Sportpakkinn: „Á ekki von á því að við klárum tímabilið“ Anton Ingi Leifsson skrifar 15. mars 2020 19:00 vísir/skjáskot Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, vonast til þess að Dominos-deildin byrji aftur eftir fjórar vikur en efast um að það verði raunin. Fjögurra vikna hlé hefur verið gert á deildinni vegna kórónuveirunnar og það ríkir mikil óvissa í körfuboltanum eins og í öðrum íþróttum sem og samfélaginu öllu. Stjórn KKÍ hefur blásið nokkrar keppnir af en ákvörðun um efstu tvær deildir karla og kvenna verður tekin á fundi á miðvikudag. „Auðvitað vilja allir klára tímabilið og ég vona það en miðað við hvernig þetta er að fara í heiminn þá á ég ekki von á því að við klárum tímabilið,“ sagði Hjalti við Guðjón Guðmundsson. „Nú er fjögurra vikna pása og það er búið að gefa það út. Flestir munu taka væntanlega frí núna í tvær vikur og senda útlendingana heim. Svo verður byrjað aftur eftir tvær vikur og menn þurfa að halda sér í formi. Svo höldum við áfram og sjáum til hvort að þetta byrji aftur eða ekki.“ Keflavík er með fjóra útlendinga í sínum röðum og Hjalti segir að það sé hausverkur. „Þetta er svo mikil óvissa og ég á ekki von á því að þetta byrji eftir fjórar vikur þó að menn hafi einhverja hugmynd um að það gæti gerst. Ég sé ekki annað í stöðunni en að senda þá heim. Svo veit maður ekki varðandi sóttkví.“ „Þegar menn koma aftur, þurfa þeir þá að byrja á því að fara í tveggja vikna sóttkví eða hvort að því verði slaufað. Ég hugsa að við leyfum þeim að fara heim.“ Félögin verða fyrir miklu tekjutapi verði hætt við deildina. „Úrslitakeppnin er þar sem peningurinn er. Heimaleikur í úrslitakeppni er örugglega tvær og hálf milljón og það skiptir mjög miklu máli. Ekkert lið í úrvalsdeildinni í dag er það vel stætt fjárhagslega og það skiptir máli að fá pening inn í úrslitakeppninni. Svo veit maður ekki hvernig þetta verður,“ sagði Hjalti. Klippa: Sportpakkinn: Hjalti um fríið í Dominos-deildinni Sportpakkinn Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, vonast til þess að Dominos-deildin byrji aftur eftir fjórar vikur en efast um að það verði raunin. Fjögurra vikna hlé hefur verið gert á deildinni vegna kórónuveirunnar og það ríkir mikil óvissa í körfuboltanum eins og í öðrum íþróttum sem og samfélaginu öllu. Stjórn KKÍ hefur blásið nokkrar keppnir af en ákvörðun um efstu tvær deildir karla og kvenna verður tekin á fundi á miðvikudag. „Auðvitað vilja allir klára tímabilið og ég vona það en miðað við hvernig þetta er að fara í heiminn þá á ég ekki von á því að við klárum tímabilið,“ sagði Hjalti við Guðjón Guðmundsson. „Nú er fjögurra vikna pása og það er búið að gefa það út. Flestir munu taka væntanlega frí núna í tvær vikur og senda útlendingana heim. Svo verður byrjað aftur eftir tvær vikur og menn þurfa að halda sér í formi. Svo höldum við áfram og sjáum til hvort að þetta byrji aftur eða ekki.“ Keflavík er með fjóra útlendinga í sínum röðum og Hjalti segir að það sé hausverkur. „Þetta er svo mikil óvissa og ég á ekki von á því að þetta byrji eftir fjórar vikur þó að menn hafi einhverja hugmynd um að það gæti gerst. Ég sé ekki annað í stöðunni en að senda þá heim. Svo veit maður ekki varðandi sóttkví.“ „Þegar menn koma aftur, þurfa þeir þá að byrja á því að fara í tveggja vikna sóttkví eða hvort að því verði slaufað. Ég hugsa að við leyfum þeim að fara heim.“ Félögin verða fyrir miklu tekjutapi verði hætt við deildina. „Úrslitakeppnin er þar sem peningurinn er. Heimaleikur í úrslitakeppni er örugglega tvær og hálf milljón og það skiptir mjög miklu máli. Ekkert lið í úrvalsdeildinni í dag er það vel stætt fjárhagslega og það skiptir máli að fá pening inn í úrslitakeppninni. Svo veit maður ekki hvernig þetta verður,“ sagði Hjalti. Klippa: Sportpakkinn: Hjalti um fríið í Dominos-deildinni
Sportpakkinn Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira