„Mógúllinn“ sem tapar og tapar Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2020 12:57 Donald Trump hefur byggt upp ímynd sem auðjöfur og snillingur í viðskiptum. Ef marka má skattagögn forsetans er sú ímynd byggð á sandi. AP/Evan Vucci Ímynd Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem hann hefur sjálfur varið miklu púðri í að byggja upp er nú í hættu. Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. New York Times birti í gær umfangsmikla frétt sem unnin er upp úr skattgögnum Trump og sýna þau að hann skuldar rúmlega 500 milljónir dala og að samkvæmt skattskýrslum hans hefur hann tapað gífurlegum fjármunum í gegnum árin. Trump hefur barist af mikilli hörku gegn því að almenningur, þingmenn og saksóknarar komi höndum yfir þau gögn sem frétt NYT byggir á. Þrátt fyrir þetta mikla tap hefur hann haldið glæstum lífsstíl sínum með því að skilgreina einkaflugvélar, húsnæði og hársnyrtingu sem viðskiptakostnað. Það hefur þar að auki hjálpað honum enn frekar til að draga úr skattgreiðslum sínum. Sjá einnig: Segja Trump hafa greitt samtals 1.500 dollara í tekjuskatt á tveimur árum Skattar á auðuga Bandaríkjamenn hafa dregist töluvert saman á undanförnum árum og margir þeirra nota gloppur í lögum og reglum til að greiða minni skatta. Flestir auðjöfrar greiða þrátt fyrir það háar upphæðir í skatta. Hinir hefðbundnu launþegar geta þar að auki flestir ekki nýtt sér þessar gloppur. Í stuttu máli sagt sýna gögnin að velgengni Trump virðist ekki jafn mikil og hann heldur sjálfur fram og að hann hefur líklegast beitt bellibrögðum til að komast hjá því að greiða skatta. Þá mun Joe Biden, mótframbjóðandi hans, án efa nota upplýsingarnar gegn honum í fyrstu kappræðum þeirra sem fara fram annað kvöld. Biden hefur sjálfur lýst kosningunum sem „Scranton gegn Park Avenue“ til marks um að hann telji Trump hluta ef „elítunni“ og þessar fregnir falla eins og flís við rass við þær yfirlýsingar. Til marks um vilja Trump til að byggja upp auðjöfursímynd hans, þá valdi hann sjálfur viðurnefnið „Mógúll“ og er hann kallaður það af lífvörðum sínum. Þá hefur hann einnig verið sakaður um að ljúga og villa á sér heimildir til að komast á lista Forbes yfir auðugustu menn heims. Sjá einnig: Trump laug og villti á sér heimildir til að komast hærra á Forbes-lista Vert er að staldra við og ítreka að á pólitískum ferli sínum hefur Trump ítrekað lent í vandræðum sem við hefðbundnar kringumstæður hefðu sökkt nánast hvaða framboði sem er. Stuðningsmenn hans hafa þó staðið þétt við bakið á honum. Til marks um það má benda á að Trump er mjög óvinsæll forseti í Bandaríkjunum, sögulega séð, en hlutfall þeirra sem styðja hann hefur lítið haggast í gegnum árin. Það er ekki að ástæðulausu að Trump lýsti því yfir í aðdraganda forsetakosninganna 2016 að hann gæti skotið mann á götu úti og ekki tapað atkvæðum. Hér má sjá dæmi um það hvernig andstæðingar Trump geta og eru þegar byrjaðir að nota fréttir NYT gegn honum. All of that paper for $750? https://t.co/MvT4yIyvZ5— The Lincoln Project (@ProjectLincoln) September 28, 2020 Þá er alfarið óljóst hvaða áhrif þetta mun hafa þegar svo skammt er í kosningar og margir eru þegar búnir að ákveða sig. Kosningarnar eru í raun hafnar og hafa margir greitt utankjörfundaratkvæði. Uppljóstranirnar fara þó þvert á helstu ástæður þess að margir kjósendur Trump kusu hann. AP fréttaveitan vísar í kannanir sem gerðar hafa verið undanfarin ár og segir að um tveir þriðju hvítra manna án háskólagráðu hafi stutt hann. Í könnunum vísuðu margir þeirra til þess hve auðugur Trump væri og hve góður viðskiptamaður hann væri. Sömuleiðis vísa kjósendur Trump oft til þess að Trump hafi fórnað miklum fjármunum til að setjast að í Hvíta húsinu. Gögn NYT og fréttir annarra miðla á undanförnum árum sína að þvert á móti er Trump að hagnast á forsetaembættinu. Sjá einnig: Trump rukkar eigin ríkisstjórn vegna gistingar fyrir lífverði Miðað við kannanir eru líkur Biden á því að sigra kosningarnar mun betri. Líkan tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, sem tekur tillit til kannanna á landsvísu og í hverju ríki fyrir sig, segir sigurlíkur Biden 77 prósent, þegar þetta er skrifað. Kannanir sýna þó að í nokkrum mikilvægum ríkjum er naumt á munum. Þar skiptir hvert atkvæði máli. Alex Conant, sem starfaði lengi fyrir Repúblikanaflokkinn, sagði AP fréttaveitunni að Trump þyrfti að láta kosningarnar snúast um Joe Biden. Svo lengi sem athyglin væri öll á Trump og óreiðunni í kringum hann, kæmi það verulega niður á líkum hans. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Ímynd Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem hann hefur sjálfur varið miklu púðri í að byggja upp er nú í hættu. Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. New York Times birti í gær umfangsmikla frétt sem unnin er upp úr skattgögnum Trump og sýna þau að hann skuldar rúmlega 500 milljónir dala og að samkvæmt skattskýrslum hans hefur hann tapað gífurlegum fjármunum í gegnum árin. Trump hefur barist af mikilli hörku gegn því að almenningur, þingmenn og saksóknarar komi höndum yfir þau gögn sem frétt NYT byggir á. Þrátt fyrir þetta mikla tap hefur hann haldið glæstum lífsstíl sínum með því að skilgreina einkaflugvélar, húsnæði og hársnyrtingu sem viðskiptakostnað. Það hefur þar að auki hjálpað honum enn frekar til að draga úr skattgreiðslum sínum. Sjá einnig: Segja Trump hafa greitt samtals 1.500 dollara í tekjuskatt á tveimur árum Skattar á auðuga Bandaríkjamenn hafa dregist töluvert saman á undanförnum árum og margir þeirra nota gloppur í lögum og reglum til að greiða minni skatta. Flestir auðjöfrar greiða þrátt fyrir það háar upphæðir í skatta. Hinir hefðbundnu launþegar geta þar að auki flestir ekki nýtt sér þessar gloppur. Í stuttu máli sagt sýna gögnin að velgengni Trump virðist ekki jafn mikil og hann heldur sjálfur fram og að hann hefur líklegast beitt bellibrögðum til að komast hjá því að greiða skatta. Þá mun Joe Biden, mótframbjóðandi hans, án efa nota upplýsingarnar gegn honum í fyrstu kappræðum þeirra sem fara fram annað kvöld. Biden hefur sjálfur lýst kosningunum sem „Scranton gegn Park Avenue“ til marks um að hann telji Trump hluta ef „elítunni“ og þessar fregnir falla eins og flís við rass við þær yfirlýsingar. Til marks um vilja Trump til að byggja upp auðjöfursímynd hans, þá valdi hann sjálfur viðurnefnið „Mógúll“ og er hann kallaður það af lífvörðum sínum. Þá hefur hann einnig verið sakaður um að ljúga og villa á sér heimildir til að komast á lista Forbes yfir auðugustu menn heims. Sjá einnig: Trump laug og villti á sér heimildir til að komast hærra á Forbes-lista Vert er að staldra við og ítreka að á pólitískum ferli sínum hefur Trump ítrekað lent í vandræðum sem við hefðbundnar kringumstæður hefðu sökkt nánast hvaða framboði sem er. Stuðningsmenn hans hafa þó staðið þétt við bakið á honum. Til marks um það má benda á að Trump er mjög óvinsæll forseti í Bandaríkjunum, sögulega séð, en hlutfall þeirra sem styðja hann hefur lítið haggast í gegnum árin. Það er ekki að ástæðulausu að Trump lýsti því yfir í aðdraganda forsetakosninganna 2016 að hann gæti skotið mann á götu úti og ekki tapað atkvæðum. Hér má sjá dæmi um það hvernig andstæðingar Trump geta og eru þegar byrjaðir að nota fréttir NYT gegn honum. All of that paper for $750? https://t.co/MvT4yIyvZ5— The Lincoln Project (@ProjectLincoln) September 28, 2020 Þá er alfarið óljóst hvaða áhrif þetta mun hafa þegar svo skammt er í kosningar og margir eru þegar búnir að ákveða sig. Kosningarnar eru í raun hafnar og hafa margir greitt utankjörfundaratkvæði. Uppljóstranirnar fara þó þvert á helstu ástæður þess að margir kjósendur Trump kusu hann. AP fréttaveitan vísar í kannanir sem gerðar hafa verið undanfarin ár og segir að um tveir þriðju hvítra manna án háskólagráðu hafi stutt hann. Í könnunum vísuðu margir þeirra til þess hve auðugur Trump væri og hve góður viðskiptamaður hann væri. Sömuleiðis vísa kjósendur Trump oft til þess að Trump hafi fórnað miklum fjármunum til að setjast að í Hvíta húsinu. Gögn NYT og fréttir annarra miðla á undanförnum árum sína að þvert á móti er Trump að hagnast á forsetaembættinu. Sjá einnig: Trump rukkar eigin ríkisstjórn vegna gistingar fyrir lífverði Miðað við kannanir eru líkur Biden á því að sigra kosningarnar mun betri. Líkan tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, sem tekur tillit til kannanna á landsvísu og í hverju ríki fyrir sig, segir sigurlíkur Biden 77 prósent, þegar þetta er skrifað. Kannanir sýna þó að í nokkrum mikilvægum ríkjum er naumt á munum. Þar skiptir hvert atkvæði máli. Alex Conant, sem starfaði lengi fyrir Repúblikanaflokkinn, sagði AP fréttaveitunni að Trump þyrfti að láta kosningarnar snúast um Joe Biden. Svo lengi sem athyglin væri öll á Trump og óreiðunni í kringum hann, kæmi það verulega niður á líkum hans.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent