Stjórnvöld hafi ekki sinnt skyldu sinni við innleiðingu Barnasáttmálans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. september 2020 09:49 Börn á siglinganámskeiði í Nauthólsvík á fallegum sumardegi. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld hafa ekki sinnt skyldu sinni við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fjölga þarf tækifærum fyrir börn og ungmenni til að taka þátt. Stjórnvöld þurfa að tryggja betur aðstoð við börn af erlendum uppruna, fötluð börn og börn sem búa við fátækt. Þetta eru niðurstöður níu frjálsra félagasamtaka um stöðu mannréttinda barna á Íslandi sem hafa skilað skýrslu til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Unnið hefur verið að skýrslunni síðan 2018. Skýrslan fjallar um réttindi barna með einum eða öðrum hætti. „Frá því að Ísland skilaði síðustu skýrslum sínum til Barnaréttarnefndarinnar hefur margt þróast í rétta átt en þó er margt sem bæta þarf svo börn á Íslandi geti notið allra þeirra réttinda sem getið er um í Barnasáttmálanum,“ segir í tilkynningu frá samtökunum í dag. Félagasamtökin níu eru Barnaheill, Heimili og skóli, Rauði krossinn, SAFT, Samfés, UMFÍ, Unicef, Þroskahjálp og ÖBÍ. Meðal þeirra athugasemda sem koma fram í viðbótarskýrslu félagasamtakanna níu er að: • Stjórnvöld hafi ekki sinnt skyldu sinni við innleiðingu Barnasáttmálans. Lagt er til að stjórnvöld geri m.a. landsáætlun um innleiðingu sáttmálans og gefi út leiðbeiningar til þeirra sem taka ákvarðanir í málefnum barna um hvernig eigi að meta hvað sé barni fyrir bestu. • Auka þarf tækifæri barna og ungmenna til þátttöku í málefnum sem þau varðar. Stjórnvöld þurfa að sýna frumkvæði í að bjóða börnum að tjá skoðanir sínar í öllum aðstæðum og bera ábyrgð á að fræða almenning um tjáningarrétt barna óháð aldri. Sérstaklega skal tryggja aðstoð við börn af erlendum uppruna, fötluð börn, börn sem búa við fátækt og aðra hópa barna sem mæta hindrunum. Ennfremur er afar mikilvægt að íslenska ríkið undirriti og fullgildi þriðju valfrjálsu bókun Barnasáttmálans um kvörtunarleiðir til Barnaréttarnefndarinnar, og opni þannig aðgang fyrir börn til að kvarta undan meðferð stjórnvalda á málum sínum, án mismununar. • Nauðsynlegt er að setja á fót sjálfstæða mannréttindastofnun á Íslandi en hingað til hefur Mannréttindaskrifstofa Íslands, sem rekin er af frjálsum félagasamtökum, sinnt störfum mannréttindastofnunar • Eftirlit og samræming á starfsemi barnaverndarnefnda sé ábótavant og skuli eflt til muna. Þá skuli barnaverndarnefndir verða skipaðar fagfólki og látið verði af pólitískum skipunum. Úttekt verði gerð á barnavernd fylgdarlausra barna sem sækja um alþjóðlega vernd. • Tryggja þarf að fötluð börn njóti tækifæra og mannréttinda sem þeim ber samkvæmt Barnasáttmálanum og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, til jafns við önnur börn. Vöntun er á áreiðanlegri tölfræði um stöðu þeirra til að hægt sé að grípa til ráðstafana til að tryggja réttindi þeirra og verja fyrir mismunun og ofbeldi. Stórauka þarf tækifæri til náms, vinnu, menningar og tómstunda fyrir fötluð börn og ungmenni og jafnframt að tryggja rétt þeirra til hjálpartækja, m.a. fyrir börn sem búa á tveimur heimilum til að þau hafi raunveruleg tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu, eins og önnur börn. Börn og uppeldi Sameinuðu þjóðirnar Félagasamtök Réttindi barna Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Stjórnvöld hafa ekki sinnt skyldu sinni við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fjölga þarf tækifærum fyrir börn og ungmenni til að taka þátt. Stjórnvöld þurfa að tryggja betur aðstoð við börn af erlendum uppruna, fötluð börn og börn sem búa við fátækt. Þetta eru niðurstöður níu frjálsra félagasamtaka um stöðu mannréttinda barna á Íslandi sem hafa skilað skýrslu til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Unnið hefur verið að skýrslunni síðan 2018. Skýrslan fjallar um réttindi barna með einum eða öðrum hætti. „Frá því að Ísland skilaði síðustu skýrslum sínum til Barnaréttarnefndarinnar hefur margt þróast í rétta átt en þó er margt sem bæta þarf svo börn á Íslandi geti notið allra þeirra réttinda sem getið er um í Barnasáttmálanum,“ segir í tilkynningu frá samtökunum í dag. Félagasamtökin níu eru Barnaheill, Heimili og skóli, Rauði krossinn, SAFT, Samfés, UMFÍ, Unicef, Þroskahjálp og ÖBÍ. Meðal þeirra athugasemda sem koma fram í viðbótarskýrslu félagasamtakanna níu er að: • Stjórnvöld hafi ekki sinnt skyldu sinni við innleiðingu Barnasáttmálans. Lagt er til að stjórnvöld geri m.a. landsáætlun um innleiðingu sáttmálans og gefi út leiðbeiningar til þeirra sem taka ákvarðanir í málefnum barna um hvernig eigi að meta hvað sé barni fyrir bestu. • Auka þarf tækifæri barna og ungmenna til þátttöku í málefnum sem þau varðar. Stjórnvöld þurfa að sýna frumkvæði í að bjóða börnum að tjá skoðanir sínar í öllum aðstæðum og bera ábyrgð á að fræða almenning um tjáningarrétt barna óháð aldri. Sérstaklega skal tryggja aðstoð við börn af erlendum uppruna, fötluð börn, börn sem búa við fátækt og aðra hópa barna sem mæta hindrunum. Ennfremur er afar mikilvægt að íslenska ríkið undirriti og fullgildi þriðju valfrjálsu bókun Barnasáttmálans um kvörtunarleiðir til Barnaréttarnefndarinnar, og opni þannig aðgang fyrir börn til að kvarta undan meðferð stjórnvalda á málum sínum, án mismununar. • Nauðsynlegt er að setja á fót sjálfstæða mannréttindastofnun á Íslandi en hingað til hefur Mannréttindaskrifstofa Íslands, sem rekin er af frjálsum félagasamtökum, sinnt störfum mannréttindastofnunar • Eftirlit og samræming á starfsemi barnaverndarnefnda sé ábótavant og skuli eflt til muna. Þá skuli barnaverndarnefndir verða skipaðar fagfólki og látið verði af pólitískum skipunum. Úttekt verði gerð á barnavernd fylgdarlausra barna sem sækja um alþjóðlega vernd. • Tryggja þarf að fötluð börn njóti tækifæra og mannréttinda sem þeim ber samkvæmt Barnasáttmálanum og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, til jafns við önnur börn. Vöntun er á áreiðanlegri tölfræði um stöðu þeirra til að hægt sé að grípa til ráðstafana til að tryggja réttindi þeirra og verja fyrir mismunun og ofbeldi. Stórauka þarf tækifæri til náms, vinnu, menningar og tómstunda fyrir fötluð börn og ungmenni og jafnframt að tryggja rétt þeirra til hjálpartækja, m.a. fyrir börn sem búa á tveimur heimilum til að þau hafi raunveruleg tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu, eins og önnur börn.
Börn og uppeldi Sameinuðu þjóðirnar Félagasamtök Réttindi barna Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira