Dagskráin: Pepsi Max og Dominos deildir karla, Messi, dregið í Meistaradeildinni og fær Rúnar tækifæri? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. október 2020 06:45 KR urðu Íslandsmeistarar árið 2019 en engin úrslitakeppni var á síðustu leiktíð. Maðurinn sem lyftir titlinum verður þó ekki með KR-ingum í vetur en hann leikur nú með Val í Dominos deild karla. Vísir Að venju er nóg um að vera í besta sætinu í dag. Við sýnum beint frá því er dregið verður í riðla í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, leikir í Pepsi Max sem og Dominos deildum karla, Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Arsenal heimsækja Anfield í enska deildarbikarnum. Þá sýnum við einnig Dominos Körfuboltakvöld kvenna sem og tvo leiki úr spænsku deildinni. Einnig er nóg um að vera á golfstöðinni. Ekki nema sjö leikir og þrjú golfmót í beinni útsendingu í dag Klukkan 15:00 hefst útsending frá drættinum í Meistaradeild Evrópu. Tvö Íslendingalið eru í pottinum en landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson leikur með Olympiacos í Grikklandi. Mikael Neville Anderson er svo á mála hjá ríkjandi Danmerkur meisturum í Midtjylland. Þau ásamt öllum helstu stórliðum Evrópu verða dregin í riðla í dag. Liðunum er skipt niður í fjóra styrkleikaflokka og lið frá sama landi geta ekki dregist saman í riðil. Klukkan 17:45 færum við okku ryfir í íslenska boltann og sýnum leik Breiðabliks og KA í Pepsi Max deild karla í beinni útsendingu. KA hefur náð vopnum sínum og leikið vel undanfarið en Blikar vilja næla í öll þrjú stigin þar sem liðið stefnir á Evrópusæti. Að honum loknum eða klukkan 20:00 er komið að leik Stjörnunnar og FH. Gestirnir unnu leik liðanna í Mjólkurbikarnum nýverið en skömmu áður hafði Stjarnan stolið þremur stigum gegn FH á síðustu sekúndum leiksins. Það verður því forvitnilegt að sjá hvað gerist í kvöld. Klukkan 22:10 er svo komið að Dominos Körfuboltakvöldi kvenna. Stöð 2 Sport 2 Arsenal heimsækir Englandsmeistara Liverpool heim í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins. Liverpool vann leik liðanna í deildinni á dögunum 3-1 og það er ljóst að Arsenal á erfitt verkefni fyrir höndum. Rúnar Alex Rúnarsson gæti byrjað sinn fyrsta leik fyrir Arsenal í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45 en útsending tíu mínútur fyrr. Stöð 2 Sport 3 Dominos deild karla í körfubolta fer af stað í kvöld með tveimur leikjum. Nýliðar Hattar fá Grindavík í heimsókn á Egilsstaði. Útsending hefst klukkan 18:20. Íslandsmeistarar KR fá Njarðvík í heimsókn í DHL-höllina í Vesturbæ Reykjavíkur í síðari leiknum en útsending hefst klukkan 20:10. Stöð 2 Sport 4 Fyrir þá sem fá ekki nóg af fótbolta þá sýnum við einnig tvo leiki beint úr spænska boltanum. Sevilla tekur á móti Levante í fyrri leik dagsins og hefst útsending klukkan 16:50. Fýlupúkinn Lionel Messi og samherjar hans í Barcelona mæta svo Celta Vigo í síðari leik dagsins sem hefst klukkan 19:20. Golfstöðin Frá klukkan 10:30 til 16:25 sýnum við beint frá Opna skoska sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Klukkan 17:00 hefst útsending af Shoprite Classic-mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Klukkan 20:00 er svo Sanders Farm-meistaramótið á dagskrá en það er hluti af PGA-mótaröðinni. Hér má sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása í dag. Hér má sjá allar beinar útsendingar sem framundan eru. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Golf Dominos-deild karla Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Sjá meira
Að venju er nóg um að vera í besta sætinu í dag. Við sýnum beint frá því er dregið verður í riðla í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, leikir í Pepsi Max sem og Dominos deildum karla, Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Arsenal heimsækja Anfield í enska deildarbikarnum. Þá sýnum við einnig Dominos Körfuboltakvöld kvenna sem og tvo leiki úr spænsku deildinni. Einnig er nóg um að vera á golfstöðinni. Ekki nema sjö leikir og þrjú golfmót í beinni útsendingu í dag Klukkan 15:00 hefst útsending frá drættinum í Meistaradeild Evrópu. Tvö Íslendingalið eru í pottinum en landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson leikur með Olympiacos í Grikklandi. Mikael Neville Anderson er svo á mála hjá ríkjandi Danmerkur meisturum í Midtjylland. Þau ásamt öllum helstu stórliðum Evrópu verða dregin í riðla í dag. Liðunum er skipt niður í fjóra styrkleikaflokka og lið frá sama landi geta ekki dregist saman í riðil. Klukkan 17:45 færum við okku ryfir í íslenska boltann og sýnum leik Breiðabliks og KA í Pepsi Max deild karla í beinni útsendingu. KA hefur náð vopnum sínum og leikið vel undanfarið en Blikar vilja næla í öll þrjú stigin þar sem liðið stefnir á Evrópusæti. Að honum loknum eða klukkan 20:00 er komið að leik Stjörnunnar og FH. Gestirnir unnu leik liðanna í Mjólkurbikarnum nýverið en skömmu áður hafði Stjarnan stolið þremur stigum gegn FH á síðustu sekúndum leiksins. Það verður því forvitnilegt að sjá hvað gerist í kvöld. Klukkan 22:10 er svo komið að Dominos Körfuboltakvöldi kvenna. Stöð 2 Sport 2 Arsenal heimsækir Englandsmeistara Liverpool heim í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins. Liverpool vann leik liðanna í deildinni á dögunum 3-1 og það er ljóst að Arsenal á erfitt verkefni fyrir höndum. Rúnar Alex Rúnarsson gæti byrjað sinn fyrsta leik fyrir Arsenal í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45 en útsending tíu mínútur fyrr. Stöð 2 Sport 3 Dominos deild karla í körfubolta fer af stað í kvöld með tveimur leikjum. Nýliðar Hattar fá Grindavík í heimsókn á Egilsstaði. Útsending hefst klukkan 18:20. Íslandsmeistarar KR fá Njarðvík í heimsókn í DHL-höllina í Vesturbæ Reykjavíkur í síðari leiknum en útsending hefst klukkan 20:10. Stöð 2 Sport 4 Fyrir þá sem fá ekki nóg af fótbolta þá sýnum við einnig tvo leiki beint úr spænska boltanum. Sevilla tekur á móti Levante í fyrri leik dagsins og hefst útsending klukkan 16:50. Fýlupúkinn Lionel Messi og samherjar hans í Barcelona mæta svo Celta Vigo í síðari leik dagsins sem hefst klukkan 19:20. Golfstöðin Frá klukkan 10:30 til 16:25 sýnum við beint frá Opna skoska sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Klukkan 17:00 hefst útsending af Shoprite Classic-mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Klukkan 20:00 er svo Sanders Farm-meistaramótið á dagskrá en það er hluti af PGA-mótaröðinni. Hér má sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása í dag. Hér má sjá allar beinar útsendingar sem framundan eru.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Golf Dominos-deild karla Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Sjá meira