Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2020 07:30 Frá kappræðunum í nótt. AP/Olivier Douliery Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. Þar deildu þeir um efnahag Bandaríkjanna, heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar, hæstarétt Bandaríkjanna og deilur og átök í Bandaríkjunum, svo eitthvað sé nefnt. Þetta voru fyrstu kappræðurnar af þremur. Þeim var stýrt af Chris Wallace, frá Fox News. Frá fyrstu mínútu einkenndust kappræðurnar af óreiðu, framígripum og deilum. Trump greip ítrekað fram í fyrir Biden og Wallace og móðgaði Biden sömuleiðis ítrekað og varpaði fram fjölmörgum ósannindum. Wallace bað Trump einu sinni um að hætta að grípa fram í fyrir þeim. „Hann líka,“ sagði hinn 74 ára gamli forseti Bandaríkjanna. Wallace benti Trump þá á að hann hefði gripið mun meira fram í en Biden. Þegar verið var að ræða hæstarétt Bandaríkjanna, tiltölulega snemma í kappræðunum, sagði Biden mótframbjóðanda sínum að þegja. Þá var Trump að grípa fram í fyrir Biden. Báðir menn töluðu ófallega um hvor annan. Biden kallaði Trump meðal annars rasista og versta forseta í sögu Bandaríkjanna. Trump gerði lítið úr gáfum Biden og gagnrýndi fjölskyldumeðlimi hans. Biden staðhæfði að ef Trump yrði endurkjörinn yrðu Bandaríkin „aumari, veikari, fátækari, sundraðri og ofbeldisfyllri“. Trump staðhæfði að ef Biden yrði kjörinn forseti myndu Bandaríkin ganga í gegnum stærstu kreppu sem þjóðin hefði upplifað. Fordæmdi ekki þjóðernissinna Þegar Trump var spurður hvort hann væri tilbúinn að fordæma þjóðernissinna og aðra hægri sinnaða öfgahópa, gerði hann það ekki. Umræðan snerist sérstaklega um hóp sem kallast Proud Boys, sem er hópur sem hefur verið skilgreindur sem haturssamtök og hópur hvítara þjóðernissinna. Þess í stað sagði forsetinn: „Haldið ykkur til hlés og bíðið. Ég skal samt segja ykkur það, ég segi ykkur það, einhver þarf að gera eitthvað varðandi Antifa og vinstrið því þetta er ekki hægri vandamál.“ Hann sagði allt ofbeldi sem hafi átt sér stað í Bandaríkjunum í sumar hafa komið frá vinstri sinnuðum hópum. Sem er fjarri sannleikanum. Í kjölfar kappræðnanna sagði ráðgjafi Trump að hann hafi „augljóslega“ viljað að þeir hætti að fremja ofbeldi. Meðlimir Proud Boys hafa þó þegar lýst yfir fögnuði vegna ummæla forsetans. Í umfjöllun New York Times segir að í skilaboðum á milli meðlima hafi þeir lýst ummælunum sem sögulegum og talaði um að nýliðum hafi þegar fjölgað. Trump gagnrýndi Biden fyrir meintan stuðning hans við and-fasistahreyfinguna Antifa. Biden sagði Antifa vera hugmynd en ekki samtök. AP fréttaveitan vísar til ummæla Christopher Wray, yfirmanns Alríkislögreglu Bandaríkjanna, frá því í síðustu viku, þegar hann fór svipuðum orðum um Antifa. Wray sagði einnig að hvítum þjóðernissinnum og öðrum hægri sinnuðum hópum sem vinni gegn yfirvöldum væri um að kenna fyrir flestar mannskæðar árásir öfgahópa í Bandaríkjunum. Á einum tímapunkti, þegar verið var að tala um það að ríkisstjórn Turmp hefði bundið enda á samskiptaþjálfun varðandi kynþætti meðal alríkisstarfsmanna, kallaði Biden Trump rasista. Hann sakaði forsetann um að dreifa hatri og ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum. Hér að neðan má sjá samantektir Politico og Washington Post yfir deilurnar sem einkenndu kappræðurnar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Fyrstu kappræður Trumps og Bidens Í nótt fara fram fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 29. september 2020 23:31 Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. Þar deildu þeir um efnahag Bandaríkjanna, heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar, hæstarétt Bandaríkjanna og deilur og átök í Bandaríkjunum, svo eitthvað sé nefnt. Þetta voru fyrstu kappræðurnar af þremur. Þeim var stýrt af Chris Wallace, frá Fox News. Frá fyrstu mínútu einkenndust kappræðurnar af óreiðu, framígripum og deilum. Trump greip ítrekað fram í fyrir Biden og Wallace og móðgaði Biden sömuleiðis ítrekað og varpaði fram fjölmörgum ósannindum. Wallace bað Trump einu sinni um að hætta að grípa fram í fyrir þeim. „Hann líka,“ sagði hinn 74 ára gamli forseti Bandaríkjanna. Wallace benti Trump þá á að hann hefði gripið mun meira fram í en Biden. Þegar verið var að ræða hæstarétt Bandaríkjanna, tiltölulega snemma í kappræðunum, sagði Biden mótframbjóðanda sínum að þegja. Þá var Trump að grípa fram í fyrir Biden. Báðir menn töluðu ófallega um hvor annan. Biden kallaði Trump meðal annars rasista og versta forseta í sögu Bandaríkjanna. Trump gerði lítið úr gáfum Biden og gagnrýndi fjölskyldumeðlimi hans. Biden staðhæfði að ef Trump yrði endurkjörinn yrðu Bandaríkin „aumari, veikari, fátækari, sundraðri og ofbeldisfyllri“. Trump staðhæfði að ef Biden yrði kjörinn forseti myndu Bandaríkin ganga í gegnum stærstu kreppu sem þjóðin hefði upplifað. Fordæmdi ekki þjóðernissinna Þegar Trump var spurður hvort hann væri tilbúinn að fordæma þjóðernissinna og aðra hægri sinnaða öfgahópa, gerði hann það ekki. Umræðan snerist sérstaklega um hóp sem kallast Proud Boys, sem er hópur sem hefur verið skilgreindur sem haturssamtök og hópur hvítara þjóðernissinna. Þess í stað sagði forsetinn: „Haldið ykkur til hlés og bíðið. Ég skal samt segja ykkur það, ég segi ykkur það, einhver þarf að gera eitthvað varðandi Antifa og vinstrið því þetta er ekki hægri vandamál.“ Hann sagði allt ofbeldi sem hafi átt sér stað í Bandaríkjunum í sumar hafa komið frá vinstri sinnuðum hópum. Sem er fjarri sannleikanum. Í kjölfar kappræðnanna sagði ráðgjafi Trump að hann hafi „augljóslega“ viljað að þeir hætti að fremja ofbeldi. Meðlimir Proud Boys hafa þó þegar lýst yfir fögnuði vegna ummæla forsetans. Í umfjöllun New York Times segir að í skilaboðum á milli meðlima hafi þeir lýst ummælunum sem sögulegum og talaði um að nýliðum hafi þegar fjölgað. Trump gagnrýndi Biden fyrir meintan stuðning hans við and-fasistahreyfinguna Antifa. Biden sagði Antifa vera hugmynd en ekki samtök. AP fréttaveitan vísar til ummæla Christopher Wray, yfirmanns Alríkislögreglu Bandaríkjanna, frá því í síðustu viku, þegar hann fór svipuðum orðum um Antifa. Wray sagði einnig að hvítum þjóðernissinnum og öðrum hægri sinnuðum hópum sem vinni gegn yfirvöldum væri um að kenna fyrir flestar mannskæðar árásir öfgahópa í Bandaríkjunum. Á einum tímapunkti, þegar verið var að tala um það að ríkisstjórn Turmp hefði bundið enda á samskiptaþjálfun varðandi kynþætti meðal alríkisstarfsmanna, kallaði Biden Trump rasista. Hann sakaði forsetann um að dreifa hatri og ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum. Hér að neðan má sjá samantektir Politico og Washington Post yfir deilurnar sem einkenndu kappræðurnar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Fyrstu kappræður Trumps og Bidens Í nótt fara fram fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 29. september 2020 23:31 Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Fyrstu kappræður Trumps og Bidens Í nótt fara fram fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 29. september 2020 23:31
Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01