Stjórn GAMMA afturkallar tugmilljóna kaupauka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. september 2020 07:56 Máni Atlason er framkvæmdastjóri GAMMA. Hann tók við því starfi fyrir ári síðan þegar Valdimar Ármann hætti sem forstjóri félagsins. Vísir/Egill Ellefu fyrrverandi starfsmenn GAMMA, dótturfélags Kviku banka, fá ekki tugmilljóna kaupauka sem þeir áttu eftir að fá greidda út. Kaupaukarnir voru samþykktir haustið 2018 og í byrjun árs 2019 en ekki var búið að greiða þá út. Þá hefur stjórn GAMMA krafist þess að Valdimar Ármann, fyrrverandi forstjóri GAMMA, og Ingvi Hrafn Óskarsson, fyrrverandi sjóðstjóri hjá félaginu, endurgreiði GAMMA samtals um tólf milljónir króna vegna kaupauka sem þeir fengu greidda á árunum 2018 og 2019. Frá þessu er greint í Markaðnum í dag og haft eftir heimildum. Í frétt blaðsins kemur fram að fyrrverandi starfsmönnunum hafi verið tilkynnt um þessa ákvörðun í síðustu viku. Kaupaukagreiðslurnar komu til vegna góðrar afkomu GAMMA 2017 og 2018. Í samræmi við reglur Fjármálaeftirlitsins var hins vegar greiðslu 40 prósenta kaupaukans frestað um þrjú ár og nam því uppsöfnuð skuldbinding félagsins vegna bónusanna um 33 milljónum króna í árslok 2019. Afkoma GAMMA hefur hins vegar ekki verið góð síðustu misseri; samanlagt tap síðustu átján mánaða nemur 500 milljónum króna. Því var það mat stjórnar, að því er segir í frétt Markaðarins, að ekki væri rétt að standa við greiðslurnar þar sem afkoman hefði reynst lakari en áætlanir þáverandi stjórnenda gerðu ráð fyrir. Á meðal þeirra fyrrverandi starfsmanna sem munu ekki fá bónusana sína greidda að fullu eru Jónmundur Guðmarsson og Agnar Tómas Möller sem í dag starfa hjá Kviku eignastýringu. Ákvörðun stjórnar GAMMA að krefjast síðan endurgreiðslu frá þeim Valdimar og Ingva Hrafni tengist svo slæmri stöðu Novus-sjóðsins. Upplýst var um það fyrir ári síðan að eignir Upphafs, fasteignafélags í eigu Novus, hefðu verið stórlega ofmetnar. Virði félagsins var því úr 5,2 milljörðum króna í 40 milljónir og töpuðu sjóðfélagar því háum fjárhæðum. Ingvi Hrafn var sjóðstjóri Novus en hann hætti eftir að bág fjárhagsstaða sjóðsins kom í ljós. GAMMA Tengdar fréttir Greiðslur verktaka til lykilsstarfsmanns GAMMA tilkynntar til lögreglu Verktakafyrirtæki greiddi lykilstarfsmanni GAMMA tugmilljónir króna um svipað leiti og virði fasteignasjóðsins lækkaði verulega. Núverandi eigendur sjóðsins hafa tilkynnt málið til héraðssaksóknara. 24. mars 2020 21:50 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Ellefu fyrrverandi starfsmenn GAMMA, dótturfélags Kviku banka, fá ekki tugmilljóna kaupauka sem þeir áttu eftir að fá greidda út. Kaupaukarnir voru samþykktir haustið 2018 og í byrjun árs 2019 en ekki var búið að greiða þá út. Þá hefur stjórn GAMMA krafist þess að Valdimar Ármann, fyrrverandi forstjóri GAMMA, og Ingvi Hrafn Óskarsson, fyrrverandi sjóðstjóri hjá félaginu, endurgreiði GAMMA samtals um tólf milljónir króna vegna kaupauka sem þeir fengu greidda á árunum 2018 og 2019. Frá þessu er greint í Markaðnum í dag og haft eftir heimildum. Í frétt blaðsins kemur fram að fyrrverandi starfsmönnunum hafi verið tilkynnt um þessa ákvörðun í síðustu viku. Kaupaukagreiðslurnar komu til vegna góðrar afkomu GAMMA 2017 og 2018. Í samræmi við reglur Fjármálaeftirlitsins var hins vegar greiðslu 40 prósenta kaupaukans frestað um þrjú ár og nam því uppsöfnuð skuldbinding félagsins vegna bónusanna um 33 milljónum króna í árslok 2019. Afkoma GAMMA hefur hins vegar ekki verið góð síðustu misseri; samanlagt tap síðustu átján mánaða nemur 500 milljónum króna. Því var það mat stjórnar, að því er segir í frétt Markaðarins, að ekki væri rétt að standa við greiðslurnar þar sem afkoman hefði reynst lakari en áætlanir þáverandi stjórnenda gerðu ráð fyrir. Á meðal þeirra fyrrverandi starfsmanna sem munu ekki fá bónusana sína greidda að fullu eru Jónmundur Guðmarsson og Agnar Tómas Möller sem í dag starfa hjá Kviku eignastýringu. Ákvörðun stjórnar GAMMA að krefjast síðan endurgreiðslu frá þeim Valdimar og Ingva Hrafni tengist svo slæmri stöðu Novus-sjóðsins. Upplýst var um það fyrir ári síðan að eignir Upphafs, fasteignafélags í eigu Novus, hefðu verið stórlega ofmetnar. Virði félagsins var því úr 5,2 milljörðum króna í 40 milljónir og töpuðu sjóðfélagar því háum fjárhæðum. Ingvi Hrafn var sjóðstjóri Novus en hann hætti eftir að bág fjárhagsstaða sjóðsins kom í ljós.
GAMMA Tengdar fréttir Greiðslur verktaka til lykilsstarfsmanns GAMMA tilkynntar til lögreglu Verktakafyrirtæki greiddi lykilstarfsmanni GAMMA tugmilljónir króna um svipað leiti og virði fasteignasjóðsins lækkaði verulega. Núverandi eigendur sjóðsins hafa tilkynnt málið til héraðssaksóknara. 24. mars 2020 21:50 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Greiðslur verktaka til lykilsstarfsmanns GAMMA tilkynntar til lögreglu Verktakafyrirtæki greiddi lykilstarfsmanni GAMMA tugmilljónir króna um svipað leiti og virði fasteignasjóðsins lækkaði verulega. Núverandi eigendur sjóðsins hafa tilkynnt málið til héraðssaksóknara. 24. mars 2020 21:50
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent