Pósturinn í aðgerðum fyrir íslenska netverslun Rakel Sveinsdóttir skrifar 1. október 2020 09:00 Sesselía Birgisdóttir framkvæmdastjóri þjónustu og markaðsmála hjá Póstinum. Vísir/Vilhelm „Já við höfum séð töluvert mikla aukningu eða um 35% á innlendri netverslun í kjölfar Covid, raunar hefur þróunin legið upp á við í lengri tíma en það er ekki hægt að horfa framhjá því að Covid hefur haft mikil áhrif á kauphegðun landsmanna,“ segir Sesselía Birgisdóttir framkvæmdastjóri þjónustu og markaðsmála hjá Póstinum. Hún segir Póstinn nema aukninguna á öllum vígstöðvum, ekki síst í heimkeyrslu þar sem aukningin hefur verið gríðarleg. Að sama skapi hefur sendingum erlendis frá fækkað verulega. „Það verður þó að hafa í huga að flutningaleiðir lokuðust að miklu leyti í upphafi Covid sem hafði gríðarlega mikil áhrif á það magn sem barst til landsins. Þá voru einnig póstfyrirtæki víðsvegar um heim nálægt því að vera óstarfhæf í upphafi faraldursins sem hafði einnig áhrif en til að byrja með vorum við að sjá hátt í 70% samdrátt á sendingum erlendis frá,“ segir Sesselía. Hún segir flutningaleiðir hafa verið að opna hægt og rólega. Þó sé enn hægt að nema um 20% samdrátt í netverslun erlendis frá. Í gær tók Atvinnulífið á Vísi stöðuna á nokkrum forsvarsmönnum fyrirtækja í tilefni átaksins Íslenskt – láttu það ganga. Í dag er fjallað um aðgerðir Póstsins sem ætlað er að styðja við íslenska netverslun. Sóknarfæri innanlands Sesselía segir mikla vinnu hafa staðið yfir hjá Póstinum um tíma þar sem horft er sérstaklega til þeirra sóknarfæra sem innlend netverslun býður upp á. Allt snúist þetta um að koma vörum hratt og örugglega áfram til kaupenda og mæta kröfum nútímasamfélagsins um aukinn hraða og sveigjanleika. Þar segir Sesselía Póstinn í góðu samstarfi og samtali við stórar sem smáar netverslanir. En getur þú nefnd dæmi um hvaða aðgerðir eru í gangi? Við erum núna að setja upp þrjátíu ný Póstbox og fara átján af þeim út á land. Þetta verður í fyrsta skiptið sem að póstbox verða úti á landi. Eins höfum við gert samstarfssamning við Skeljung og Samkaup um afhendingu á pakkasendingum á þeirra þjónustustöðvum í svokölluðum pakkaportum. Við höfum þegar opnað sjö slíka staði og erum að vinna í að opna mun fleiri um allt land,“ segir Sesselía sem dæmi um þær innleiðingar sem nú er verið að vinna að. Þá segir hún Netlúguna vera nýjung en hún felur það í sér að netverslanir geta komið með sendingar í afhendingu, hvenær sem er sólahrings. Til viðbótar býður Pósturinn nú upp á heimkeyrslu á laugardögum og hefur tvöfaldað fjölda afhendingarstaða á öllu landinu. „Við erum að koma með nýtt snjallforrit, eða app, sem að auðvelda viðskiptavinum að fylgjast með sendingunni sinni, greiða opinber gjöld á sendingum og að velja sér afhendingarstað þar sem þeim hentar best,“ segir Sesselía. Sesselja segir markmiðið að halda áfram á þeirri vegferð að bæta við þjónustu heimkeyrslu. Þar sé aukin þjónusta við landsbyggðina ekki síst áhersla enda að ýmsu að huga sem skiptir neytendur landsbyggðarinnar sérstaklega máli. Sem dæmi nefnir hún verðið á pökkum. Sú breyting gerð um áramótin að pakkar frá 0-10 kg eru á sama verði hvar sem er á landinu, eitt verð allt landið. Þetta hefur verið mjög vinsælt hjá netverslunum og einstaklingum á landsbyggðinni,“ segir Sesselía. Verslun Tækni Stjórnun Pósturinn Tengdar fréttir „Flestir geri ráð fyrir erfiðum vetri“ Þótt kórónufaraldurinn hafi vissulega lamað íslenskt atvinnulíf eru margir að stækka við sig og bera sig vel í framleiðslu og sölu. Viðmælendur spá þó þungum vetri. 30. september 2020 09:02 „Fjármunir bara farnir úr landi: Búið og bless!“ Er átakið Íslenskt - láttu það ganga fyrir innlenda framleiðslu eða íslenska verslun? Hvoru tveggja segir Þóranna K. Jónsdóttir. 30. september 2020 12:04 Mest lesið Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
„Já við höfum séð töluvert mikla aukningu eða um 35% á innlendri netverslun í kjölfar Covid, raunar hefur þróunin legið upp á við í lengri tíma en það er ekki hægt að horfa framhjá því að Covid hefur haft mikil áhrif á kauphegðun landsmanna,“ segir Sesselía Birgisdóttir framkvæmdastjóri þjónustu og markaðsmála hjá Póstinum. Hún segir Póstinn nema aukninguna á öllum vígstöðvum, ekki síst í heimkeyrslu þar sem aukningin hefur verið gríðarleg. Að sama skapi hefur sendingum erlendis frá fækkað verulega. „Það verður þó að hafa í huga að flutningaleiðir lokuðust að miklu leyti í upphafi Covid sem hafði gríðarlega mikil áhrif á það magn sem barst til landsins. Þá voru einnig póstfyrirtæki víðsvegar um heim nálægt því að vera óstarfhæf í upphafi faraldursins sem hafði einnig áhrif en til að byrja með vorum við að sjá hátt í 70% samdrátt á sendingum erlendis frá,“ segir Sesselía. Hún segir flutningaleiðir hafa verið að opna hægt og rólega. Þó sé enn hægt að nema um 20% samdrátt í netverslun erlendis frá. Í gær tók Atvinnulífið á Vísi stöðuna á nokkrum forsvarsmönnum fyrirtækja í tilefni átaksins Íslenskt – láttu það ganga. Í dag er fjallað um aðgerðir Póstsins sem ætlað er að styðja við íslenska netverslun. Sóknarfæri innanlands Sesselía segir mikla vinnu hafa staðið yfir hjá Póstinum um tíma þar sem horft er sérstaklega til þeirra sóknarfæra sem innlend netverslun býður upp á. Allt snúist þetta um að koma vörum hratt og örugglega áfram til kaupenda og mæta kröfum nútímasamfélagsins um aukinn hraða og sveigjanleika. Þar segir Sesselía Póstinn í góðu samstarfi og samtali við stórar sem smáar netverslanir. En getur þú nefnd dæmi um hvaða aðgerðir eru í gangi? Við erum núna að setja upp þrjátíu ný Póstbox og fara átján af þeim út á land. Þetta verður í fyrsta skiptið sem að póstbox verða úti á landi. Eins höfum við gert samstarfssamning við Skeljung og Samkaup um afhendingu á pakkasendingum á þeirra þjónustustöðvum í svokölluðum pakkaportum. Við höfum þegar opnað sjö slíka staði og erum að vinna í að opna mun fleiri um allt land,“ segir Sesselía sem dæmi um þær innleiðingar sem nú er verið að vinna að. Þá segir hún Netlúguna vera nýjung en hún felur það í sér að netverslanir geta komið með sendingar í afhendingu, hvenær sem er sólahrings. Til viðbótar býður Pósturinn nú upp á heimkeyrslu á laugardögum og hefur tvöfaldað fjölda afhendingarstaða á öllu landinu. „Við erum að koma með nýtt snjallforrit, eða app, sem að auðvelda viðskiptavinum að fylgjast með sendingunni sinni, greiða opinber gjöld á sendingum og að velja sér afhendingarstað þar sem þeim hentar best,“ segir Sesselía. Sesselja segir markmiðið að halda áfram á þeirri vegferð að bæta við þjónustu heimkeyrslu. Þar sé aukin þjónusta við landsbyggðina ekki síst áhersla enda að ýmsu að huga sem skiptir neytendur landsbyggðarinnar sérstaklega máli. Sem dæmi nefnir hún verðið á pökkum. Sú breyting gerð um áramótin að pakkar frá 0-10 kg eru á sama verði hvar sem er á landinu, eitt verð allt landið. Þetta hefur verið mjög vinsælt hjá netverslunum og einstaklingum á landsbyggðinni,“ segir Sesselía.
Verslun Tækni Stjórnun Pósturinn Tengdar fréttir „Flestir geri ráð fyrir erfiðum vetri“ Þótt kórónufaraldurinn hafi vissulega lamað íslenskt atvinnulíf eru margir að stækka við sig og bera sig vel í framleiðslu og sölu. Viðmælendur spá þó þungum vetri. 30. september 2020 09:02 „Fjármunir bara farnir úr landi: Búið og bless!“ Er átakið Íslenskt - láttu það ganga fyrir innlenda framleiðslu eða íslenska verslun? Hvoru tveggja segir Þóranna K. Jónsdóttir. 30. september 2020 12:04 Mest lesið Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
„Flestir geri ráð fyrir erfiðum vetri“ Þótt kórónufaraldurinn hafi vissulega lamað íslenskt atvinnulíf eru margir að stækka við sig og bera sig vel í framleiðslu og sölu. Viðmælendur spá þó þungum vetri. 30. september 2020 09:02
„Fjármunir bara farnir úr landi: Búið og bless!“ Er átakið Íslenskt - láttu það ganga fyrir innlenda framleiðslu eða íslenska verslun? Hvoru tveggja segir Þóranna K. Jónsdóttir. 30. september 2020 12:04
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent