Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 27. september 2020 20:14 Drífa Snædal forseti ASÍ segist ekki tilbúin til að taka þátt í viðræðum við Samtök atvinnulífsins komi þau ekki til móts við ASÍ. Vísir/Vilhelm/Egill „Þetta er snúin staða. Mér sýnist á öllu að Alþýðusamband Íslands sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál. Þá standa eftir Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld, sem eru sannarlega í samtali núna, sem hófst í ráðherrabústaðnum fyrr í dag,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Á morgun fer fram atkvæðagreiðsla meðal aðildarfyrirtækja SA um riftun Lífskjarasamninga. Halldór Benjamín segir í viðtali við RÚV að viðræður samtakanna við ASÍ hafi engu skilað. Hann geri þó ráð fyrir því að stjórnvöld vilji, líkt og samtökin, leita leiða til þess að milda það högg sem kórónuveiran hefur veitt íslenskum vinnumarkaði. Halldór segir að markmið viðræðna aðila að samningunum og stjórnvalda sé að ná fram sveigjanleika til að standa undir þeim kjarasamningum sem atvinnulífið hafi undirgengist. „En því miður hafa viðræður okkar við Alþýðusambandið engu skilað, og liggur ábyrgðin núna hjá Samtökum atvinnulífsins og stjórnvöldum. Ég get ekki betur séð en að þeir aðilar séu báðir ásáttir um það að reyna til þrautar að finna lausn sem mildar þetta högg,“ sagði Halldór Benjamín. Þá sagðist hann gera ráð fyrir að atkvæðagreiðslan aðildarfyrirtækja SA færi fram seinni partinn á morgun. Morguninn færi því í samtöl við stjórnvöld um stöðuna sem nú er uppi. Ógerlegt að Samtök atvinnulífsins taki sér alræðisvald Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að það versta sem nú sé hægt að gera sé að skerða laun fólks. „Ég held að þessi ummæli dæmi sig algerlega sjálf. Við höfum fært rök fyrir því að það versta sem hægt sé að gera núna sé að skerða kjör fólks sem virðist vera ætlun Samtaka atvinnulífsins,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Hún segir Samtök atvinnulífsins hafi viljað byrja allar umræður og öll samtöl með þær forsendur fyrir sjónum að komast hjá því að standa við kjarasamningana. Það sé eitthvað sem verkalýðshreyfingin geti ekki tekið þátt í. „SA hefur farið inn í umræðuna með það að markmiði að frysta og jafnvel skerða laun lægst launaða fólksins á atvinnumarkaði og við tökum ekki þátt í því,“ segir Drífa. Þá sé það ekki rétt að Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld standi ein eftir í viðræðum. ASÍ hafi tekið þátt í samtölum og sé enn tilbúið til að gera. „Nei, við höfum átt í samtölum við stjórnvöld þar sem ýmislegt er í gangi. Við höfum líka sagt að við séum til í samtal um ýmsar útfærslur en við göngum ekki inn í það þegar SA ætla ekki að koma til móts við okkur. Við erum ekki til í viðræður á þeim forsendum.“ Þá segir hún ekki hægt að Samtök atvinnulífsins taki sér alræðisvald í hvað sé skynsöm hagfræði og hvað ekki. Kjaramál Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
„Þetta er snúin staða. Mér sýnist á öllu að Alþýðusamband Íslands sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál. Þá standa eftir Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld, sem eru sannarlega í samtali núna, sem hófst í ráðherrabústaðnum fyrr í dag,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Á morgun fer fram atkvæðagreiðsla meðal aðildarfyrirtækja SA um riftun Lífskjarasamninga. Halldór Benjamín segir í viðtali við RÚV að viðræður samtakanna við ASÍ hafi engu skilað. Hann geri þó ráð fyrir því að stjórnvöld vilji, líkt og samtökin, leita leiða til þess að milda það högg sem kórónuveiran hefur veitt íslenskum vinnumarkaði. Halldór segir að markmið viðræðna aðila að samningunum og stjórnvalda sé að ná fram sveigjanleika til að standa undir þeim kjarasamningum sem atvinnulífið hafi undirgengist. „En því miður hafa viðræður okkar við Alþýðusambandið engu skilað, og liggur ábyrgðin núna hjá Samtökum atvinnulífsins og stjórnvöldum. Ég get ekki betur séð en að þeir aðilar séu báðir ásáttir um það að reyna til þrautar að finna lausn sem mildar þetta högg,“ sagði Halldór Benjamín. Þá sagðist hann gera ráð fyrir að atkvæðagreiðslan aðildarfyrirtækja SA færi fram seinni partinn á morgun. Morguninn færi því í samtöl við stjórnvöld um stöðuna sem nú er uppi. Ógerlegt að Samtök atvinnulífsins taki sér alræðisvald Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að það versta sem nú sé hægt að gera sé að skerða laun fólks. „Ég held að þessi ummæli dæmi sig algerlega sjálf. Við höfum fært rök fyrir því að það versta sem hægt sé að gera núna sé að skerða kjör fólks sem virðist vera ætlun Samtaka atvinnulífsins,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Hún segir Samtök atvinnulífsins hafi viljað byrja allar umræður og öll samtöl með þær forsendur fyrir sjónum að komast hjá því að standa við kjarasamningana. Það sé eitthvað sem verkalýðshreyfingin geti ekki tekið þátt í. „SA hefur farið inn í umræðuna með það að markmiði að frysta og jafnvel skerða laun lægst launaða fólksins á atvinnumarkaði og við tökum ekki þátt í því,“ segir Drífa. Þá sé það ekki rétt að Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld standi ein eftir í viðræðum. ASÍ hafi tekið þátt í samtölum og sé enn tilbúið til að gera. „Nei, við höfum átt í samtölum við stjórnvöld þar sem ýmislegt er í gangi. Við höfum líka sagt að við séum til í samtal um ýmsar útfærslur en við göngum ekki inn í það þegar SA ætla ekki að koma til móts við okkur. Við erum ekki til í viðræður á þeim forsendum.“ Þá segir hún ekki hægt að Samtök atvinnulífsins taki sér alræðisvald í hvað sé skynsöm hagfræði og hvað ekki.
Kjaramál Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira