Segir frumvarp ráðherra um nýsköpunarmál vanhugsað Heimir Már Pétursson skrifar 29. september 2020 12:06 Nýsköpunarmiðstöð Íslands verður lögð niður um áramótin. Vísir/ Vilhelm Talsmaður starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands segir möguleika íslenskra frumkvöðla til styrkja frá Evrópusambandinu verða minni ef frumvarp nýsköpunarráðherra um málaflokkinn nái fram að ganga. Tillögur ráðherra séu vanhugsaðar. Frumvarp nýsköpunarráðherra um endurskipulagningu á aðkomu stjórnvalda að nýsköpunarverkefnum er opið fyrir umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir nýsköpunarráðherra tilkynnti í upphafi árs að hún hyggðist leggja Nýsköpunarmiðstöð Íslands niður og skipa nýsköpunarmálum með öðrum hætti. Frumvarp þar að lútandi er komið í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er gert ráð fyrir að í stað Nýsköpunarmiðstöðvar verði stofnaðir svo kallaðir nýsköpunargarðar með áherslu á stuðning við frumkvöðla og sprotafyrirtæki á sviði hátækni, framlög til nýsköpunar á landsbyggðinni verða aukin og nýr sjóður settur á fót fyrir rannsóknir í byggingariðnaði. Kjartan Due Nielsen talsmaður um sjötíu starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar segir gott að frumvarp ráðherra sé loksins komið fram og hægt að átta sig á áformum ráðherra. Frumvarpið sé hins vegar slæmt fyrir nýsköpun í landinu. Kjartan Due Nielsen talsmaður starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands telur frumvarp ráðherra draga úr möguleikum nýsköpunarverkefna á Íslandi til að fá háa styrki frá Evrópusambandinu.Stöð 2/Friðrik Þór „Það á til dæmis að leggja niður þjónustu gagnvart frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum sem eru að taka sín fyrstu skref. Einnig þjónustu gagnvart atvinnulausum en við höfum verið að sinna nýsköpunarþjónustu gagnvart þeim. Á þessum tímum er þetta mjög einkennilegt,” segir Kjartan Due. Í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu segir að áfram verði haft samstarf við Vinnumálastofnun um aðstoð við einstaklinga í atvinnuleit. Kjartan Due segir að samkvæmt frumvarpinu verði stofnað einkahlutafélag utan um nýsköpunargarðana sem muni draga úr möguleikum á háuum styrkjum frá Evrópusambandinu. Ekki þurfi að koma til mótframlag frá verkefnum þegar þau komi frá opinberri stofnun eins og Nýsköpunarmiðstöð en öðru máli gegni með einkahlutafélög. „Með þessari breytingu þyrftu allir aðilar að vera með mótframlag. Það gengur ekki upp sem rekstrarform í svona verkefnum. Við erum að tala um einn og hálfan milljarð króna á ári sem hafa verið að koma aukalega á ári í þjóðarbúið. Þannig að þetta er illa vanhugsað þessi aðgerð,” segir Kjartan Due Nielsen talsmaður starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir hins vegar að nýsköpunargarðarnir eigi ekki hvað síst að hlúa að evrópurannsóknum. Það sé mat ráðuneytisins að ekkert eigi að vera því til fyrirstöðu að sækja áfram um styrki enda verði nýsköpunargarðarnir óhagnaðardrifnir og alfarið í eigu ríkisins. Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Starfsmenn segja mikilvæg verkefni Nýsköpunarmiðstöðvar í óvissu Nú þegar fjórir mánuðir eru þar til stefnt er að því að Nýsköpunarmiðstöð Íslands verði lögð niður eru starfsmenn í óvissu um framtíð sína og þau fjölmörgu verkefni sem unnin eru hjá stofnuninni. 8. september 2020 18:59 Stofnun nýsköpunarseturs muni skapa atvinnutækifæri á Akranesi Viljayfirlýsing um stofnun rannsóknar- og nýsköpunarseturs á Akranesi var undirrituð í dag. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra segir verkefnið að vissu leyti taka við af Nýsköpunarmiðstöð Íslands. 2. júlí 2020 21:00 Fyrirætlanir um að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður áfall Starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar telja fyrirætlanir iðnaðar-og nýsköpunarráðherra um að leggja miðstöðina niður áfall fyrir nýsköpunarstarf í landinu. 2. júlí 2020 14:15 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Talsmaður starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands segir möguleika íslenskra frumkvöðla til styrkja frá Evrópusambandinu verða minni ef frumvarp nýsköpunarráðherra um málaflokkinn nái fram að ganga. Tillögur ráðherra séu vanhugsaðar. Frumvarp nýsköpunarráðherra um endurskipulagningu á aðkomu stjórnvalda að nýsköpunarverkefnum er opið fyrir umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir nýsköpunarráðherra tilkynnti í upphafi árs að hún hyggðist leggja Nýsköpunarmiðstöð Íslands niður og skipa nýsköpunarmálum með öðrum hætti. Frumvarp þar að lútandi er komið í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er gert ráð fyrir að í stað Nýsköpunarmiðstöðvar verði stofnaðir svo kallaðir nýsköpunargarðar með áherslu á stuðning við frumkvöðla og sprotafyrirtæki á sviði hátækni, framlög til nýsköpunar á landsbyggðinni verða aukin og nýr sjóður settur á fót fyrir rannsóknir í byggingariðnaði. Kjartan Due Nielsen talsmaður um sjötíu starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar segir gott að frumvarp ráðherra sé loksins komið fram og hægt að átta sig á áformum ráðherra. Frumvarpið sé hins vegar slæmt fyrir nýsköpun í landinu. Kjartan Due Nielsen talsmaður starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands telur frumvarp ráðherra draga úr möguleikum nýsköpunarverkefna á Íslandi til að fá háa styrki frá Evrópusambandinu.Stöð 2/Friðrik Þór „Það á til dæmis að leggja niður þjónustu gagnvart frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum sem eru að taka sín fyrstu skref. Einnig þjónustu gagnvart atvinnulausum en við höfum verið að sinna nýsköpunarþjónustu gagnvart þeim. Á þessum tímum er þetta mjög einkennilegt,” segir Kjartan Due. Í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu segir að áfram verði haft samstarf við Vinnumálastofnun um aðstoð við einstaklinga í atvinnuleit. Kjartan Due segir að samkvæmt frumvarpinu verði stofnað einkahlutafélag utan um nýsköpunargarðana sem muni draga úr möguleikum á háuum styrkjum frá Evrópusambandinu. Ekki þurfi að koma til mótframlag frá verkefnum þegar þau komi frá opinberri stofnun eins og Nýsköpunarmiðstöð en öðru máli gegni með einkahlutafélög. „Með þessari breytingu þyrftu allir aðilar að vera með mótframlag. Það gengur ekki upp sem rekstrarform í svona verkefnum. Við erum að tala um einn og hálfan milljarð króna á ári sem hafa verið að koma aukalega á ári í þjóðarbúið. Þannig að þetta er illa vanhugsað þessi aðgerð,” segir Kjartan Due Nielsen talsmaður starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir hins vegar að nýsköpunargarðarnir eigi ekki hvað síst að hlúa að evrópurannsóknum. Það sé mat ráðuneytisins að ekkert eigi að vera því til fyrirstöðu að sækja áfram um styrki enda verði nýsköpunargarðarnir óhagnaðardrifnir og alfarið í eigu ríkisins.
Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Starfsmenn segja mikilvæg verkefni Nýsköpunarmiðstöðvar í óvissu Nú þegar fjórir mánuðir eru þar til stefnt er að því að Nýsköpunarmiðstöð Íslands verði lögð niður eru starfsmenn í óvissu um framtíð sína og þau fjölmörgu verkefni sem unnin eru hjá stofnuninni. 8. september 2020 18:59 Stofnun nýsköpunarseturs muni skapa atvinnutækifæri á Akranesi Viljayfirlýsing um stofnun rannsóknar- og nýsköpunarseturs á Akranesi var undirrituð í dag. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra segir verkefnið að vissu leyti taka við af Nýsköpunarmiðstöð Íslands. 2. júlí 2020 21:00 Fyrirætlanir um að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður áfall Starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar telja fyrirætlanir iðnaðar-og nýsköpunarráðherra um að leggja miðstöðina niður áfall fyrir nýsköpunarstarf í landinu. 2. júlí 2020 14:15 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Starfsmenn segja mikilvæg verkefni Nýsköpunarmiðstöðvar í óvissu Nú þegar fjórir mánuðir eru þar til stefnt er að því að Nýsköpunarmiðstöð Íslands verði lögð niður eru starfsmenn í óvissu um framtíð sína og þau fjölmörgu verkefni sem unnin eru hjá stofnuninni. 8. september 2020 18:59
Stofnun nýsköpunarseturs muni skapa atvinnutækifæri á Akranesi Viljayfirlýsing um stofnun rannsóknar- og nýsköpunarseturs á Akranesi var undirrituð í dag. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra segir verkefnið að vissu leyti taka við af Nýsköpunarmiðstöð Íslands. 2. júlí 2020 21:00
Fyrirætlanir um að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður áfall Starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar telja fyrirætlanir iðnaðar-og nýsköpunarráðherra um að leggja miðstöðina niður áfall fyrir nýsköpunarstarf í landinu. 2. júlí 2020 14:15
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent