Ánægðir með Vilhjálm dómara: „Valgeir nánast henti þessum leik í ruslið“ Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2020 11:31 Valgeir Lunddal fékk tvö gul spjöld og rautt á tveggja mínútna kafla. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Valgeir nánast henti þessum leik í ruslið fyrir Valsmenn,“ sagði Hjörvar Hafliðason um rauða spjaldið sem Valgeir Lunddal Friðriksson fékk gegn Breiðabliki í gær. Rauða spjaldið fór tvívegis á loft, með skömmu millibili í seinni hálfleik, þegar Valur og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í gær. Hjörvar og Kjartan Atli Kjartansson hrósuðu dómaranum Vilhjálmi Alvari Þórarinssyni í hástert fyrir hans störf í leiknum. Rauða spjaldið fór fyrst á loft eftir háskalegt brot Davíðs Ingvarssonar á Hauki Páli Sigurðssyni. „Davíð veður þarna með sólann á undan sér og er heppinn að hitta ekki Hauk sem hoppar upp úr tæklingunni,“ sagði Kjartan Atli í Pepsi Max tilþrifunum á Stöð 2 Sport. „Það er ekkert við þessu að segja,“ tók Hjörvar undir. Engin ástæða til að vaða í manninn Valgeir fékk gult spjald eftir ryskingar í kjölfar brotsins hjá Davíð: „Gult spjald sem átti eftir að reynast dýrkeypt. Fáránlegt, því það var engin ástæða til að vaða í leikmanninn þarna. Vilhjálmur Alvar [Þórarinsson, dómari] var með þetta alveg upp á 10 og var að fara að reka hann [Davíð] út af,“ sagði Hjörvar, en Valgeir fékk svo seinna gula spjaldið sitt strax í kjölfarið fyrir brot á Brynjólfi Willumssyni: „Svo fer Brynjólfur illa með hann, Valgeir tosar í hann, fær annað gult spjald og rautt. Hárrétt, og Valgeir Lunddal nánast henti þessum leik í ruslið fyrir Valsmenn. Sem betur fyrir hann var það gamli maðurinn í hægri bakverðinum sem bjargaði honum,“ sagði Hjörvar, en Birkir Már Sævarsson jafnaði metin í 1-1 á síðustu stundu, eftir að Róbert Orri Þorkelsson hafði komið Breiðabliki yfir. Klippa: Tilþrifin - Rauð spjöld í leik Vals og Breiðabliks Pepsi Max-deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 1-1 | Birkir Már kom Val til bjargar á síðust stundu Valsmenn náðu inn jöfnunarmarki á síðustu stundu gegn Breiðablik að Hlíðarenda í kvöld. 27. september 2020 22:30 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
„Valgeir nánast henti þessum leik í ruslið fyrir Valsmenn,“ sagði Hjörvar Hafliðason um rauða spjaldið sem Valgeir Lunddal Friðriksson fékk gegn Breiðabliki í gær. Rauða spjaldið fór tvívegis á loft, með skömmu millibili í seinni hálfleik, þegar Valur og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í gær. Hjörvar og Kjartan Atli Kjartansson hrósuðu dómaranum Vilhjálmi Alvari Þórarinssyni í hástert fyrir hans störf í leiknum. Rauða spjaldið fór fyrst á loft eftir háskalegt brot Davíðs Ingvarssonar á Hauki Páli Sigurðssyni. „Davíð veður þarna með sólann á undan sér og er heppinn að hitta ekki Hauk sem hoppar upp úr tæklingunni,“ sagði Kjartan Atli í Pepsi Max tilþrifunum á Stöð 2 Sport. „Það er ekkert við þessu að segja,“ tók Hjörvar undir. Engin ástæða til að vaða í manninn Valgeir fékk gult spjald eftir ryskingar í kjölfar brotsins hjá Davíð: „Gult spjald sem átti eftir að reynast dýrkeypt. Fáránlegt, því það var engin ástæða til að vaða í leikmanninn þarna. Vilhjálmur Alvar [Þórarinsson, dómari] var með þetta alveg upp á 10 og var að fara að reka hann [Davíð] út af,“ sagði Hjörvar, en Valgeir fékk svo seinna gula spjaldið sitt strax í kjölfarið fyrir brot á Brynjólfi Willumssyni: „Svo fer Brynjólfur illa með hann, Valgeir tosar í hann, fær annað gult spjald og rautt. Hárrétt, og Valgeir Lunddal nánast henti þessum leik í ruslið fyrir Valsmenn. Sem betur fyrir hann var það gamli maðurinn í hægri bakverðinum sem bjargaði honum,“ sagði Hjörvar, en Birkir Már Sævarsson jafnaði metin í 1-1 á síðustu stundu, eftir að Róbert Orri Þorkelsson hafði komið Breiðabliki yfir. Klippa: Tilþrifin - Rauð spjöld í leik Vals og Breiðabliks
Pepsi Max-deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 1-1 | Birkir Már kom Val til bjargar á síðust stundu Valsmenn náðu inn jöfnunarmarki á síðustu stundu gegn Breiðablik að Hlíðarenda í kvöld. 27. september 2020 22:30 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 1-1 | Birkir Már kom Val til bjargar á síðust stundu Valsmenn náðu inn jöfnunarmarki á síðustu stundu gegn Breiðablik að Hlíðarenda í kvöld. 27. september 2020 22:30