Öskureið á blaðamannafundi eftir að mótherji hennar fór af velli í hjólastól Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2020 10:00 Kiki Bertens var sárþjáð eftir leikinn eða var hún að leika þetta? Getty/Tim Clayton Ítalska tenniskonan Sara Errani sakaði mótherjann sinn um leikaraskap eftir að hafa tapað fyrir henni á opna franska meistaramótinu í tennis sem stendur nú yfir á Stade Roland Garros tennisvöllunum í París. Sara Errani frá Ítalíu og Kiki Bertens frá Hollandi mættust í svakaleik í annarri umferð opna franska meistaramótinu í tennis. Kiki Bertens yfirgaf völlinn í hjólastól eftir sigurinn en Sara Errani sakaði hana um leikaraskap. Bertens féll í jörðina eftir sigurstigið og virtist þá vera með krampa í öllum skrokknum. Kiki Bertens er fimmta á styrkleikalista mótsins en Sara Errani fékk ekki röðun. Kiki Bertens vann á endanum 7-6, 7-6 (5), 3-6 og 9-7 í leik sem tók þrjá klukkutíma og ellefu mínútur. Sara Errani accuses Kiki Bertens of FAKING injury at French Open after she left court in a wheelchair https://t.co/cDyG9lDUd6— MailOnline Sport (@MailSport) September 30, 2020 Kiki Bertens virtist vera að glíma við meiðsli aftan í læri í leiknum. Það leit þannig út að hún væri að sýna mikla þrautseigju við að klára leikinn en það voru þó ekki allir á því að hún hafi verið meidd. Ítalinn var þannig allt annað en sátt á blaðamannafundi eftir leikinn og hraunaði yfir andstæðinginn sinn. Í leiknum sjálfum hafði Sara Errani gert grín að Bertens fyrir að haltra og hún neitaði síðan að þakka henni fyrir leikinn. Kiki Bertens féll í jörðina eftir sigurinn og lá þarf í átta mínútur áður en starfsmenn mótsins sóttu hjólastól og hjálpuðu henni til búningsklefa. Wheelchair out on court to assist Kiki Bertens back to the locker room. Has been able to share some laughs with the trainers, showing them her hands stuck in cramp. Taking some pills from the doctor. #RG20 pic.twitter.com/JwlTED5KKO— WTA Insider (@WTA_insider) September 30, 2020 „Ég er ekki hrifinn af því þegar einhver er að plata mig. Hún fór af velli í hjólastól og þegar ég sá hana borðandi á veitingastaðnum þá var allt í lagi með hana,“ sagði Sara Errani á blaðamannafundi eftir leikinn. Kiki Bertens neitaði þessum ásökunum og sagði að hún væri fyrir löngu búin að reyna fyrir sér sem leikari ef hún gæti leikið svona meiðsli. „Ég skil pirringinn hennar. Hún fékk sín tækifæri en nýtti þau ekki,“ sagði Kiki Bertens. Tennis Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ Sjá meira
Ítalska tenniskonan Sara Errani sakaði mótherjann sinn um leikaraskap eftir að hafa tapað fyrir henni á opna franska meistaramótinu í tennis sem stendur nú yfir á Stade Roland Garros tennisvöllunum í París. Sara Errani frá Ítalíu og Kiki Bertens frá Hollandi mættust í svakaleik í annarri umferð opna franska meistaramótinu í tennis. Kiki Bertens yfirgaf völlinn í hjólastól eftir sigurinn en Sara Errani sakaði hana um leikaraskap. Bertens féll í jörðina eftir sigurstigið og virtist þá vera með krampa í öllum skrokknum. Kiki Bertens er fimmta á styrkleikalista mótsins en Sara Errani fékk ekki röðun. Kiki Bertens vann á endanum 7-6, 7-6 (5), 3-6 og 9-7 í leik sem tók þrjá klukkutíma og ellefu mínútur. Sara Errani accuses Kiki Bertens of FAKING injury at French Open after she left court in a wheelchair https://t.co/cDyG9lDUd6— MailOnline Sport (@MailSport) September 30, 2020 Kiki Bertens virtist vera að glíma við meiðsli aftan í læri í leiknum. Það leit þannig út að hún væri að sýna mikla þrautseigju við að klára leikinn en það voru þó ekki allir á því að hún hafi verið meidd. Ítalinn var þannig allt annað en sátt á blaðamannafundi eftir leikinn og hraunaði yfir andstæðinginn sinn. Í leiknum sjálfum hafði Sara Errani gert grín að Bertens fyrir að haltra og hún neitaði síðan að þakka henni fyrir leikinn. Kiki Bertens féll í jörðina eftir sigurinn og lá þarf í átta mínútur áður en starfsmenn mótsins sóttu hjólastól og hjálpuðu henni til búningsklefa. Wheelchair out on court to assist Kiki Bertens back to the locker room. Has been able to share some laughs with the trainers, showing them her hands stuck in cramp. Taking some pills from the doctor. #RG20 pic.twitter.com/JwlTED5KKO— WTA Insider (@WTA_insider) September 30, 2020 „Ég er ekki hrifinn af því þegar einhver er að plata mig. Hún fór af velli í hjólastól og þegar ég sá hana borðandi á veitingastaðnum þá var allt í lagi með hana,“ sagði Sara Errani á blaðamannafundi eftir leikinn. Kiki Bertens neitaði þessum ásökunum og sagði að hún væri fyrir löngu búin að reyna fyrir sér sem leikari ef hún gæti leikið svona meiðsli. „Ég skil pirringinn hennar. Hún fékk sín tækifæri en nýtti þau ekki,“ sagði Kiki Bertens.
Tennis Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ Sjá meira