Bransadagar á RIFF Stefán Árni Pálsson skrifar 30. september 2020 16:35 Frá RIFF spjalli á dögunum. Hinir árlegu Bransadagar RIFF verða settir fimmtudaginn 1. október. Í ár er lögð áhersla á að kynna ný, íslensk verk í vinnslu og kvikmyndalandið Ísland auk þess sem rýnt verður í þær áskoranir sem blasa við kvikmyndaheiminum í kjölfar heimsfaraldurs. Framsögumenn eru m.a. Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps Símans, Baltasar Kormákur, leikstjóri og eigandi RVK Studios og Anna Vigdís Gísladóttir, framleiðandi hjá Sagafilm. Á fimmtudag stýrir Frédéric Boyer, sem fer fyrir dagskrárnefnd RIFF, Verki í vinnslu, í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands þar sem kvikmyndagerðarfólki með verk í vinnslu býðst að komast í tengsl við söluaðila, hátíðir, sjóði og dreifingaraðila. Verkin sem taka þátt í viðburðinum eru Skjálfti, Wolka, Band, This Is Not a Band, Raising the Bar, Vegferðin, Systrabönd og Ófærð 3. VOD-ið lausnin Á fimmtudag fara einnig fram pallborðsumræður tileinkaðar VOD á Íslandi sem stjórnað verður af Ásgrími Sverrissyni, leikstjóra og handritshöfundi. Því verður velt upp hvort VOD-ið verði lausnin varðandi seinkun kvikmyndafrumsýninga vegna heimsfaraldur eða hvort horfi fram á stríð á milli kvikmyndahúsa og streymisveita. Framsögumenn eru Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps Símans, Þóra Björg Clausen, rekstrarstjóri nýmiðla hjá Sýn og Hörður Rúnarsson, framkvæmdastjóri Glassriver. Á föstudag eru á dagskrá pallborðsumræður um kvikmyndagerð á Íslandi sem hefur blómstrað mjög síðustu mánuði þrátt fyrir breyttar aðstæður. Þátttakendur verða leiddir í allan sannleik um það hvers vegna Ísland sé kjörinn staður til að taka upp kvikmyndir. Stjórnandi er Bergur Ebbi og framsögumenn Einar Hansen Tómasson, framkvæmdastjóri Film in Iceland, Leifur Dagfinnsson, framkvæmdastjóri TrueNorth og Baltasar Kormákur, leikstjóri og eigandi RVK Studios. Loka viðburður Bransadaga RIFF er svokallað RIFF Talks í anda Ted Talks þar sem kvikmyndagerðarfólk og aðrir úr bransanum deila sinni reynslu með áhorfendum. Stjórnandi er Níels Thibord Girerd og fram koma Sunneva Ása Weisshappel, Ugla Hauksdóttir, Vigfús Þormar Gunnarsson og Rob Tasker. Allir viðburðir fara fram á ensku. Öllum viðburðum verður streymt beint á miðlum RIFF og Verk í vinnslu og pallborðsumræður um kvikmyndagerð á Íslandi einnig á Vísi. Takmarkaður gestafjöldi getur sótt viðburðina í Norræna Húsinu en aðeins skráðir meðlimir fá aðgang að Verk í Vinnslu. Aðrir viðburðir eru opnir en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram. Nánari tímasetningar og skráning á viðburði hér. RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Hinir árlegu Bransadagar RIFF verða settir fimmtudaginn 1. október. Í ár er lögð áhersla á að kynna ný, íslensk verk í vinnslu og kvikmyndalandið Ísland auk þess sem rýnt verður í þær áskoranir sem blasa við kvikmyndaheiminum í kjölfar heimsfaraldurs. Framsögumenn eru m.a. Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps Símans, Baltasar Kormákur, leikstjóri og eigandi RVK Studios og Anna Vigdís Gísladóttir, framleiðandi hjá Sagafilm. Á fimmtudag stýrir Frédéric Boyer, sem fer fyrir dagskrárnefnd RIFF, Verki í vinnslu, í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands þar sem kvikmyndagerðarfólki með verk í vinnslu býðst að komast í tengsl við söluaðila, hátíðir, sjóði og dreifingaraðila. Verkin sem taka þátt í viðburðinum eru Skjálfti, Wolka, Band, This Is Not a Band, Raising the Bar, Vegferðin, Systrabönd og Ófærð 3. VOD-ið lausnin Á fimmtudag fara einnig fram pallborðsumræður tileinkaðar VOD á Íslandi sem stjórnað verður af Ásgrími Sverrissyni, leikstjóra og handritshöfundi. Því verður velt upp hvort VOD-ið verði lausnin varðandi seinkun kvikmyndafrumsýninga vegna heimsfaraldur eða hvort horfi fram á stríð á milli kvikmyndahúsa og streymisveita. Framsögumenn eru Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps Símans, Þóra Björg Clausen, rekstrarstjóri nýmiðla hjá Sýn og Hörður Rúnarsson, framkvæmdastjóri Glassriver. Á föstudag eru á dagskrá pallborðsumræður um kvikmyndagerð á Íslandi sem hefur blómstrað mjög síðustu mánuði þrátt fyrir breyttar aðstæður. Þátttakendur verða leiddir í allan sannleik um það hvers vegna Ísland sé kjörinn staður til að taka upp kvikmyndir. Stjórnandi er Bergur Ebbi og framsögumenn Einar Hansen Tómasson, framkvæmdastjóri Film in Iceland, Leifur Dagfinnsson, framkvæmdastjóri TrueNorth og Baltasar Kormákur, leikstjóri og eigandi RVK Studios. Loka viðburður Bransadaga RIFF er svokallað RIFF Talks í anda Ted Talks þar sem kvikmyndagerðarfólk og aðrir úr bransanum deila sinni reynslu með áhorfendum. Stjórnandi er Níels Thibord Girerd og fram koma Sunneva Ása Weisshappel, Ugla Hauksdóttir, Vigfús Þormar Gunnarsson og Rob Tasker. Allir viðburðir fara fram á ensku. Öllum viðburðum verður streymt beint á miðlum RIFF og Verk í vinnslu og pallborðsumræður um kvikmyndagerð á Íslandi einnig á Vísi. Takmarkaður gestafjöldi getur sótt viðburðina í Norræna Húsinu en aðeins skráðir meðlimir fá aðgang að Verk í Vinnslu. Aðrir viðburðir eru opnir en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram. Nánari tímasetningar og skráning á viðburði hér.
RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira