Ginsburg fyrsta konan á viðhafnarbörum í þinghúsinu Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2020 12:09 Lögreglumenn við Hæstarétt Bandaríkjanna bera kistu Ruth Bader Ginsburg, sveipaða í bandaríska fánan, inn í aðalsal hæstaréttarbyggingarinnar andspænis þinghúsinu á miðvikudag. AP/Andrew Harnik Opinber minningarathöfn um Ruth Bader Ginsburg, bandaríska hæstaréttardómaranna sem andaðist á föstudag, fer fram í Washington-borg í dag. Ginsburg er fyrsta konan og fyrsti gyðingurinn til að liggja á viðhafnarbörum í bandaríska þinghúsinu. Þúsundir manna hafa vottað Ginsburg virðingu í vikunni en líkkista hennar hefur legið til sýnis í hæstaréttarbyggingunni. Baráttu hennar fyrir jafnrétti kynjanna og borgararéttindum hefur verið minnst frá því að hún lést úr briskrabbameini fyrir viku, 87 ára að aldri. Ginsburg var aðeins önnur konan til að gegna embætti hæstaréttardómara þegar Bill Clinton skipaði hana árið 1993. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, ferðast til Washington í dag til að votta Ginsburg virðingu sína. Hópur fólks gerði hróp að Donald Trump forseta þegar hann gerði slíkt það sama í Hæstarétti ásamt konu sinni Melaniu í gær. Reuters-fréttastofan segir að fólk hafi heyrst hrópa: „Kjósið hann burt!“ að forsetanum. Mikil spenna ríkir nú í bandarískum stjórnmálum þar sem Trump og repúblikanar keppast við að staðfesta eftirmann Ginsburg við réttinn fyrir kjördag. Takist þeim það myndi hæstiréttur hneigjast verulega í íhaldsátt, að líkindum til næstu áratuganna. Trump gerði sjálfur lítið úr mótmælunum gegn sér. „Ég held að þetta hafi bara verið pólitísk köll. Við heyrðum þau varla þar sem við vorum,“ sagði hann við fréttamenn. Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, fordæmdi þá sem hrópuðu að forsetanum og sagði köllin „hræðileg og dónaleg“. Trump-hjónin voru grímuklædd vegna faraldursins þegar þau vottuðu Ginsburg virðingu sína í gær.AP/J. Scott Applewhite Útförin í næstu viku Kista Ginsburg hvílir á viðhafnarbörum í þinghúsinu í dag en þann heiður fá aðeins forsetar og þingmenn. Hún verður annar hæstaréttardómarinn í sögunni sem fær þann heiður á eftir William Taft en hann var einnig forseti Bandaríkjanna. Síðast hvíldi John Lewis, fulltrúadeildarþingmaðurinn og blökkumannaleiðtoginn, á viðhafnarbörum í þinghúsinu í júlí. Minningarathöfnin í dag verður aðeins opin þeim sem fá sérstakt boð. Sá háttur er hafður á vegna kórónuveirufaraldursins Ginsburg verður grafin í einkagrafreit í Arlington-þjóðargrafreitnum í Virginíu rétt utan við Washington-borg í næstu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fjöldi fólks hefur skilið eftir blóm, kort og myndir til að heiðra Ginsburg í Washington í vikunni. Hún var einn frjálslyndasti dómarinn við Hæstarétt sem hefur orðið æ íhaldssamari frá því að hún tók sæti sitt fyrir tæpum þrjátíu árum. Nú stefnir í að íhaldsmenn verði í öruggum meirihluta í réttinum þegar Trump skipar eftirmann Ginsburg.AP/Steven Senne Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin: Hvers vegna skiptir Hæstiréttur svona miklu máli? Í nýjum þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, ræðum við af hverju bandarískir íhaldsmenn leggja svo mikla áherslu á Hæstarétt. 24. september 2020 08:30 Romney tryggir meirihluta repúblikana fyrir dómaraefni Trump Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings virðast nú hafa tryggt sér atkvæði nógu margra þingmanna sinna til þess að geta staðfest dómaraefni Donalds Trump forseta til Hæstaréttar eftir að Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður frá Utah, sagði ætla að greiða atkvæði með því. 22. september 2020 14:40 Líklegur arftaki Ginsburg yrði með íhaldssömustu dómurunum Atkvæði nýs hæstaréttardómara í Bandaríkjunum gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar, næstu áratugina. 21. september 2020 11:21 Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Opinber minningarathöfn um Ruth Bader Ginsburg, bandaríska hæstaréttardómaranna sem andaðist á föstudag, fer fram í Washington-borg í dag. Ginsburg er fyrsta konan og fyrsti gyðingurinn til að liggja á viðhafnarbörum í bandaríska þinghúsinu. Þúsundir manna hafa vottað Ginsburg virðingu í vikunni en líkkista hennar hefur legið til sýnis í hæstaréttarbyggingunni. Baráttu hennar fyrir jafnrétti kynjanna og borgararéttindum hefur verið minnst frá því að hún lést úr briskrabbameini fyrir viku, 87 ára að aldri. Ginsburg var aðeins önnur konan til að gegna embætti hæstaréttardómara þegar Bill Clinton skipaði hana árið 1993. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, ferðast til Washington í dag til að votta Ginsburg virðingu sína. Hópur fólks gerði hróp að Donald Trump forseta þegar hann gerði slíkt það sama í Hæstarétti ásamt konu sinni Melaniu í gær. Reuters-fréttastofan segir að fólk hafi heyrst hrópa: „Kjósið hann burt!“ að forsetanum. Mikil spenna ríkir nú í bandarískum stjórnmálum þar sem Trump og repúblikanar keppast við að staðfesta eftirmann Ginsburg við réttinn fyrir kjördag. Takist þeim það myndi hæstiréttur hneigjast verulega í íhaldsátt, að líkindum til næstu áratuganna. Trump gerði sjálfur lítið úr mótmælunum gegn sér. „Ég held að þetta hafi bara verið pólitísk köll. Við heyrðum þau varla þar sem við vorum,“ sagði hann við fréttamenn. Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, fordæmdi þá sem hrópuðu að forsetanum og sagði köllin „hræðileg og dónaleg“. Trump-hjónin voru grímuklædd vegna faraldursins þegar þau vottuðu Ginsburg virðingu sína í gær.AP/J. Scott Applewhite Útförin í næstu viku Kista Ginsburg hvílir á viðhafnarbörum í þinghúsinu í dag en þann heiður fá aðeins forsetar og þingmenn. Hún verður annar hæstaréttardómarinn í sögunni sem fær þann heiður á eftir William Taft en hann var einnig forseti Bandaríkjanna. Síðast hvíldi John Lewis, fulltrúadeildarþingmaðurinn og blökkumannaleiðtoginn, á viðhafnarbörum í þinghúsinu í júlí. Minningarathöfnin í dag verður aðeins opin þeim sem fá sérstakt boð. Sá háttur er hafður á vegna kórónuveirufaraldursins Ginsburg verður grafin í einkagrafreit í Arlington-þjóðargrafreitnum í Virginíu rétt utan við Washington-borg í næstu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fjöldi fólks hefur skilið eftir blóm, kort og myndir til að heiðra Ginsburg í Washington í vikunni. Hún var einn frjálslyndasti dómarinn við Hæstarétt sem hefur orðið æ íhaldssamari frá því að hún tók sæti sitt fyrir tæpum þrjátíu árum. Nú stefnir í að íhaldsmenn verði í öruggum meirihluta í réttinum þegar Trump skipar eftirmann Ginsburg.AP/Steven Senne
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin: Hvers vegna skiptir Hæstiréttur svona miklu máli? Í nýjum þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, ræðum við af hverju bandarískir íhaldsmenn leggja svo mikla áherslu á Hæstarétt. 24. september 2020 08:30 Romney tryggir meirihluta repúblikana fyrir dómaraefni Trump Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings virðast nú hafa tryggt sér atkvæði nógu margra þingmanna sinna til þess að geta staðfest dómaraefni Donalds Trump forseta til Hæstaréttar eftir að Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður frá Utah, sagði ætla að greiða atkvæði með því. 22. september 2020 14:40 Líklegur arftaki Ginsburg yrði með íhaldssömustu dómurunum Atkvæði nýs hæstaréttardómara í Bandaríkjunum gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar, næstu áratugina. 21. september 2020 11:21 Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Bandaríkin: Hvers vegna skiptir Hæstiréttur svona miklu máli? Í nýjum þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, ræðum við af hverju bandarískir íhaldsmenn leggja svo mikla áherslu á Hæstarétt. 24. september 2020 08:30
Romney tryggir meirihluta repúblikana fyrir dómaraefni Trump Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings virðast nú hafa tryggt sér atkvæði nógu margra þingmanna sinna til þess að geta staðfest dómaraefni Donalds Trump forseta til Hæstaréttar eftir að Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður frá Utah, sagði ætla að greiða atkvæði með því. 22. september 2020 14:40
Líklegur arftaki Ginsburg yrði með íhaldssömustu dómurunum Atkvæði nýs hæstaréttardómara í Bandaríkjunum gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar, næstu áratugina. 21. september 2020 11:21