Aston Villa lék sér að Fulham í Lundúnum 28. september 2020 18:45 Jack Grealish fór mikinn í liði Aston Villa í kvöld sem lék sér einfaldlega að Fulham á útivelli. Julian Finney/Getty Images Fyrri leik dagsins í enska boltanum er nú lokið. Aston Villa vann öruggan 3-0 sigur á nýliðum Fulham á útivelli. Jack Gralish - fyrirliði Aston Villa - kom þeim yfir eftir aðeins fjögurra mínútna leik þegar hann fékk sendingu frá John McGinn inn fyrir vörnina og kláraði snyrtilega fram hjá Alphonse Areola í marki Fulham. Annað mark gestanna kom rúmum tíu mínútur síðar og aftur komu Grealish og McGinn við sögu. Grealish lék boltanum inn á teig þar sem hann gaf fyrir á McGinn sem stillti boltanum einfaldlega upp fyrir Conor Hourihane sem gat ekki annað en skorað. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en þriðja markið kom snemma í síðari hálfleik. Courihane tók þá aukaspyrnu úti vinstra megin sem rataði beint fyrir fætur miðvarðarins Tyrone Mings sem skoraði af miklu öryggi. Staðan þar með 3-0 Villa í vil og reyndust það lokatölur leiksins. Fulham héldu að þeir hefðu minnkað muninn á 56. mínútu en það var dæmt af. Aston Villa er með sex stig eftir tvo leiki á á meðan Fulham er enn án sitga eftir að hafa leikið þrjá. Enski boltinn Fótbolti
Fyrri leik dagsins í enska boltanum er nú lokið. Aston Villa vann öruggan 3-0 sigur á nýliðum Fulham á útivelli. Jack Gralish - fyrirliði Aston Villa - kom þeim yfir eftir aðeins fjögurra mínútna leik þegar hann fékk sendingu frá John McGinn inn fyrir vörnina og kláraði snyrtilega fram hjá Alphonse Areola í marki Fulham. Annað mark gestanna kom rúmum tíu mínútur síðar og aftur komu Grealish og McGinn við sögu. Grealish lék boltanum inn á teig þar sem hann gaf fyrir á McGinn sem stillti boltanum einfaldlega upp fyrir Conor Hourihane sem gat ekki annað en skorað. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en þriðja markið kom snemma í síðari hálfleik. Courihane tók þá aukaspyrnu úti vinstra megin sem rataði beint fyrir fætur miðvarðarins Tyrone Mings sem skoraði af miklu öryggi. Staðan þar með 3-0 Villa í vil og reyndust það lokatölur leiksins. Fulham héldu að þeir hefðu minnkað muninn á 56. mínútu en það var dæmt af. Aston Villa er með sex stig eftir tvo leiki á á meðan Fulham er enn án sitga eftir að hafa leikið þrjá.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti