Kína segist hafa fengið grænt ljós fyrir bóluefni í sumar Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2020 10:30 A worker works inside a lab at the SinoVac vaccine factory in Beijing on Thursday, Sept. 24, 2020. SinoVac, one of China's pharmaceutical companies behind a leading COVID-19 vaccine candidate says its vaccine will be ready by early 2021 for distribution worldwide, including the U.S. (AP Photo/Ng Han Guan) AP/Ng Han Guan Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gaf kínverskum stjórnvöldum grænt ljós á að byrja að nota frumgerð af bóluefni við nýju afbrigði kórónuveirunnar þrátt fyrir að tilraunum með það væri enn ekki lokið í sumar. Bóluefnið var gefið hundruð þúsundum manns sem voru taldir gegna mikilvægum störfum eða vera viðkvæmir fyrir veirunni í sumar. Zheng Zhongwei, fulltrúi heilbrigðisnefndar Kína, segir að neyðaráætlun þarlendra stjórnvalda hafi verið hrint í framkvæmd í júlí eftir samskipti við WHO í síðari hluta júní. Hann fullyrðir að áætlunin hafi notið „stuðnings og skilnings“ fulltrúa WHO í Kína. Að minnsta kosti þrjú bóluefni í þróun voru samþykkt til notkunar á grundvelli neyðaráætlunar stjórnvalda í Beijing í sumar en þau eru öll á lokastigum tilrauna erlendis. Reuters-fréttastofan segir að kínversk stjórnvöld hafi ekki gert frekari upplýsingar um neyðaráætlun sína opinberar. Ekki hafi náðst í talsmann WHO í Kína. Yin Weidong, forstjóri kínverska lyfjafyrirtækisins Synovac, heldur því fram að bóluefnið sem fyrirtækir vinnur að og er eitt þeirra sem var samþykkt til neyðarnotkunar í Kína verði tilbúið til dreifingar á heimsvísu í byrjun næsta árs ef það gefur góða raun í síðasta hluta tilrauna í mönnum sem nú standa yfir. Yin Weidong, forstjóri Sinovac, var kampakátur þegar hann sýndi fréttamönnum verksmiðju fyrirtækisins í Beijing í gær.AP/Ng Han Guan „Markmið okkar er að skaffa heiminum bóluefninu, þar á meðal Bandaríkjunum, Evrópusambandinu og öðrum,“ hefur AP-fréttastofan eftir Yin. Kínversk bóluefni hafa átt erfitt uppdráttar vegna stífra reglna á vesturlöndum en Yin segir að þær verði engin fyrirstaða nú. „Við erum fullviss um að rannsóknir okkar á bóluefni gegn Covid-19 standist kröfur í Bandaríkjunum og í Evrópusambandslöndum,“ segir forstjórinn. Kína Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gaf kínverskum stjórnvöldum grænt ljós á að byrja að nota frumgerð af bóluefni við nýju afbrigði kórónuveirunnar þrátt fyrir að tilraunum með það væri enn ekki lokið í sumar. Bóluefnið var gefið hundruð þúsundum manns sem voru taldir gegna mikilvægum störfum eða vera viðkvæmir fyrir veirunni í sumar. Zheng Zhongwei, fulltrúi heilbrigðisnefndar Kína, segir að neyðaráætlun þarlendra stjórnvalda hafi verið hrint í framkvæmd í júlí eftir samskipti við WHO í síðari hluta júní. Hann fullyrðir að áætlunin hafi notið „stuðnings og skilnings“ fulltrúa WHO í Kína. Að minnsta kosti þrjú bóluefni í þróun voru samþykkt til notkunar á grundvelli neyðaráætlunar stjórnvalda í Beijing í sumar en þau eru öll á lokastigum tilrauna erlendis. Reuters-fréttastofan segir að kínversk stjórnvöld hafi ekki gert frekari upplýsingar um neyðaráætlun sína opinberar. Ekki hafi náðst í talsmann WHO í Kína. Yin Weidong, forstjóri kínverska lyfjafyrirtækisins Synovac, heldur því fram að bóluefnið sem fyrirtækir vinnur að og er eitt þeirra sem var samþykkt til neyðarnotkunar í Kína verði tilbúið til dreifingar á heimsvísu í byrjun næsta árs ef það gefur góða raun í síðasta hluta tilrauna í mönnum sem nú standa yfir. Yin Weidong, forstjóri Sinovac, var kampakátur þegar hann sýndi fréttamönnum verksmiðju fyrirtækisins í Beijing í gær.AP/Ng Han Guan „Markmið okkar er að skaffa heiminum bóluefninu, þar á meðal Bandaríkjunum, Evrópusambandinu og öðrum,“ hefur AP-fréttastofan eftir Yin. Kínversk bóluefni hafa átt erfitt uppdráttar vegna stífra reglna á vesturlöndum en Yin segir að þær verði engin fyrirstaða nú. „Við erum fullviss um að rannsóknir okkar á bóluefni gegn Covid-19 standist kröfur í Bandaríkjunum og í Evrópusambandslöndum,“ segir forstjórinn.
Kína Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira