Maður vopnaður hnífi réðst á fólk í París Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2020 11:08 Mikill viðbúnaður lögreglu og hers var í París vegna árásarinnar. AP/Thibault Camus Lögreglan í París handtók karlmann sem er talinn hafa sært tvo með hnífi alvarlega nærri fyrri skrifstofu skopdagblaðsins Charlie Hebdo í dag. Tilefni árásanna liggur ekki fyrir og ekki er vitað hvort það tengist blaðinu en þær eru nú rannsakaðar sem hryðjuverk. Upphaflega var talið að tveir árásarmenn hefðu verið á ferðinni en lögregla segir nú að maðurinn hafi verið einn á ferð. Hann var handtekinn nærri Bastillutorginu í austanverðri París, að sögn AP-fréttastofunnar. Í fyrstu sagði lögregla að fjórir væru særðir en nú segir hún aðeins staðfest að tveir hafi særst. Lögreglan skýrði ekki í hverju misræmið frá fyrri yfirlýsingum fælist. Þeir særðu eru starfsmenn heimilidarmyndaframleiðslufyrirtækis. Vitni segir AP að það hafi séð mann á fertugs- eða fimmtugsaldri með öxi sem gekk blóði drifinn á eftir öðru fórnarlambinu. Svæði í kringum fyrri skrifstofur dagblaðsins var girt af með lögregluborða eftir árásirnar vegna tilkynningar um grunsamlegan pakka í nágrenninu. Reuters-fréttastofan segir að eggvopn hafi fundist á vettvangi. Heimildirmenn hennar innan lögreglunnar lýsi því ýmist sem sveðju eða kjötöxi. Tólf manns féllu þegar íslamskir öfgamenn réðust á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo árið 2015. Blaðið hafði birt skopmyndir af Múhameð spámanni sem reittu öfgamennina til reiði. Blaðið flutti skrifstofur sínar eftir árásina. New York Times segir að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafi nýlega hótað Charlie Hebdo eftir að blaðið ákvaða að birta aftur skopmyndir af spámanninum þegar réttarhöld yfir mönnum sem eru sakaðir um að hafa aðstoðað árásarmennina hófust. Réttarhöldin yfir fjórtán sakborningum standa nú yfir annars staðar í borginni. Ekkjur hryðjuverkamannanna eiga að gefa skýrslu fyrir dómnum í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Frakkland Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Lögreglan í París handtók karlmann sem er talinn hafa sært tvo með hnífi alvarlega nærri fyrri skrifstofu skopdagblaðsins Charlie Hebdo í dag. Tilefni árásanna liggur ekki fyrir og ekki er vitað hvort það tengist blaðinu en þær eru nú rannsakaðar sem hryðjuverk. Upphaflega var talið að tveir árásarmenn hefðu verið á ferðinni en lögregla segir nú að maðurinn hafi verið einn á ferð. Hann var handtekinn nærri Bastillutorginu í austanverðri París, að sögn AP-fréttastofunnar. Í fyrstu sagði lögregla að fjórir væru særðir en nú segir hún aðeins staðfest að tveir hafi særst. Lögreglan skýrði ekki í hverju misræmið frá fyrri yfirlýsingum fælist. Þeir særðu eru starfsmenn heimilidarmyndaframleiðslufyrirtækis. Vitni segir AP að það hafi séð mann á fertugs- eða fimmtugsaldri með öxi sem gekk blóði drifinn á eftir öðru fórnarlambinu. Svæði í kringum fyrri skrifstofur dagblaðsins var girt af með lögregluborða eftir árásirnar vegna tilkynningar um grunsamlegan pakka í nágrenninu. Reuters-fréttastofan segir að eggvopn hafi fundist á vettvangi. Heimildirmenn hennar innan lögreglunnar lýsi því ýmist sem sveðju eða kjötöxi. Tólf manns féllu þegar íslamskir öfgamenn réðust á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo árið 2015. Blaðið hafði birt skopmyndir af Múhameð spámanni sem reittu öfgamennina til reiði. Blaðið flutti skrifstofur sínar eftir árásina. New York Times segir að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafi nýlega hótað Charlie Hebdo eftir að blaðið ákvaða að birta aftur skopmyndir af spámanninum þegar réttarhöld yfir mönnum sem eru sakaðir um að hafa aðstoðað árásarmennina hófust. Réttarhöldin yfir fjórtán sakborningum standa nú yfir annars staðar í borginni. Ekkjur hryðjuverkamannanna eiga að gefa skýrslu fyrir dómnum í dag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Frakkland Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira