Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 27. september 2020 20:14 Drífa Snædal forseti ASÍ segist ekki tilbúin til að taka þátt í viðræðum við Samtök atvinnulífsins komi þau ekki til móts við ASÍ. Vísir/Vilhelm/Egill „Þetta er snúin staða. Mér sýnist á öllu að Alþýðusamband Íslands sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál. Þá standa eftir Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld, sem eru sannarlega í samtali núna, sem hófst í ráðherrabústaðnum fyrr í dag,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Á morgun fer fram atkvæðagreiðsla meðal aðildarfyrirtækja SA um riftun Lífskjarasamninga. Halldór Benjamín segir í viðtali við RÚV að viðræður samtakanna við ASÍ hafi engu skilað. Hann geri þó ráð fyrir því að stjórnvöld vilji, líkt og samtökin, leita leiða til þess að milda það högg sem kórónuveiran hefur veitt íslenskum vinnumarkaði. Halldór segir að markmið viðræðna aðila að samningunum og stjórnvalda sé að ná fram sveigjanleika til að standa undir þeim kjarasamningum sem atvinnulífið hafi undirgengist. „En því miður hafa viðræður okkar við Alþýðusambandið engu skilað, og liggur ábyrgðin núna hjá Samtökum atvinnulífsins og stjórnvöldum. Ég get ekki betur séð en að þeir aðilar séu báðir ásáttir um það að reyna til þrautar að finna lausn sem mildar þetta högg,“ sagði Halldór Benjamín. Þá sagðist hann gera ráð fyrir að atkvæðagreiðslan aðildarfyrirtækja SA færi fram seinni partinn á morgun. Morguninn færi því í samtöl við stjórnvöld um stöðuna sem nú er uppi. Ógerlegt að Samtök atvinnulífsins taki sér alræðisvald Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að það versta sem nú sé hægt að gera sé að skerða laun fólks. „Ég held að þessi ummæli dæmi sig algerlega sjálf. Við höfum fært rök fyrir því að það versta sem hægt sé að gera núna sé að skerða kjör fólks sem virðist vera ætlun Samtaka atvinnulífsins,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Hún segir Samtök atvinnulífsins hafi viljað byrja allar umræður og öll samtöl með þær forsendur fyrir sjónum að komast hjá því að standa við kjarasamningana. Það sé eitthvað sem verkalýðshreyfingin geti ekki tekið þátt í. „SA hefur farið inn í umræðuna með það að markmiði að frysta og jafnvel skerða laun lægst launaða fólksins á atvinnumarkaði og við tökum ekki þátt í því,“ segir Drífa. Þá sé það ekki rétt að Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld standi ein eftir í viðræðum. ASÍ hafi tekið þátt í samtölum og sé enn tilbúið til að gera. „Nei, við höfum átt í samtölum við stjórnvöld þar sem ýmislegt er í gangi. Við höfum líka sagt að við séum til í samtal um ýmsar útfærslur en við göngum ekki inn í það þegar SA ætla ekki að koma til móts við okkur. Við erum ekki til í viðræður á þeim forsendum.“ Þá segir hún ekki hægt að Samtök atvinnulífsins taki sér alræðisvald í hvað sé skynsöm hagfræði og hvað ekki. Kjaramál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
„Þetta er snúin staða. Mér sýnist á öllu að Alþýðusamband Íslands sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál. Þá standa eftir Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld, sem eru sannarlega í samtali núna, sem hófst í ráðherrabústaðnum fyrr í dag,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Á morgun fer fram atkvæðagreiðsla meðal aðildarfyrirtækja SA um riftun Lífskjarasamninga. Halldór Benjamín segir í viðtali við RÚV að viðræður samtakanna við ASÍ hafi engu skilað. Hann geri þó ráð fyrir því að stjórnvöld vilji, líkt og samtökin, leita leiða til þess að milda það högg sem kórónuveiran hefur veitt íslenskum vinnumarkaði. Halldór segir að markmið viðræðna aðila að samningunum og stjórnvalda sé að ná fram sveigjanleika til að standa undir þeim kjarasamningum sem atvinnulífið hafi undirgengist. „En því miður hafa viðræður okkar við Alþýðusambandið engu skilað, og liggur ábyrgðin núna hjá Samtökum atvinnulífsins og stjórnvöldum. Ég get ekki betur séð en að þeir aðilar séu báðir ásáttir um það að reyna til þrautar að finna lausn sem mildar þetta högg,“ sagði Halldór Benjamín. Þá sagðist hann gera ráð fyrir að atkvæðagreiðslan aðildarfyrirtækja SA færi fram seinni partinn á morgun. Morguninn færi því í samtöl við stjórnvöld um stöðuna sem nú er uppi. Ógerlegt að Samtök atvinnulífsins taki sér alræðisvald Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að það versta sem nú sé hægt að gera sé að skerða laun fólks. „Ég held að þessi ummæli dæmi sig algerlega sjálf. Við höfum fært rök fyrir því að það versta sem hægt sé að gera núna sé að skerða kjör fólks sem virðist vera ætlun Samtaka atvinnulífsins,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Hún segir Samtök atvinnulífsins hafi viljað byrja allar umræður og öll samtöl með þær forsendur fyrir sjónum að komast hjá því að standa við kjarasamningana. Það sé eitthvað sem verkalýðshreyfingin geti ekki tekið þátt í. „SA hefur farið inn í umræðuna með það að markmiði að frysta og jafnvel skerða laun lægst launaða fólksins á atvinnumarkaði og við tökum ekki þátt í því,“ segir Drífa. Þá sé það ekki rétt að Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld standi ein eftir í viðræðum. ASÍ hafi tekið þátt í samtölum og sé enn tilbúið til að gera. „Nei, við höfum átt í samtölum við stjórnvöld þar sem ýmislegt er í gangi. Við höfum líka sagt að við séum til í samtal um ýmsar útfærslur en við göngum ekki inn í það þegar SA ætla ekki að koma til móts við okkur. Við erum ekki til í viðræður á þeim forsendum.“ Þá segir hún ekki hægt að Samtök atvinnulífsins taki sér alræðisvald í hvað sé skynsöm hagfræði og hvað ekki.
Kjaramál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira