Ef kallið kemur mæti ég glaður og geri mitt allra besta Runólfur Trausti Þórhallsson og Svava Kristín Grétarsdóttir skrifa 30. september 2020 19:30 Birkir Már fagnar marki sínu gegn FH. Sigurðru Egill Lárusson fylgir í humátt. Vísir/Vilhelm Birkir Már Sævarsson hefur átt frábært sumar í hægri bakverðinum hjá Val sem stefnir hraðbyr að Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu. Ekki nóg með það heldur hefur Birkir Már óvænt skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum Vals. Eitthvað sem er heldur óvanalegt ef horft er til ferils hans undanfarinn áratug eða svo. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Birki Má að Hlíðarenda í dag fyrir Sportpakka Stöðvar 2. Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan. Klippa: Birkir Már er klár ef kallið kemur „Mér finnst ég nú svo sem búinn að spila ágætlega í sumar, mörkin eru svo bara skemmtilegur bónus,“ sagði Birkir Már og glotti aðspurður hvort það væri uppgangur í leik hans. „Spilamennska liðsins hjálpar mikið til, ég fæ að koma mikið með í sóknina og lendi í aðstæðum þar sem ég gæti annað hvort lagt upp eða skorað mörk. Ég væri vissulega til í að vera með aðeins fleiri stoðsendingar en mörkin allavega koma og það er jákvætt.“ „Ég hef í rauninni ekki breytt neinu, þetta hefur bara fallið fyrir mig í síðustu vikunni. Ég er alveg búinn að fá færi til að skora í sumar en hef klúðrað þeim. Nú er þetta svo allt að detta,“ sagði Birkir Már um þessa óvæntu markasyrpu sína. Birkir Már fagnar gegn FH en hann skoraði tvívegis í 4-1 sigri Valsmanna.Vísir/Vilhelm „Ég hef svo enga skoðun á því hvort ég eigi að vera valinn eða ekki, þeir sem eru búnir að vera spila þarna hafa staðið sig vel. Mér finnst ég ekkert eiga það meira skilið en einhver annar. Ég reyni bara að standa mig vel fyrir Val og ef landsliðsþjálfaranum að ég eigi skilið að koma inn í liðið þá mæti ég ef þeir vilja fá mig,“ sagði Birkir um mögulega endurkomu sína í landsliðið. „Mér finnst ég eiga heima þarna og finnst ég eiga heilmikið inni. Ef kallið kemur mæti ég glaður og geri mitt allra besta.“ „Stefni á bakvarðargullskóinn innan Vals allavega. Ég er með einu marki meira en Valli [Valgeir Lunddal Friðriksson] og ég ætla að halda því áfram,“ sagði Birkir Már að lokum varðandi hvort hann stefndi ekki á gullskóinn úr því sem komið er. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 1-1 | Birkir Már kom Val til bjargar á síðust stundu Valsmenn náðu inn jöfnunarmarki á síðustu stundu gegn Breiðablik að Hlíðarenda í kvöld. 27. september 2020 22:30 Birkir Már: Markaskorun mín kemur mér meira á óvart en Covid 19 faraldurinn „Þetta var áframhald á góðri frammistöðu frá síðasta leik og erum við að sýna að við erum besta lið á Íslandi í dag,” sagði Birkir Már Sævarsson, bakvörður Vals, ánægður eftir 4-1 sigur á FH. 24. september 2020 19:26 Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 1-4 | Valsmenn með níu fingur á titlinum Valur er með ellefu stiga forskoti á toppnum eftir sigur í Krikanum. 24. september 2020 19:20 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Sjá meira
Birkir Már Sævarsson hefur átt frábært sumar í hægri bakverðinum hjá Val sem stefnir hraðbyr að Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu. Ekki nóg með það heldur hefur Birkir Már óvænt skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum Vals. Eitthvað sem er heldur óvanalegt ef horft er til ferils hans undanfarinn áratug eða svo. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Birki Má að Hlíðarenda í dag fyrir Sportpakka Stöðvar 2. Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan. Klippa: Birkir Már er klár ef kallið kemur „Mér finnst ég nú svo sem búinn að spila ágætlega í sumar, mörkin eru svo bara skemmtilegur bónus,“ sagði Birkir Már og glotti aðspurður hvort það væri uppgangur í leik hans. „Spilamennska liðsins hjálpar mikið til, ég fæ að koma mikið með í sóknina og lendi í aðstæðum þar sem ég gæti annað hvort lagt upp eða skorað mörk. Ég væri vissulega til í að vera með aðeins fleiri stoðsendingar en mörkin allavega koma og það er jákvætt.“ „Ég hef í rauninni ekki breytt neinu, þetta hefur bara fallið fyrir mig í síðustu vikunni. Ég er alveg búinn að fá færi til að skora í sumar en hef klúðrað þeim. Nú er þetta svo allt að detta,“ sagði Birkir Már um þessa óvæntu markasyrpu sína. Birkir Már fagnar gegn FH en hann skoraði tvívegis í 4-1 sigri Valsmanna.Vísir/Vilhelm „Ég hef svo enga skoðun á því hvort ég eigi að vera valinn eða ekki, þeir sem eru búnir að vera spila þarna hafa staðið sig vel. Mér finnst ég ekkert eiga það meira skilið en einhver annar. Ég reyni bara að standa mig vel fyrir Val og ef landsliðsþjálfaranum að ég eigi skilið að koma inn í liðið þá mæti ég ef þeir vilja fá mig,“ sagði Birkir um mögulega endurkomu sína í landsliðið. „Mér finnst ég eiga heima þarna og finnst ég eiga heilmikið inni. Ef kallið kemur mæti ég glaður og geri mitt allra besta.“ „Stefni á bakvarðargullskóinn innan Vals allavega. Ég er með einu marki meira en Valli [Valgeir Lunddal Friðriksson] og ég ætla að halda því áfram,“ sagði Birkir Már að lokum varðandi hvort hann stefndi ekki á gullskóinn úr því sem komið er.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 1-1 | Birkir Már kom Val til bjargar á síðust stundu Valsmenn náðu inn jöfnunarmarki á síðustu stundu gegn Breiðablik að Hlíðarenda í kvöld. 27. september 2020 22:30 Birkir Már: Markaskorun mín kemur mér meira á óvart en Covid 19 faraldurinn „Þetta var áframhald á góðri frammistöðu frá síðasta leik og erum við að sýna að við erum besta lið á Íslandi í dag,” sagði Birkir Már Sævarsson, bakvörður Vals, ánægður eftir 4-1 sigur á FH. 24. september 2020 19:26 Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 1-4 | Valsmenn með níu fingur á titlinum Valur er með ellefu stiga forskoti á toppnum eftir sigur í Krikanum. 24. september 2020 19:20 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Sjá meira
Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 1-1 | Birkir Már kom Val til bjargar á síðust stundu Valsmenn náðu inn jöfnunarmarki á síðustu stundu gegn Breiðablik að Hlíðarenda í kvöld. 27. september 2020 22:30
Birkir Már: Markaskorun mín kemur mér meira á óvart en Covid 19 faraldurinn „Þetta var áframhald á góðri frammistöðu frá síðasta leik og erum við að sýna að við erum besta lið á Íslandi í dag,” sagði Birkir Már Sævarsson, bakvörður Vals, ánægður eftir 4-1 sigur á FH. 24. september 2020 19:26
Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 1-4 | Valsmenn með níu fingur á titlinum Valur er með ellefu stiga forskoti á toppnum eftir sigur í Krikanum. 24. september 2020 19:20