Sólveig og Ragnar gefa lítið fyrir orðræðu Gylfa Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2020 10:44 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Vísir/vilhelm Formenn verkalýðsfélaganna VR og Eflingar gefa lítið fyrir ummæli Gylfa Arnbjörnssonar, fyrrverandi forseta Alþýðusambands Íslands, um að honum hugnist ekki orðræða verkalýðsforystunnar í kjarabaráttunni undanfarin misseri. Þau gagnrýna bæði stefnu ASÍ undir handleiðslu Gylfa í pistlum sem þau birtu á Facebook í morgun. Gylfi sagði í viðtali við Morgunblaðið í morgun að orðræðan úr herbúðum verkalýðshreyfingarinnar og samskipti hennar væru „beinskeyttari“ en áður. Þetta kæmi honum ekki á óvart. Hann hefði ekki gefið kost á sér til endurkjörs á sínum tíma þar sem hann hefði ekki talið sig geta „staðið fyrir svona stefnu og framgöngu“. Þá sagði Gylfi að það valdi sér áhyggjum að svo virðist sem atvinnurekendur og verkalýðshreyfingin ræðist ekki við. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun að sér „hugnist ekki orðræða Samtaka atvinnulífsins“. ASÍ hafi, undir forystu Gylfa og stuðningsmanna hans, „skrapað botninn í trausti í íslensku samfélagi“. Það hafi ekki verið fyrr en ný forysta tók við í verkalýðshreyfingunni sem baráttan fyrir bættum lífskjörum hafi byrjað fyrir alvöru. „[…] með nýju og öflugu fólki sem var ekki tilbúið að sættast við gamlar hagfræðikenningar vinnumarkaðarins sem voru orðnar jafn úreltar og innihaldslausar og fjármálakerfisins. Traust almennings til Alþýðusambandsins mælist nú í hæstu hæðum,“ skrifar Ragnar. Þá sé ný forysta Samtaka atvinnulífsins jafnframt einbeittari en áður „að halda kjörum niðri hvað sem það kostar“. „Orðræðan sem ný forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur mátt þola af hendi félagasamtaka tengdum atvinnulífinu og leigupennum forréttindastéttarinnar er líklega fordæmalaus.Við höfum verið úthrópuð og kölluð öllum þeim fúk og uppnefnum sem fyrir finnast í íslensku máli. Ekki vælum við yfir því, þó viðsemjendur okkar grenja yfir því á opinberum vettvangi að þessum árásum þeirra sé svarað fullum hálsi,“ skrifar Ragnar. Hann kveðst að endingu vonsvikinn yfir því að fyrrverandi forseti ASÍ skuli tileinka sér „málstað SA“. „En kemur svo sem ekki á óvart þar sem erfitt var að greina á milli SA og ASÍ undir hans stjórn, og stuðningsmanna hans. Viðhorfið til fyrrum umbjóðenda og félaga hefur greinilega lítið breyst,“ skrifar Ragnar. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar tekur í sama streng í færslu sinni á Facebook í morgun. „Allt í lagi, Gylfi, mér hugnast ekki heldur sú samræmda láglaunastefna sem er arfleið þín á íslenskum vinnumarkaði, láglaunastefnan sem gerir það að verkum að verkakonur þurfa að þræla sér út þangað til þær missa heilsuna og enda sem fátækir öryrkjar. Áhugaleysi þitt gagnvart kjörum kven-vinnuaflsins fer í sögubækurnar. Thanks for nothing, Gylfi,“ skrifar Sólveig. Þá vísar Sólveig í ályktun sem Efling sendi frá sér í maí 2018, þegar Gylfi sat enn sem forseti ASÍ. Í ályktuninni er málflutningur ASÍ sagður farinn að „ríma rækilega“ við málflutning „forkólfa fjármagnseigenda og auðkýfinga“. Ályktunina má sjá í heild í færslu Sólveigar hér fyrir neðan. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Sjá meira
Formenn verkalýðsfélaganna VR og Eflingar gefa lítið fyrir ummæli Gylfa Arnbjörnssonar, fyrrverandi forseta Alþýðusambands Íslands, um að honum hugnist ekki orðræða verkalýðsforystunnar í kjarabaráttunni undanfarin misseri. Þau gagnrýna bæði stefnu ASÍ undir handleiðslu Gylfa í pistlum sem þau birtu á Facebook í morgun. Gylfi sagði í viðtali við Morgunblaðið í morgun að orðræðan úr herbúðum verkalýðshreyfingarinnar og samskipti hennar væru „beinskeyttari“ en áður. Þetta kæmi honum ekki á óvart. Hann hefði ekki gefið kost á sér til endurkjörs á sínum tíma þar sem hann hefði ekki talið sig geta „staðið fyrir svona stefnu og framgöngu“. Þá sagði Gylfi að það valdi sér áhyggjum að svo virðist sem atvinnurekendur og verkalýðshreyfingin ræðist ekki við. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun að sér „hugnist ekki orðræða Samtaka atvinnulífsins“. ASÍ hafi, undir forystu Gylfa og stuðningsmanna hans, „skrapað botninn í trausti í íslensku samfélagi“. Það hafi ekki verið fyrr en ný forysta tók við í verkalýðshreyfingunni sem baráttan fyrir bættum lífskjörum hafi byrjað fyrir alvöru. „[…] með nýju og öflugu fólki sem var ekki tilbúið að sættast við gamlar hagfræðikenningar vinnumarkaðarins sem voru orðnar jafn úreltar og innihaldslausar og fjármálakerfisins. Traust almennings til Alþýðusambandsins mælist nú í hæstu hæðum,“ skrifar Ragnar. Þá sé ný forysta Samtaka atvinnulífsins jafnframt einbeittari en áður „að halda kjörum niðri hvað sem það kostar“. „Orðræðan sem ný forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur mátt þola af hendi félagasamtaka tengdum atvinnulífinu og leigupennum forréttindastéttarinnar er líklega fordæmalaus.Við höfum verið úthrópuð og kölluð öllum þeim fúk og uppnefnum sem fyrir finnast í íslensku máli. Ekki vælum við yfir því, þó viðsemjendur okkar grenja yfir því á opinberum vettvangi að þessum árásum þeirra sé svarað fullum hálsi,“ skrifar Ragnar. Hann kveðst að endingu vonsvikinn yfir því að fyrrverandi forseti ASÍ skuli tileinka sér „málstað SA“. „En kemur svo sem ekki á óvart þar sem erfitt var að greina á milli SA og ASÍ undir hans stjórn, og stuðningsmanna hans. Viðhorfið til fyrrum umbjóðenda og félaga hefur greinilega lítið breyst,“ skrifar Ragnar. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar tekur í sama streng í færslu sinni á Facebook í morgun. „Allt í lagi, Gylfi, mér hugnast ekki heldur sú samræmda láglaunastefna sem er arfleið þín á íslenskum vinnumarkaði, láglaunastefnan sem gerir það að verkum að verkakonur þurfa að þræla sér út þangað til þær missa heilsuna og enda sem fátækir öryrkjar. Áhugaleysi þitt gagnvart kjörum kven-vinnuaflsins fer í sögubækurnar. Thanks for nothing, Gylfi,“ skrifar Sólveig. Þá vísar Sólveig í ályktun sem Efling sendi frá sér í maí 2018, þegar Gylfi sat enn sem forseti ASÍ. Í ályktuninni er málflutningur ASÍ sagður farinn að „ríma rækilega“ við málflutning „forkólfa fjármagnseigenda og auðkýfinga“. Ályktunina má sjá í heild í færslu Sólveigar hér fyrir neðan.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Sjá meira