Stjórn GAMMA afturkallar tugmilljóna kaupauka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. september 2020 07:56 Máni Atlason er framkvæmdastjóri GAMMA. Hann tók við því starfi fyrir ári síðan þegar Valdimar Ármann hætti sem forstjóri félagsins. Vísir/Egill Ellefu fyrrverandi starfsmenn GAMMA, dótturfélags Kviku banka, fá ekki tugmilljóna kaupauka sem þeir áttu eftir að fá greidda út. Kaupaukarnir voru samþykktir haustið 2018 og í byrjun árs 2019 en ekki var búið að greiða þá út. Þá hefur stjórn GAMMA krafist þess að Valdimar Ármann, fyrrverandi forstjóri GAMMA, og Ingvi Hrafn Óskarsson, fyrrverandi sjóðstjóri hjá félaginu, endurgreiði GAMMA samtals um tólf milljónir króna vegna kaupauka sem þeir fengu greidda á árunum 2018 og 2019. Frá þessu er greint í Markaðnum í dag og haft eftir heimildum. Í frétt blaðsins kemur fram að fyrrverandi starfsmönnunum hafi verið tilkynnt um þessa ákvörðun í síðustu viku. Kaupaukagreiðslurnar komu til vegna góðrar afkomu GAMMA 2017 og 2018. Í samræmi við reglur Fjármálaeftirlitsins var hins vegar greiðslu 40 prósenta kaupaukans frestað um þrjú ár og nam því uppsöfnuð skuldbinding félagsins vegna bónusanna um 33 milljónum króna í árslok 2019. Afkoma GAMMA hefur hins vegar ekki verið góð síðustu misseri; samanlagt tap síðustu átján mánaða nemur 500 milljónum króna. Því var það mat stjórnar, að því er segir í frétt Markaðarins, að ekki væri rétt að standa við greiðslurnar þar sem afkoman hefði reynst lakari en áætlanir þáverandi stjórnenda gerðu ráð fyrir. Á meðal þeirra fyrrverandi starfsmanna sem munu ekki fá bónusana sína greidda að fullu eru Jónmundur Guðmarsson og Agnar Tómas Möller sem í dag starfa hjá Kviku eignastýringu. Ákvörðun stjórnar GAMMA að krefjast síðan endurgreiðslu frá þeim Valdimar og Ingva Hrafni tengist svo slæmri stöðu Novus-sjóðsins. Upplýst var um það fyrir ári síðan að eignir Upphafs, fasteignafélags í eigu Novus, hefðu verið stórlega ofmetnar. Virði félagsins var því úr 5,2 milljörðum króna í 40 milljónir og töpuðu sjóðfélagar því háum fjárhæðum. Ingvi Hrafn var sjóðstjóri Novus en hann hætti eftir að bág fjárhagsstaða sjóðsins kom í ljós. GAMMA Tengdar fréttir Greiðslur verktaka til lykilsstarfsmanns GAMMA tilkynntar til lögreglu Verktakafyrirtæki greiddi lykilstarfsmanni GAMMA tugmilljónir króna um svipað leiti og virði fasteignasjóðsins lækkaði verulega. Núverandi eigendur sjóðsins hafa tilkynnt málið til héraðssaksóknara. 24. mars 2020 21:50 Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Sjá meira
Ellefu fyrrverandi starfsmenn GAMMA, dótturfélags Kviku banka, fá ekki tugmilljóna kaupauka sem þeir áttu eftir að fá greidda út. Kaupaukarnir voru samþykktir haustið 2018 og í byrjun árs 2019 en ekki var búið að greiða þá út. Þá hefur stjórn GAMMA krafist þess að Valdimar Ármann, fyrrverandi forstjóri GAMMA, og Ingvi Hrafn Óskarsson, fyrrverandi sjóðstjóri hjá félaginu, endurgreiði GAMMA samtals um tólf milljónir króna vegna kaupauka sem þeir fengu greidda á árunum 2018 og 2019. Frá þessu er greint í Markaðnum í dag og haft eftir heimildum. Í frétt blaðsins kemur fram að fyrrverandi starfsmönnunum hafi verið tilkynnt um þessa ákvörðun í síðustu viku. Kaupaukagreiðslurnar komu til vegna góðrar afkomu GAMMA 2017 og 2018. Í samræmi við reglur Fjármálaeftirlitsins var hins vegar greiðslu 40 prósenta kaupaukans frestað um þrjú ár og nam því uppsöfnuð skuldbinding félagsins vegna bónusanna um 33 milljónum króna í árslok 2019. Afkoma GAMMA hefur hins vegar ekki verið góð síðustu misseri; samanlagt tap síðustu átján mánaða nemur 500 milljónum króna. Því var það mat stjórnar, að því er segir í frétt Markaðarins, að ekki væri rétt að standa við greiðslurnar þar sem afkoman hefði reynst lakari en áætlanir þáverandi stjórnenda gerðu ráð fyrir. Á meðal þeirra fyrrverandi starfsmanna sem munu ekki fá bónusana sína greidda að fullu eru Jónmundur Guðmarsson og Agnar Tómas Möller sem í dag starfa hjá Kviku eignastýringu. Ákvörðun stjórnar GAMMA að krefjast síðan endurgreiðslu frá þeim Valdimar og Ingva Hrafni tengist svo slæmri stöðu Novus-sjóðsins. Upplýst var um það fyrir ári síðan að eignir Upphafs, fasteignafélags í eigu Novus, hefðu verið stórlega ofmetnar. Virði félagsins var því úr 5,2 milljörðum króna í 40 milljónir og töpuðu sjóðfélagar því háum fjárhæðum. Ingvi Hrafn var sjóðstjóri Novus en hann hætti eftir að bág fjárhagsstaða sjóðsins kom í ljós.
GAMMA Tengdar fréttir Greiðslur verktaka til lykilsstarfsmanns GAMMA tilkynntar til lögreglu Verktakafyrirtæki greiddi lykilstarfsmanni GAMMA tugmilljónir króna um svipað leiti og virði fasteignasjóðsins lækkaði verulega. Núverandi eigendur sjóðsins hafa tilkynnt málið til héraðssaksóknara. 24. mars 2020 21:50 Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Sjá meira
Greiðslur verktaka til lykilsstarfsmanns GAMMA tilkynntar til lögreglu Verktakafyrirtæki greiddi lykilstarfsmanni GAMMA tugmilljónir króna um svipað leiti og virði fasteignasjóðsins lækkaði verulega. Núverandi eigendur sjóðsins hafa tilkynnt málið til héraðssaksóknara. 24. mars 2020 21:50