Japanski „Twitter-morðinginn“ játar að hafa myrt níu manns Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2020 08:19 Réttarhöld í máli Takahiro Shiraishi hófust í gær. EPA Japanskur karlmaður hefur játað að hafa myrt níu manns eftir að hann komst í kynni við fólkið í gegnum samfélagsmiðilinn Twitter. Málið hefur vakið mikla athygli í Japan. Takahiro Shiraishi var handtekinn árið 2017 eftir að líkamshlutar fundust í íbúð hans í borginni Zama, ekki langt frá Tókýó. Hefur maðurinn í japönskum fjölmiðlum verið kallaður „Twitter-morðinginn“. Hinn 29 ára Shiraishi játaði sök þegar hann mætti fyrir dómara í gær og sagði að allt sem kæmi fram í ákæru væri satt. Verjendur Shiraishi segja hins vegar að réttast væri að hann fengi ekki hörðustu refsingu þar sem þeir segja að fórnarlömbin hafi veitt Shiraishi leyfi til að drepa þau. Ætti því að breyta ákæru í „morð með samþykki“ sem fæli í sér sex mánaða og upp í sjö ára fangelsi. Japanska blaðið Mainichi Shimbun hefur hins vegar eftir Shiraishi að hann sé á öðru máli en verjendurnir og að hann hafi drepið fórnarlömbin án samþykkis þeirra. Ætti yfir höfði sér dauðarefsingu Verði Shiraishi fundinn sekur um morð á hann yfir höfði sér dauðarefsingu, en í Japan en slíkum dómum fullnustað með hengingu. Málið hefur vakið gríðarlega athygli í Japan og segir í frétt BBC að rúmlega sex hundruð manns hafi reynt að komast að í dómsalnum þegar réttarhöld hófust í gær. Hafði uppi á fólki í sjálfsvígshugleiðingum Saksóknarar segja Shiraishi hafa opnað Twitter-reikning í mars 2017 til að komast í kynni við konur í sjálfsvígshugleiðingum. Taldi hann þær vera „auðveld skotmörk“. Á Shiraishi að hafa fengið fórnarlömbin til sín með því að segja þeim að hann gæti hjálpað þeim að binda enda á líf sitt og í sumum tilvikum sagst ætla að svipta sig lífi með þeim. Átta fórnarlamba mannsins voru konur, þar af ein fimmtán ára að aldri. Karlmaðurinn sem Shiraishi banaði var tvítugur að aldri og var drepinn eftir að hafa heimsótt Shiraishi þar sem hann leitaði að kærustu sinni. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Japan Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Japanskur karlmaður hefur játað að hafa myrt níu manns eftir að hann komst í kynni við fólkið í gegnum samfélagsmiðilinn Twitter. Málið hefur vakið mikla athygli í Japan. Takahiro Shiraishi var handtekinn árið 2017 eftir að líkamshlutar fundust í íbúð hans í borginni Zama, ekki langt frá Tókýó. Hefur maðurinn í japönskum fjölmiðlum verið kallaður „Twitter-morðinginn“. Hinn 29 ára Shiraishi játaði sök þegar hann mætti fyrir dómara í gær og sagði að allt sem kæmi fram í ákæru væri satt. Verjendur Shiraishi segja hins vegar að réttast væri að hann fengi ekki hörðustu refsingu þar sem þeir segja að fórnarlömbin hafi veitt Shiraishi leyfi til að drepa þau. Ætti því að breyta ákæru í „morð með samþykki“ sem fæli í sér sex mánaða og upp í sjö ára fangelsi. Japanska blaðið Mainichi Shimbun hefur hins vegar eftir Shiraishi að hann sé á öðru máli en verjendurnir og að hann hafi drepið fórnarlömbin án samþykkis þeirra. Ætti yfir höfði sér dauðarefsingu Verði Shiraishi fundinn sekur um morð á hann yfir höfði sér dauðarefsingu, en í Japan en slíkum dómum fullnustað með hengingu. Málið hefur vakið gríðarlega athygli í Japan og segir í frétt BBC að rúmlega sex hundruð manns hafi reynt að komast að í dómsalnum þegar réttarhöld hófust í gær. Hafði uppi á fólki í sjálfsvígshugleiðingum Saksóknarar segja Shiraishi hafa opnað Twitter-reikning í mars 2017 til að komast í kynni við konur í sjálfsvígshugleiðingum. Taldi hann þær vera „auðveld skotmörk“. Á Shiraishi að hafa fengið fórnarlömbin til sín með því að segja þeim að hann gæti hjálpað þeim að binda enda á líf sitt og í sumum tilvikum sagst ætla að svipta sig lífi með þeim. Átta fórnarlamba mannsins voru konur, þar af ein fimmtán ára að aldri. Karlmaðurinn sem Shiraishi banaði var tvítugur að aldri og var drepinn eftir að hafa heimsótt Shiraishi þar sem hann leitaði að kærustu sinni. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Japan Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent