Sýknaðir vegna eyðileggingar Babri-moskunnar í Ayodhya Atli Ísleifsson skrifar 30. september 2020 08:39 Öryggisgæsla var mikil fyrir utan dómshúsið í Lucknow í morgun. AP Dómstóll í Indlandi hefur sýknað leiðtoga úr röðum stjórnarflokksins BJP af ákæru um að hafa átt þátt í eyðileggingu Babri-moskunnar í bænum Ayodhya árið 1992. Fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherrann LK Advani, auk þeirra MM Joshi og Uma Bharti, voru í hópi þeirra sem neituðu sök um að hafa egnt flokka hindúa til að rífa niður Babri-moskuna, sem reist var á sextándu öld. Eyðilegging moskunnar leiddi til átaka sem verð til þess að um tvö þúsund manns dóu. BBC segir frá því að atburðurinn hafi skipt sköpum í pólitískum uppgangi hægrisinnaðra hindúa í landinu. Bæði opinberar og óháðar rannsóknarnefndir höfðu bendlað háttsetta leiðtoga í Bharatiya Janata-flokknum (BJP) við málið, þar á meðal fyrrverandi forsætisráðherrann Atal Behari Vajpayee sem lést árið 2018. Árið 1993 voru ákærður gefnar út gegn 49 einstaklingum þar á meðal Advani, Joshi og Bharti. Sautján þeirra eru nú látnir, en dómstóllinn sýknaði hina fyrr í dag. Spenna í samskiptum hindúa og múslima Mikil spenna hefur verið í samskiptum hindúa og múslima í Indlandi síðustu ár, ekki síst vegna atburðarins í Ayodhya og eftirmála hans. Múslimar í Indlandi eru um 200 milljónir talsins, en engu að síður í miklum minnihluta. Tæpt er ár nú síðan að hæstiréttur Indlands kvað upp dóm sem veitti hindúum heimild til að reisa hindúahof á lóð Babri-moskunnar í Ayodhya. Deilur hafa lengi staðið um landsvæðið, en hæstiréttur kvað upp þann dóm að landið skuli komið í hendur félags sem muni halda utan um byggingu hindúahofs, háð ákveðnum skilyrðum. Þá skuli tveggja hektara land skammt frá vera komið í hendur múslima, til að reisa þar nýja mosku. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands og leiðtogi BJP, lagði hornstein að nýju hindúahofi á staðnum í síðasta mánuði. Umdeildur reitur Ayodhya er að finna í norðurhluta Indlands um 550 kílómetrum austur af höfuðborginni Nýju-Delí. Hindúar fullyrða að Ram – holdgervingur guðsins Vishnu – hafi verið fæddur í Ayodhya og að hof, helgað honum, hafi verið á svæðinu. Babur, fyrsti keisari Mughal-ríkisins svokallaða, hafi hins vegar látið reisa mosku ofan á hofinu á sextándu öld. Hindúar hafa lengi barist fyrir því að láta reisa nýtt hof, á meðan múslimar hafa viljað sjá nýja mosku rísa. Indland Trúmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Dómstóll í Indlandi hefur sýknað leiðtoga úr röðum stjórnarflokksins BJP af ákæru um að hafa átt þátt í eyðileggingu Babri-moskunnar í bænum Ayodhya árið 1992. Fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherrann LK Advani, auk þeirra MM Joshi og Uma Bharti, voru í hópi þeirra sem neituðu sök um að hafa egnt flokka hindúa til að rífa niður Babri-moskuna, sem reist var á sextándu öld. Eyðilegging moskunnar leiddi til átaka sem verð til þess að um tvö þúsund manns dóu. BBC segir frá því að atburðurinn hafi skipt sköpum í pólitískum uppgangi hægrisinnaðra hindúa í landinu. Bæði opinberar og óháðar rannsóknarnefndir höfðu bendlað háttsetta leiðtoga í Bharatiya Janata-flokknum (BJP) við málið, þar á meðal fyrrverandi forsætisráðherrann Atal Behari Vajpayee sem lést árið 2018. Árið 1993 voru ákærður gefnar út gegn 49 einstaklingum þar á meðal Advani, Joshi og Bharti. Sautján þeirra eru nú látnir, en dómstóllinn sýknaði hina fyrr í dag. Spenna í samskiptum hindúa og múslima Mikil spenna hefur verið í samskiptum hindúa og múslima í Indlandi síðustu ár, ekki síst vegna atburðarins í Ayodhya og eftirmála hans. Múslimar í Indlandi eru um 200 milljónir talsins, en engu að síður í miklum minnihluta. Tæpt er ár nú síðan að hæstiréttur Indlands kvað upp dóm sem veitti hindúum heimild til að reisa hindúahof á lóð Babri-moskunnar í Ayodhya. Deilur hafa lengi staðið um landsvæðið, en hæstiréttur kvað upp þann dóm að landið skuli komið í hendur félags sem muni halda utan um byggingu hindúahofs, háð ákveðnum skilyrðum. Þá skuli tveggja hektara land skammt frá vera komið í hendur múslima, til að reisa þar nýja mosku. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands og leiðtogi BJP, lagði hornstein að nýju hindúahofi á staðnum í síðasta mánuði. Umdeildur reitur Ayodhya er að finna í norðurhluta Indlands um 550 kílómetrum austur af höfuðborginni Nýju-Delí. Hindúar fullyrða að Ram – holdgervingur guðsins Vishnu – hafi verið fæddur í Ayodhya og að hof, helgað honum, hafi verið á svæðinu. Babur, fyrsti keisari Mughal-ríkisins svokallaða, hafi hins vegar látið reisa mosku ofan á hofinu á sextándu öld. Hindúar hafa lengi barist fyrir því að láta reisa nýtt hof, á meðan múslimar hafa viljað sjá nýja mosku rísa.
Indland Trúmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira