Sólveig og Ragnar gefa lítið fyrir orðræðu Gylfa Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2020 10:44 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Vísir/vilhelm Formenn verkalýðsfélaganna VR og Eflingar gefa lítið fyrir ummæli Gylfa Arnbjörnssonar, fyrrverandi forseta Alþýðusambands Íslands, um að honum hugnist ekki orðræða verkalýðsforystunnar í kjarabaráttunni undanfarin misseri. Þau gagnrýna bæði stefnu ASÍ undir handleiðslu Gylfa í pistlum sem þau birtu á Facebook í morgun. Gylfi sagði í viðtali við Morgunblaðið í morgun að orðræðan úr herbúðum verkalýðshreyfingarinnar og samskipti hennar væru „beinskeyttari“ en áður. Þetta kæmi honum ekki á óvart. Hann hefði ekki gefið kost á sér til endurkjörs á sínum tíma þar sem hann hefði ekki talið sig geta „staðið fyrir svona stefnu og framgöngu“. Þá sagði Gylfi að það valdi sér áhyggjum að svo virðist sem atvinnurekendur og verkalýðshreyfingin ræðist ekki við. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun að sér „hugnist ekki orðræða Samtaka atvinnulífsins“. ASÍ hafi, undir forystu Gylfa og stuðningsmanna hans, „skrapað botninn í trausti í íslensku samfélagi“. Það hafi ekki verið fyrr en ný forysta tók við í verkalýðshreyfingunni sem baráttan fyrir bættum lífskjörum hafi byrjað fyrir alvöru. „[…] með nýju og öflugu fólki sem var ekki tilbúið að sættast við gamlar hagfræðikenningar vinnumarkaðarins sem voru orðnar jafn úreltar og innihaldslausar og fjármálakerfisins. Traust almennings til Alþýðusambandsins mælist nú í hæstu hæðum,“ skrifar Ragnar. Þá sé ný forysta Samtaka atvinnulífsins jafnframt einbeittari en áður „að halda kjörum niðri hvað sem það kostar“. „Orðræðan sem ný forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur mátt þola af hendi félagasamtaka tengdum atvinnulífinu og leigupennum forréttindastéttarinnar er líklega fordæmalaus.Við höfum verið úthrópuð og kölluð öllum þeim fúk og uppnefnum sem fyrir finnast í íslensku máli. Ekki vælum við yfir því, þó viðsemjendur okkar grenja yfir því á opinberum vettvangi að þessum árásum þeirra sé svarað fullum hálsi,“ skrifar Ragnar. Hann kveðst að endingu vonsvikinn yfir því að fyrrverandi forseti ASÍ skuli tileinka sér „málstað SA“. „En kemur svo sem ekki á óvart þar sem erfitt var að greina á milli SA og ASÍ undir hans stjórn, og stuðningsmanna hans. Viðhorfið til fyrrum umbjóðenda og félaga hefur greinilega lítið breyst,“ skrifar Ragnar. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar tekur í sama streng í færslu sinni á Facebook í morgun. „Allt í lagi, Gylfi, mér hugnast ekki heldur sú samræmda láglaunastefna sem er arfleið þín á íslenskum vinnumarkaði, láglaunastefnan sem gerir það að verkum að verkakonur þurfa að þræla sér út þangað til þær missa heilsuna og enda sem fátækir öryrkjar. Áhugaleysi þitt gagnvart kjörum kven-vinnuaflsins fer í sögubækurnar. Thanks for nothing, Gylfi,“ skrifar Sólveig. Þá vísar Sólveig í ályktun sem Efling sendi frá sér í maí 2018, þegar Gylfi sat enn sem forseti ASÍ. Í ályktuninni er málflutningur ASÍ sagður farinn að „ríma rækilega“ við málflutning „forkólfa fjármagnseigenda og auðkýfinga“. Ályktunina má sjá í heild í færslu Sólveigar hér fyrir neðan. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Fleiri fréttir Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Sjá meira
Formenn verkalýðsfélaganna VR og Eflingar gefa lítið fyrir ummæli Gylfa Arnbjörnssonar, fyrrverandi forseta Alþýðusambands Íslands, um að honum hugnist ekki orðræða verkalýðsforystunnar í kjarabaráttunni undanfarin misseri. Þau gagnrýna bæði stefnu ASÍ undir handleiðslu Gylfa í pistlum sem þau birtu á Facebook í morgun. Gylfi sagði í viðtali við Morgunblaðið í morgun að orðræðan úr herbúðum verkalýðshreyfingarinnar og samskipti hennar væru „beinskeyttari“ en áður. Þetta kæmi honum ekki á óvart. Hann hefði ekki gefið kost á sér til endurkjörs á sínum tíma þar sem hann hefði ekki talið sig geta „staðið fyrir svona stefnu og framgöngu“. Þá sagði Gylfi að það valdi sér áhyggjum að svo virðist sem atvinnurekendur og verkalýðshreyfingin ræðist ekki við. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun að sér „hugnist ekki orðræða Samtaka atvinnulífsins“. ASÍ hafi, undir forystu Gylfa og stuðningsmanna hans, „skrapað botninn í trausti í íslensku samfélagi“. Það hafi ekki verið fyrr en ný forysta tók við í verkalýðshreyfingunni sem baráttan fyrir bættum lífskjörum hafi byrjað fyrir alvöru. „[…] með nýju og öflugu fólki sem var ekki tilbúið að sættast við gamlar hagfræðikenningar vinnumarkaðarins sem voru orðnar jafn úreltar og innihaldslausar og fjármálakerfisins. Traust almennings til Alþýðusambandsins mælist nú í hæstu hæðum,“ skrifar Ragnar. Þá sé ný forysta Samtaka atvinnulífsins jafnframt einbeittari en áður „að halda kjörum niðri hvað sem það kostar“. „Orðræðan sem ný forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur mátt þola af hendi félagasamtaka tengdum atvinnulífinu og leigupennum forréttindastéttarinnar er líklega fordæmalaus.Við höfum verið úthrópuð og kölluð öllum þeim fúk og uppnefnum sem fyrir finnast í íslensku máli. Ekki vælum við yfir því, þó viðsemjendur okkar grenja yfir því á opinberum vettvangi að þessum árásum þeirra sé svarað fullum hálsi,“ skrifar Ragnar. Hann kveðst að endingu vonsvikinn yfir því að fyrrverandi forseti ASÍ skuli tileinka sér „málstað SA“. „En kemur svo sem ekki á óvart þar sem erfitt var að greina á milli SA og ASÍ undir hans stjórn, og stuðningsmanna hans. Viðhorfið til fyrrum umbjóðenda og félaga hefur greinilega lítið breyst,“ skrifar Ragnar. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar tekur í sama streng í færslu sinni á Facebook í morgun. „Allt í lagi, Gylfi, mér hugnast ekki heldur sú samræmda láglaunastefna sem er arfleið þín á íslenskum vinnumarkaði, láglaunastefnan sem gerir það að verkum að verkakonur þurfa að þræla sér út þangað til þær missa heilsuna og enda sem fátækir öryrkjar. Áhugaleysi þitt gagnvart kjörum kven-vinnuaflsins fer í sögubækurnar. Thanks for nothing, Gylfi,“ skrifar Sólveig. Þá vísar Sólveig í ályktun sem Efling sendi frá sér í maí 2018, þegar Gylfi sat enn sem forseti ASÍ. Í ályktuninni er málflutningur ASÍ sagður farinn að „ríma rækilega“ við málflutning „forkólfa fjármagnseigenda og auðkýfinga“. Ályktunina má sjá í heild í færslu Sólveigar hér fyrir neðan.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Fleiri fréttir Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Sjá meira