Körfubolti

Haukur Helgi frá næstu fimm vikurnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Haukur Helgi Pálsson haltrar af velli.
Haukur Helgi Pálsson haltrar af velli. Vísir/Twitter-síða Andorra

Haukur Helgi Pálsson, einn þriggja íslenskra landsliðsmanna í körfubolta sem leikur á Spáni, verður ekki með Andorra - liði sínu - næstu fimm vikurnar vegna meiðsla.  Þetta kemur fram á samfélagsmiðlum félagsins í dag.

Haukur Helgi ku hafa rifið vöðva í læri og talið er að hann verði rúmlega mánuð að jafna sig af meiðslunum. Deildarkeppnin á Spáni er nýhafin og því koma meiðslin á versta tíma en Haukur gekk í raðir félagsins í sumar. Þá hafði hann farið vel af stað og skoraði til að mynda 13 stig ásamt því að gefa fimm stoðsendignar í leik gegn Unicaja Málaga í gærkvöld.

Andorra er með einn sigur og tvö töp eftir að hafa leikið þrjá leiki á leiktíðinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×