefur fært okkur til að efla menntakerfið okkar? Menntakvika, árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, leiðir saman á hverju ári fjölda fagfólks og hagsmunaaðila sem láta sig menntun og menntavísindi varða. Ráðstefnan er lifandi vettvangur miðlunar, upplýsinga og samráðs á sviði menntunar. Þekking og þróun á því sviði er lykillinn að því að skapa farsælt og sjálfbært samfélag, samfélag jöfnuðar og samfélag þar sem draumar rætast. Innan menntakerfisins sem utan eru öfl sem geta ýmist stutt við nám og þroska eða skapað hindranir á lífsleið einstaklinga. Við verðum að skilja þessu öfl betur og draga þau fram í dagsljósið. Framtíðin er núna – tökum þátt í að skapa hana! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs HÍ. Grein þessi byggist á ávarpi höfundar á Menntakviku, árlegri ráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem haldin verður rafrænt dagana 1. og 2. október næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Líf okkar allra og aðgengi að námi og menntun hefur tekið stakkaskiptum vegna heimsfaraldurs COVID-19. Menntakerfi um allan heim hafa þurft að laga sig að breyttum aðstæðum í skóla- og frístundastarfi vegna þeirrar takmarkana sem baráttan við kórónaveiruna hefur valdið. Vitað er að skólaganga mörg hundruð milljóna barna og ungmenna um heim allan hefur raskast verulega á árinu 2020. Börnin og unglingar hafa jafnframt orðið af dýrmætum tækifærum til að umgangast jafnaldra og vini og taka þátt í skipulögðu frístundastarfi. Á sama tíma má segja að það hafi orðið bylting í starfsháttum allra skólastiga á örskotstundu þegar fyrsta bylgja kófsins skall á síðastliðið vor. Mikil aðlögunarhæfni, samvinna ólíkra fagstétta og notkun á stafrænni tækni og miðlun kom því til leiðar að hægt var að halda skólastarfi gangandi hér á landi. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér heldur lögðumst við öll á árarnar. Markmiðið var að tryggja velferð allra einstaklinga og halda takti í samfélaginu gangandi. Þetta verður áfram erindi okkar næstu mánuði og ár. Föstudagurinn 2. október er alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa sem er haldinn hátíðlegur víða um heim. Þroskaþjálfafræði er ein af mörgum námsbrautum og fræðigreinum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Störf þroskaþjálfa grundvallast á virðingu fyrir mannlegri reisn og sjálfræði sérhvers einstaklings. Þroskaþjálfar styðja einstaklinga til virkrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins, meðal annars í menntakerfinu og í skólum. Því miður benda fyrstu niðurstöður á áhrifum samkomubanns og COVID-19 til þess að börn sem standa höllum fæti, svo sem vegna fötlunar, þjóðernis eða félagslegrar stöðu, hafi orðið fyrir neikvæðari áhrifum heimsfaraldursins en önnur börn. Rannsóknir á sviði þroskaþjálfafræða beinast ekki hvað síst að því að þróa aðferðir til að gera öllum kleift á að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Á þeim umbrotatímum sem við nú lifum er þýðingarmikið að taka ákvarðanir sem byggjast á þekkingu og innsæi í félagslegan veruleika. Við höfum fylgst með fremstu vísindamönnum heims rannsaka og ræða gerð kórónuveirunnar, rýna í smitleiðir og legga mat á áhrif veirunnar á fólk. Mannleg hegðun og breytileiki milli einstaklinga er einn mesti óvissuþátturinn. Menntarannsóknir gegna því hlutverki að varpa ljósi á þau margþættu öfl sem móta þroska og nám hvers einstaklings. Ég hef þá trú að einlæg þekkingarleit og hógvær en staðföst barátta fyrir því að skilja heiminn betur sé lykillinn að farsælla samfélagi. Með því að gera öllum kleift að þroska hæfni sína og færni, óháð aldri, kyni, þjóðerni og/eða fötlun, rennum við styrkari stoðum undir samfélagið. Kórónuveirufaraldurinn er á vissan hátt áminning um að við erum hluti af náttúrunni og verðum að vernda hana og virða. Stóru spurningarnar sem við stöndum frammi fyrir eru þessar: Munum við taka lífshætti okkar til raunverulegrar endurskoðunar eða falla aftur í fyrra far? Munum við nýta þann lærdóm sem kófið hefur fært okkur til að efla menntakerfið okkar? Menntakvika, árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, leiðir saman á hverju ári fjölda fagfólks og hagsmunaaðila sem láta sig menntun og menntavísindi varða. Ráðstefnan er lifandi vettvangur miðlunar, upplýsinga og samráðs á sviði menntunar. Þekking og þróun á því sviði er lykillinn að því að skapa farsælt og sjálfbært samfélag, samfélag jöfnuðar og samfélag þar sem draumar rætast. Innan menntakerfisins sem utan eru öfl sem geta ýmist stutt við nám og þroska eða skapað hindranir á lífsleið einstaklinga. Við verðum að skilja þessu öfl betur og draga þau fram í dagsljósið. Framtíðin er núna – tökum þátt í að skapa hana! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs HÍ. Grein þessi byggist á ávarpi höfundar á Menntakviku, árlegri ráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem haldin verður rafrænt dagana 1. og 2. október næstkomandi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun