Opið bréf til menntamálaráðherra Sigrún Eyþórsdóttir skrifar 29. september 2020 16:00 Covid-19 lætur engan ósnortinn og áhrifin á einstaklinga eru jafn mismunandi og þeir eru margir. Í 5 ár hef hef unnið hjá dásamlegu ferðaþjónustufyrirtæki sem heitir Pink Iceland, fámennu fyrirtæki sem sinnir hinsegin ferðamönnum og skipuleggur brúðkaup af öllum stærðum og gerðum fyrir erlenda ferðamenn. Fyrirtækið nýtti sér úrræði ríkisstjórnarinnar um hlutabótaleið til að halda okkur starfsfólkinu sem lengst í vinnu en í lok maí var öllum sagt upp með von um endurráðningu þegar tímar yrðu bjartari. Við vorum tvö sem ákváðum þá að skrá okkur í háskólanám og nýta þessa skrítnu tíma til að mennta okkur frekar. Mig hefur lengi dreymt um að þróa meðferðarúrræði fyrir börn í vanda þar sem ég tengi BA menntun mína í útivistarfræði við aukna menntun í uppeldis- og menntunarfræði. Eftir að hafa skoðað heimasíðu Menntasjóðs og sett inn mínar forsendur, einstæð tveggja barna móðir sem var búin að vera á hlutabótaleið síðan um miðjan mars, átti ég rétt á láni sem nam svo til sömu upphæð og ég fengi frá Vinnumálastofnun á tekjutengdum atvinnuleysisbótum sem höfðu þá verið framlengdar til að greiða laun sex mánuða í stað þriggja. Nú voru góð ráð dýr. Það væri hagkvæmara og auðveldara að gefa drauminn um frekara nám upp á bátinn en að steypa sér í skuldir og framtíðarkvíða því ef ég kysi að fara í háskólanám myndi ég missa atvinnuleysisbæturnar og þurfa að taka námslán þar sem eftirspurn eftir mínum kröftum á sviði ferðaþjónustu er ekki mikil í augnablikinu. Sem einstæð móðir með tvo syni gæti það reynst erfitt að vera í fullri vinnu samhliða námi og einnig sinna móðurhlutverkinu sem er jú mikilvægasta hlutverkið mitt. Við getum víst ekki allar verið þær ofurkonur sem samfélagið ætlast oft til of okkur! Ég verð að viðurkenna að þetta var skrýtin staða. Sú leið sem ég vildi fara, sú leið sem þjónar hagsmunum heildarinnar og kæmi til að bæta líf mitt og barna minna setur mig í skuld við ríkið á meðan ég fengi beinlínis styrk til að halda áfram á sömu braut atvinnuleysis. Í byrjun sumars var lagt fram frumvarp þar sem að fólki var gefin kostur á að halda áfram á atvinnuleysisbótum á meðan það menntaði sig en það hefur ekki enn verið samþykkt og mér sýnist að það hafi verið tekið af borðinu og umræðan horfið á bakvið önnur mál. Að sjálfsögðu var freistandi að gefa draum minn um frekari menntun upp á bátinn þar sem ég hafði hreinlega ekki ráð á að láta hann rætast og skuldsetja mig verulega. En hvaða ákvörðun tók ég? Þetta var ekki flókið í sjálfu sér, ég ákvað að láta ekki deigan síga og halda draumnum um betra líf til streitu, setja mig í verulega skuld á þessum erfiðu tímum því unga fólkið okkar þarf fjölbreytt og góð úrræði undir handleiðslu menntaðs fólks með ástríðu fyrir því sem þau gera. Við sem höfum þessa ástríðu eigum betur heima á skólabekk en á atvinnuleysisbótum. Getum við séð ekki það sem ljósan punkt í þessum heimsfaraldri að fólk er að staldra við, endurhugsa og endurmeta lífið og nýta tækifærið til að mennta sig í stað þess að sitja heima og bíða bjartari tíma? Ég stend ekki ein í þessum sporum. Fjöldi fólks þurfti að taka erfiðar ákvarðanir út frá þessum brengluðu forsendum sem ég útlista hér að ofan. Í dag gefur ríkisstjórnin síðan út annan aðgerðapakka þar sem aftur er gengið framhjá þessum mikilvæga hópi fólks. Kæri menntamálaráðherra, má ég biðja þig um að endurvekja þetta frumvarp og bjóða okkur námsmönnum að halda áfram á atvinnuleysisbótum eða fá sambærilegan styrk frá ríkinu svo við getum látið drauma okkar rætast og á sama tíma gert okkar samfélag betra. Höfundur er ferðaskipuleggjandi, háskólanemi og tveggja barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Covid-19 lætur engan ósnortinn og áhrifin á einstaklinga eru jafn mismunandi og þeir eru margir. Í 5 ár hef hef unnið hjá dásamlegu ferðaþjónustufyrirtæki sem heitir Pink Iceland, fámennu fyrirtæki sem sinnir hinsegin ferðamönnum og skipuleggur brúðkaup af öllum stærðum og gerðum fyrir erlenda ferðamenn. Fyrirtækið nýtti sér úrræði ríkisstjórnarinnar um hlutabótaleið til að halda okkur starfsfólkinu sem lengst í vinnu en í lok maí var öllum sagt upp með von um endurráðningu þegar tímar yrðu bjartari. Við vorum tvö sem ákváðum þá að skrá okkur í háskólanám og nýta þessa skrítnu tíma til að mennta okkur frekar. Mig hefur lengi dreymt um að þróa meðferðarúrræði fyrir börn í vanda þar sem ég tengi BA menntun mína í útivistarfræði við aukna menntun í uppeldis- og menntunarfræði. Eftir að hafa skoðað heimasíðu Menntasjóðs og sett inn mínar forsendur, einstæð tveggja barna móðir sem var búin að vera á hlutabótaleið síðan um miðjan mars, átti ég rétt á láni sem nam svo til sömu upphæð og ég fengi frá Vinnumálastofnun á tekjutengdum atvinnuleysisbótum sem höfðu þá verið framlengdar til að greiða laun sex mánuða í stað þriggja. Nú voru góð ráð dýr. Það væri hagkvæmara og auðveldara að gefa drauminn um frekara nám upp á bátinn en að steypa sér í skuldir og framtíðarkvíða því ef ég kysi að fara í háskólanám myndi ég missa atvinnuleysisbæturnar og þurfa að taka námslán þar sem eftirspurn eftir mínum kröftum á sviði ferðaþjónustu er ekki mikil í augnablikinu. Sem einstæð móðir með tvo syni gæti það reynst erfitt að vera í fullri vinnu samhliða námi og einnig sinna móðurhlutverkinu sem er jú mikilvægasta hlutverkið mitt. Við getum víst ekki allar verið þær ofurkonur sem samfélagið ætlast oft til of okkur! Ég verð að viðurkenna að þetta var skrýtin staða. Sú leið sem ég vildi fara, sú leið sem þjónar hagsmunum heildarinnar og kæmi til að bæta líf mitt og barna minna setur mig í skuld við ríkið á meðan ég fengi beinlínis styrk til að halda áfram á sömu braut atvinnuleysis. Í byrjun sumars var lagt fram frumvarp þar sem að fólki var gefin kostur á að halda áfram á atvinnuleysisbótum á meðan það menntaði sig en það hefur ekki enn verið samþykkt og mér sýnist að það hafi verið tekið af borðinu og umræðan horfið á bakvið önnur mál. Að sjálfsögðu var freistandi að gefa draum minn um frekari menntun upp á bátinn þar sem ég hafði hreinlega ekki ráð á að láta hann rætast og skuldsetja mig verulega. En hvaða ákvörðun tók ég? Þetta var ekki flókið í sjálfu sér, ég ákvað að láta ekki deigan síga og halda draumnum um betra líf til streitu, setja mig í verulega skuld á þessum erfiðu tímum því unga fólkið okkar þarf fjölbreytt og góð úrræði undir handleiðslu menntaðs fólks með ástríðu fyrir því sem þau gera. Við sem höfum þessa ástríðu eigum betur heima á skólabekk en á atvinnuleysisbótum. Getum við séð ekki það sem ljósan punkt í þessum heimsfaraldri að fólk er að staldra við, endurhugsa og endurmeta lífið og nýta tækifærið til að mennta sig í stað þess að sitja heima og bíða bjartari tíma? Ég stend ekki ein í þessum sporum. Fjöldi fólks þurfti að taka erfiðar ákvarðanir út frá þessum brengluðu forsendum sem ég útlista hér að ofan. Í dag gefur ríkisstjórnin síðan út annan aðgerðapakka þar sem aftur er gengið framhjá þessum mikilvæga hópi fólks. Kæri menntamálaráðherra, má ég biðja þig um að endurvekja þetta frumvarp og bjóða okkur námsmönnum að halda áfram á atvinnuleysisbótum eða fá sambærilegan styrk frá ríkinu svo við getum látið drauma okkar rætast og á sama tíma gert okkar samfélag betra. Höfundur er ferðaskipuleggjandi, háskólanemi og tveggja barna móðir.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun