Eddie Hall var einni sekúndu fljótari með „Djöfulsins Díönu“ æfinguna en Sara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2020 09:01 Eddie Hall og Sara Sigmundsdóttir. Eddie Hall kláraði „Djöfulsins Díönu“ æfinguna á 4 mínútum og 37 sekúndum en á heimsleikunum þá kláraði Sara hana á á 4 mínútum og 38 sekúndum. Mynd/Samsett/Instagram Hafþór Júlíus Björnsson svitnaði örugglega aðeins þegar hann sá Eddie Hall klára æfingu af heimsleikunum í CrossFit með glæsibrag. Fjallið og Eddie Hall ætla að mætast í hnefaleikahringnum í Las Vegas á næsta ári og þeir eru báðir duglegir að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með því hvernig æfingarnar hjá þeim ganga. Auk þess að sýnda tilþrifin í hnefaleikahringnum og hvernig þeir komast í gegnum krefjandi æfingar þá eru auðvitað nóg að kyndingum sem ganga á milli þeirra í gegnum samfélagsmiðla. Eddie Hall hefur lýst því yfir að hann ætli að rota Hafþór Júlíus Björnsson í hringnum en Hafþór hefur á móti létt sig mikið og vinnur einnig mikið í þolinu sínu þessa dagana. Barbend síðan vakti athygli á því hversu vel Eddie Hall gerði „Djöfulsins Díönu“ æfinguna sem var ein af keppnisgreinunum í fyrri hluta heimsleikanna í CrossFit á dögunum. Watch @eddiehallWSM Finish The 2020 @CrossFitGames WOD Damn Diane In 4:37 https://t.co/Cx42XtuRzH by @GUTMAN26 | #crossfit #crossfitgames @CrossFit pic.twitter.com/UUyIwaErIg— BarBend (@barbendnews) September 30, 2020 Eddie Hall kláraði „Damn Diane“ eða „Djöfulsins Díönu“ æfinguna á 4 mínútum og 37 sekúndum. Markmiðið var að slá út tíma heimsmeistarans Tia-Clair Toomey en tókst það ekki. Það voru mismunandi þyngdir hjá körlunum og konum en Eddie Hall leyfði sér að nota kvennaþyngdina sem var 205 pund eða 93 kíló. Karlarnir lyftu 315 pundum eða 143 kílóum. Í „Djöfulsins Díönu“ æfingunni þá voru þrjár umferðir af fimmtán réttstöðulyftum með 93 kíló og svo í beinu framhaldi fimmtán handstöðubeygjur. Eddie Hall átti í engum vandræðum með réttstöðulyfturnar en gekk skiljanlega ekki eins vel í handstöðubeygjunum enda var hann þá að lyfta sínum 162 kílóum. Eddie Hall var talsvert á eftir Tiu-Clair Toomey sem kláraði þessa æfingu á tveimur mínútum og 28 sekúndum. Katrín Tanja Davíðsdóttir gerði líka betur en hann og kláraði „Djöfulsins Díönu“ á þremur mínútum og 30 sekúndum. Sara Sigmundsdóttir var aftur á móti einni sekúndu á eftir Eddie Hall. Sara endaði í 21. sæti í „Djöfulsins Díönu“ æfingunni á heimsleikunum en þetta var þriðja grein keppninnar. Hér fyrir neðan má sjá Eddie Hall gera þessa æfingu en hún byrjar eftir fjórtán mínútur í myndbandinu. watch on YouTube Hér fyrir neðan má síðan Söru Sigmundsdóttur gera sömu æfingu á heimsleikunum. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson svitnaði örugglega aðeins þegar hann sá Eddie Hall klára æfingu af heimsleikunum í CrossFit með glæsibrag. Fjallið og Eddie Hall ætla að mætast í hnefaleikahringnum í Las Vegas á næsta ári og þeir eru báðir duglegir að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með því hvernig æfingarnar hjá þeim ganga. Auk þess að sýnda tilþrifin í hnefaleikahringnum og hvernig þeir komast í gegnum krefjandi æfingar þá eru auðvitað nóg að kyndingum sem ganga á milli þeirra í gegnum samfélagsmiðla. Eddie Hall hefur lýst því yfir að hann ætli að rota Hafþór Júlíus Björnsson í hringnum en Hafþór hefur á móti létt sig mikið og vinnur einnig mikið í þolinu sínu þessa dagana. Barbend síðan vakti athygli á því hversu vel Eddie Hall gerði „Djöfulsins Díönu“ æfinguna sem var ein af keppnisgreinunum í fyrri hluta heimsleikanna í CrossFit á dögunum. Watch @eddiehallWSM Finish The 2020 @CrossFitGames WOD Damn Diane In 4:37 https://t.co/Cx42XtuRzH by @GUTMAN26 | #crossfit #crossfitgames @CrossFit pic.twitter.com/UUyIwaErIg— BarBend (@barbendnews) September 30, 2020 Eddie Hall kláraði „Damn Diane“ eða „Djöfulsins Díönu“ æfinguna á 4 mínútum og 37 sekúndum. Markmiðið var að slá út tíma heimsmeistarans Tia-Clair Toomey en tókst það ekki. Það voru mismunandi þyngdir hjá körlunum og konum en Eddie Hall leyfði sér að nota kvennaþyngdina sem var 205 pund eða 93 kíló. Karlarnir lyftu 315 pundum eða 143 kílóum. Í „Djöfulsins Díönu“ æfingunni þá voru þrjár umferðir af fimmtán réttstöðulyftum með 93 kíló og svo í beinu framhaldi fimmtán handstöðubeygjur. Eddie Hall átti í engum vandræðum með réttstöðulyfturnar en gekk skiljanlega ekki eins vel í handstöðubeygjunum enda var hann þá að lyfta sínum 162 kílóum. Eddie Hall var talsvert á eftir Tiu-Clair Toomey sem kláraði þessa æfingu á tveimur mínútum og 28 sekúndum. Katrín Tanja Davíðsdóttir gerði líka betur en hann og kláraði „Djöfulsins Díönu“ á þremur mínútum og 30 sekúndum. Sara Sigmundsdóttir var aftur á móti einni sekúndu á eftir Eddie Hall. Sara endaði í 21. sæti í „Djöfulsins Díönu“ æfingunni á heimsleikunum en þetta var þriðja grein keppninnar. Hér fyrir neðan má sjá Eddie Hall gera þessa æfingu en hún byrjar eftir fjórtán mínútur í myndbandinu. watch on YouTube Hér fyrir neðan má síðan Söru Sigmundsdóttur gera sömu æfingu á heimsleikunum. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira