Sólveig og Ragnar gefa lítið fyrir orðræðu Gylfa Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2020 10:44 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Vísir/vilhelm Formenn verkalýðsfélaganna VR og Eflingar gefa lítið fyrir ummæli Gylfa Arnbjörnssonar, fyrrverandi forseta Alþýðusambands Íslands, um að honum hugnist ekki orðræða verkalýðsforystunnar í kjarabaráttunni undanfarin misseri. Þau gagnrýna bæði stefnu ASÍ undir handleiðslu Gylfa í pistlum sem þau birtu á Facebook í morgun. Gylfi sagði í viðtali við Morgunblaðið í morgun að orðræðan úr herbúðum verkalýðshreyfingarinnar og samskipti hennar væru „beinskeyttari“ en áður. Þetta kæmi honum ekki á óvart. Hann hefði ekki gefið kost á sér til endurkjörs á sínum tíma þar sem hann hefði ekki talið sig geta „staðið fyrir svona stefnu og framgöngu“. Þá sagði Gylfi að það valdi sér áhyggjum að svo virðist sem atvinnurekendur og verkalýðshreyfingin ræðist ekki við. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun að sér „hugnist ekki orðræða Samtaka atvinnulífsins“. ASÍ hafi, undir forystu Gylfa og stuðningsmanna hans, „skrapað botninn í trausti í íslensku samfélagi“. Það hafi ekki verið fyrr en ný forysta tók við í verkalýðshreyfingunni sem baráttan fyrir bættum lífskjörum hafi byrjað fyrir alvöru. „[…] með nýju og öflugu fólki sem var ekki tilbúið að sættast við gamlar hagfræðikenningar vinnumarkaðarins sem voru orðnar jafn úreltar og innihaldslausar og fjármálakerfisins. Traust almennings til Alþýðusambandsins mælist nú í hæstu hæðum,“ skrifar Ragnar. Þá sé ný forysta Samtaka atvinnulífsins jafnframt einbeittari en áður „að halda kjörum niðri hvað sem það kostar“. „Orðræðan sem ný forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur mátt þola af hendi félagasamtaka tengdum atvinnulífinu og leigupennum forréttindastéttarinnar er líklega fordæmalaus.Við höfum verið úthrópuð og kölluð öllum þeim fúk og uppnefnum sem fyrir finnast í íslensku máli. Ekki vælum við yfir því, þó viðsemjendur okkar grenja yfir því á opinberum vettvangi að þessum árásum þeirra sé svarað fullum hálsi,“ skrifar Ragnar. Hann kveðst að endingu vonsvikinn yfir því að fyrrverandi forseti ASÍ skuli tileinka sér „málstað SA“. „En kemur svo sem ekki á óvart þar sem erfitt var að greina á milli SA og ASÍ undir hans stjórn, og stuðningsmanna hans. Viðhorfið til fyrrum umbjóðenda og félaga hefur greinilega lítið breyst,“ skrifar Ragnar. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar tekur í sama streng í færslu sinni á Facebook í morgun. „Allt í lagi, Gylfi, mér hugnast ekki heldur sú samræmda láglaunastefna sem er arfleið þín á íslenskum vinnumarkaði, láglaunastefnan sem gerir það að verkum að verkakonur þurfa að þræla sér út þangað til þær missa heilsuna og enda sem fátækir öryrkjar. Áhugaleysi þitt gagnvart kjörum kven-vinnuaflsins fer í sögubækurnar. Thanks for nothing, Gylfi,“ skrifar Sólveig. Þá vísar Sólveig í ályktun sem Efling sendi frá sér í maí 2018, þegar Gylfi sat enn sem forseti ASÍ. Í ályktuninni er málflutningur ASÍ sagður farinn að „ríma rækilega“ við málflutning „forkólfa fjármagnseigenda og auðkýfinga“. Ályktunina má sjá í heild í færslu Sólveigar hér fyrir neðan. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira
Formenn verkalýðsfélaganna VR og Eflingar gefa lítið fyrir ummæli Gylfa Arnbjörnssonar, fyrrverandi forseta Alþýðusambands Íslands, um að honum hugnist ekki orðræða verkalýðsforystunnar í kjarabaráttunni undanfarin misseri. Þau gagnrýna bæði stefnu ASÍ undir handleiðslu Gylfa í pistlum sem þau birtu á Facebook í morgun. Gylfi sagði í viðtali við Morgunblaðið í morgun að orðræðan úr herbúðum verkalýðshreyfingarinnar og samskipti hennar væru „beinskeyttari“ en áður. Þetta kæmi honum ekki á óvart. Hann hefði ekki gefið kost á sér til endurkjörs á sínum tíma þar sem hann hefði ekki talið sig geta „staðið fyrir svona stefnu og framgöngu“. Þá sagði Gylfi að það valdi sér áhyggjum að svo virðist sem atvinnurekendur og verkalýðshreyfingin ræðist ekki við. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun að sér „hugnist ekki orðræða Samtaka atvinnulífsins“. ASÍ hafi, undir forystu Gylfa og stuðningsmanna hans, „skrapað botninn í trausti í íslensku samfélagi“. Það hafi ekki verið fyrr en ný forysta tók við í verkalýðshreyfingunni sem baráttan fyrir bættum lífskjörum hafi byrjað fyrir alvöru. „[…] með nýju og öflugu fólki sem var ekki tilbúið að sættast við gamlar hagfræðikenningar vinnumarkaðarins sem voru orðnar jafn úreltar og innihaldslausar og fjármálakerfisins. Traust almennings til Alþýðusambandsins mælist nú í hæstu hæðum,“ skrifar Ragnar. Þá sé ný forysta Samtaka atvinnulífsins jafnframt einbeittari en áður „að halda kjörum niðri hvað sem það kostar“. „Orðræðan sem ný forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur mátt þola af hendi félagasamtaka tengdum atvinnulífinu og leigupennum forréttindastéttarinnar er líklega fordæmalaus.Við höfum verið úthrópuð og kölluð öllum þeim fúk og uppnefnum sem fyrir finnast í íslensku máli. Ekki vælum við yfir því, þó viðsemjendur okkar grenja yfir því á opinberum vettvangi að þessum árásum þeirra sé svarað fullum hálsi,“ skrifar Ragnar. Hann kveðst að endingu vonsvikinn yfir því að fyrrverandi forseti ASÍ skuli tileinka sér „málstað SA“. „En kemur svo sem ekki á óvart þar sem erfitt var að greina á milli SA og ASÍ undir hans stjórn, og stuðningsmanna hans. Viðhorfið til fyrrum umbjóðenda og félaga hefur greinilega lítið breyst,“ skrifar Ragnar. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar tekur í sama streng í færslu sinni á Facebook í morgun. „Allt í lagi, Gylfi, mér hugnast ekki heldur sú samræmda láglaunastefna sem er arfleið þín á íslenskum vinnumarkaði, láglaunastefnan sem gerir það að verkum að verkakonur þurfa að þræla sér út þangað til þær missa heilsuna og enda sem fátækir öryrkjar. Áhugaleysi þitt gagnvart kjörum kven-vinnuaflsins fer í sögubækurnar. Thanks for nothing, Gylfi,“ skrifar Sólveig. Þá vísar Sólveig í ályktun sem Efling sendi frá sér í maí 2018, þegar Gylfi sat enn sem forseti ASÍ. Í ályktuninni er málflutningur ASÍ sagður farinn að „ríma rækilega“ við málflutning „forkólfa fjármagnseigenda og auðkýfinga“. Ályktunina má sjá í heild í færslu Sólveigar hér fyrir neðan.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira