Kappræðurnar sagðar skammarlegar fyrir bandarískt lýðræði Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2020 11:14 Ritstjóri Politico segir kappræðurnar hafa verið svo skömmustulegar að þær hafi smánað Bandaríkin. AP/Julio Cortez Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru margir hverjir sannfærðir um að að fyrstu kappræður Donald Trump og Joe Biden hafi ekki verið álitlegar. Í rauninni hafi þær verið skammarlegar fyrir Bandaríkin og bandarískt lýðræði. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum, óreiðu og deilum og var farið heldur frjálslega með sannleikann. Ritstjóri Politico segir kappræðurnar hafa verið svo skömmustulegar að þær hafi smánað Bandaríkin. Hámarki skammarinnar hafi verið náð og sagði hann að kappræðurnar yrðu myrkur blettur á Bandaríkjunum í áraraðir. Trump kallaði Biden meðal annars heimskan og Biden kallaði forsetann trúð og rasista, svo eitthvað sé nefnt. Jake Tapper, fréttamaður CNN, sagði kvöldið hafa verið smánarlegt og þar hafi að mestu verið Trump um að kenna. "That was a hot mess, inside a dumpster fire, inside a train wreck, says @JakeTapper about the first presidential debate between Pres. Trump and Joe Biden. We ll talk about who won the debate, who lost the debate ... One thing for sure, the American people lost. #Debates2020 pic.twitter.com/wjMnUmt2WS— The Lead CNN (@TheLeadCNN) September 30, 2020 Chris Cillizza, annar starfsmaður CNN, segir engan hafa unnið kappræðurnar. Kjósendur hafi ekkert lært um fyrir hvað frambjóðendurnir standa og hvaða málefnum þeir aðhyllast. „Þetta voru, án efa, verstu kappræður sem ég hef orðið vitni að í tvo áratugi í þessu starfi,“ skrifaði Cillizza. Hann vísaði sömuleiðis til Trump og sagði hann hafa hagað sér dónalega í kappræðunum og virt reglur kvöldsins að vettugi. Blaðamaður Atlantic segir nóttina hafa verið „viðbjóðslega“ fyrir lýðræðið. Donald Trump hafi valdið því og Chris Wallace, stjórnandi kappræðanna, hafi leyft honum það. Howard Kurtz, frá Fox News, segir kappræðurnar hafa verið lítið annað en áflog og öskurkeppni. Líklegast hafi kappræðurnar engu breytt fyrir kjósendur, nema kannski þá sem hafi metið frambjóðendur eftir kurteisi þeirra. Greinandi BBC segir að „Twitter-Trump“ hafi mætt á sviðið í Cleveland. Það hafi ekki verið fallegt og vísar hann til eþss að kannanir sýni að meirihluti Bandaríkjamanna þyki Trump ekki haga sér vel á Twitter. Það sé meðal ástæðna fyrir því að forsetinn komi ekki vel út úr kappræðunum. Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, sló á svipaða strengi og segist ótta að raunverulegur tapari næturinnar hafi verið ímynd bandarísks lýðræðis í heiminum. I fear the real loser of the Trump-Biden debate was the image of democracy in the wider world. pic.twitter.com/kt6LPsBqov— Carl Bildt (@carlbildt) September 30, 2020 Ljóst er að minnst einn hópur telur sig hafa unnið mikinn sigur í nótt. Það er fjar-hægri öfgahópurinn Proud Boys. Hópurinn hefur verið skilgreindur sem öfgasamtök og hafa yfirvöld bendlað þá margsinnis við ofbeldi í tengslum við mótmæli í Bandaríkjunum á undanförnum misserum. Trump virtist ekki vilja fordæma hópinn, og aðra þjóðernissinna, og í samtölum sín á milli lýstu meðlimir Proud Boys strax yfir miklum sigri. Seinna ræddu þeir um að nýliðum hefði fjölgað í kjölfar kappræðanna, samkvæmt frétt New York Times. Þáttastjórnendur spjallþátta Bandaríkjanna gerðu stólpagrín að kappræðunum í nótt. Þeir voru allir á því að heilt yfir hafi þær verið hræðilegar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Snjóflóð“ lyga frá forsetanum Frammistöðu Trumps hefur verið líkt við framgöngu hans á kosningafundum hans, þar sem forsetinn hefur sjaldan látið sannleikann standa í vegi fyrir sér. 30. september 2020 09:25 Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30 Fyrstu kappræður Trumps og Bidens Í nótt fara fram fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 29. september 2020 23:31 Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01 Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira
Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru margir hverjir sannfærðir um að að fyrstu kappræður Donald Trump og Joe Biden hafi ekki verið álitlegar. Í rauninni hafi þær verið skammarlegar fyrir Bandaríkin og bandarískt lýðræði. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum, óreiðu og deilum og var farið heldur frjálslega með sannleikann. Ritstjóri Politico segir kappræðurnar hafa verið svo skömmustulegar að þær hafi smánað Bandaríkin. Hámarki skammarinnar hafi verið náð og sagði hann að kappræðurnar yrðu myrkur blettur á Bandaríkjunum í áraraðir. Trump kallaði Biden meðal annars heimskan og Biden kallaði forsetann trúð og rasista, svo eitthvað sé nefnt. Jake Tapper, fréttamaður CNN, sagði kvöldið hafa verið smánarlegt og þar hafi að mestu verið Trump um að kenna. "That was a hot mess, inside a dumpster fire, inside a train wreck, says @JakeTapper about the first presidential debate between Pres. Trump and Joe Biden. We ll talk about who won the debate, who lost the debate ... One thing for sure, the American people lost. #Debates2020 pic.twitter.com/wjMnUmt2WS— The Lead CNN (@TheLeadCNN) September 30, 2020 Chris Cillizza, annar starfsmaður CNN, segir engan hafa unnið kappræðurnar. Kjósendur hafi ekkert lært um fyrir hvað frambjóðendurnir standa og hvaða málefnum þeir aðhyllast. „Þetta voru, án efa, verstu kappræður sem ég hef orðið vitni að í tvo áratugi í þessu starfi,“ skrifaði Cillizza. Hann vísaði sömuleiðis til Trump og sagði hann hafa hagað sér dónalega í kappræðunum og virt reglur kvöldsins að vettugi. Blaðamaður Atlantic segir nóttina hafa verið „viðbjóðslega“ fyrir lýðræðið. Donald Trump hafi valdið því og Chris Wallace, stjórnandi kappræðanna, hafi leyft honum það. Howard Kurtz, frá Fox News, segir kappræðurnar hafa verið lítið annað en áflog og öskurkeppni. Líklegast hafi kappræðurnar engu breytt fyrir kjósendur, nema kannski þá sem hafi metið frambjóðendur eftir kurteisi þeirra. Greinandi BBC segir að „Twitter-Trump“ hafi mætt á sviðið í Cleveland. Það hafi ekki verið fallegt og vísar hann til eþss að kannanir sýni að meirihluti Bandaríkjamanna þyki Trump ekki haga sér vel á Twitter. Það sé meðal ástæðna fyrir því að forsetinn komi ekki vel út úr kappræðunum. Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, sló á svipaða strengi og segist ótta að raunverulegur tapari næturinnar hafi verið ímynd bandarísks lýðræðis í heiminum. I fear the real loser of the Trump-Biden debate was the image of democracy in the wider world. pic.twitter.com/kt6LPsBqov— Carl Bildt (@carlbildt) September 30, 2020 Ljóst er að minnst einn hópur telur sig hafa unnið mikinn sigur í nótt. Það er fjar-hægri öfgahópurinn Proud Boys. Hópurinn hefur verið skilgreindur sem öfgasamtök og hafa yfirvöld bendlað þá margsinnis við ofbeldi í tengslum við mótmæli í Bandaríkjunum á undanförnum misserum. Trump virtist ekki vilja fordæma hópinn, og aðra þjóðernissinna, og í samtölum sín á milli lýstu meðlimir Proud Boys strax yfir miklum sigri. Seinna ræddu þeir um að nýliðum hefði fjölgað í kjölfar kappræðanna, samkvæmt frétt New York Times. Þáttastjórnendur spjallþátta Bandaríkjanna gerðu stólpagrín að kappræðunum í nótt. Þeir voru allir á því að heilt yfir hafi þær verið hræðilegar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Snjóflóð“ lyga frá forsetanum Frammistöðu Trumps hefur verið líkt við framgöngu hans á kosningafundum hans, þar sem forsetinn hefur sjaldan látið sannleikann standa í vegi fyrir sér. 30. september 2020 09:25 Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30 Fyrstu kappræður Trumps og Bidens Í nótt fara fram fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 29. september 2020 23:31 Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01 Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira
„Snjóflóð“ lyga frá forsetanum Frammistöðu Trumps hefur verið líkt við framgöngu hans á kosningafundum hans, þar sem forsetinn hefur sjaldan látið sannleikann standa í vegi fyrir sér. 30. september 2020 09:25
Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30
Fyrstu kappræður Trumps og Bidens Í nótt fara fram fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 29. september 2020 23:31
Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01