Arkitekt gefur út rokkóperu með Geir Ólafs: „Algjört sýningarverk fyrir röddina hans“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. september 2020 15:32 Geir fer á kostum í laginu og myndbandinu. „Ég tel mig nú lítt þekktan sem tónlistarmann, kannski helst að nafn mitt sé á blaði fyrir lagið Aldrei segja aldrei í Söngvakeppniinni 2012,“ segir tónlistarmaðurinn Pétur Arnar Kristinsson sem frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Tíminn sem hann segir vera rokkópera en það er sjálfur Geir Ólafsson sem flytur lagið og kemur fram í myndbandinu. „Ég er menntaður arkitekt, en langaði til að koma þessu lagi og reyndar þremur öðrum, sem eru á leiðinni frá mér áður en ég hæfi að byggja feril minn sem slíkur,“ segir Pétur sem vill bæta við að hann er laus til starfa hér á landi sem arkitekt. „Þetta lag hefur verið lengi í bígerð. Ég fékk hann Geir til að syngja inn á demó af þessu árið 2012. Hann er akkúrat með röddina í þetta. þar sem hann er jafnvígur á dægurlög og klassískan óperusöng. Það eru bara ekki allir. Og að auki spannar þetta nánast allt raddsvið tenórsins , fer alveg upp í háa C-ís og Geir á kannski eina eða tvær nótur inni ofar því. Þetta er því algjört sýningarverk fyrir röddina hans.“ Pétur Arnar byrjaði að semja lagið árið 2012. Pétur segist hafa platað Geir í fjallgöngu til að taka upp myndbandið. „Þetta er smá út fyrir þægindarammann. Ekki sést áður frá Geir. Ég held að hann sé ekki mikið fyrir að príla uppá fjöllum þó hann láti sig hafa það í þágu listarinnar. Og þetta var hetjulega gert hjá honum. Mér fannst gaman að fá hann út fyrir sitt þægindasvið, það er rokk í þessu þó lagið byrji sakleysislega og jaðrar við metal á köflum. Fannst það líka spennandi, að brjóta upp þessa hefðbundnu mynd sem mér finnst fólk gera sér af honum. Er ekki hlutlaus en ég held að þetta sé lag til þess fallið.“ Pétur segist vera með fjögur önnur lög í vinnslu. „En þetta er líklega það stærsta og hlóð svolítið utan á sig þegar kom að gerð myndbandsins. Þetta er í fyrsta sinn sem ég fæ vanan kvikmyndatökumann og aðra fagmenn í myndbandsgerð, en það er Friðrik Grétarsson sem filmaði þetta, Þóra Ólafsdóttir bætti nokkrum árum á Geir með snilldar förðun sem er ekki á allra færi, og Bonni ljósmyndari var innan handar á tökustað að taka myndir.“ Hér að neðan má sjá myndbandið sjálft. Klippa: Geir Ólafs - Tíminn Tónlist Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
„Ég tel mig nú lítt þekktan sem tónlistarmann, kannski helst að nafn mitt sé á blaði fyrir lagið Aldrei segja aldrei í Söngvakeppniinni 2012,“ segir tónlistarmaðurinn Pétur Arnar Kristinsson sem frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Tíminn sem hann segir vera rokkópera en það er sjálfur Geir Ólafsson sem flytur lagið og kemur fram í myndbandinu. „Ég er menntaður arkitekt, en langaði til að koma þessu lagi og reyndar þremur öðrum, sem eru á leiðinni frá mér áður en ég hæfi að byggja feril minn sem slíkur,“ segir Pétur sem vill bæta við að hann er laus til starfa hér á landi sem arkitekt. „Þetta lag hefur verið lengi í bígerð. Ég fékk hann Geir til að syngja inn á demó af þessu árið 2012. Hann er akkúrat með röddina í þetta. þar sem hann er jafnvígur á dægurlög og klassískan óperusöng. Það eru bara ekki allir. Og að auki spannar þetta nánast allt raddsvið tenórsins , fer alveg upp í háa C-ís og Geir á kannski eina eða tvær nótur inni ofar því. Þetta er því algjört sýningarverk fyrir röddina hans.“ Pétur Arnar byrjaði að semja lagið árið 2012. Pétur segist hafa platað Geir í fjallgöngu til að taka upp myndbandið. „Þetta er smá út fyrir þægindarammann. Ekki sést áður frá Geir. Ég held að hann sé ekki mikið fyrir að príla uppá fjöllum þó hann láti sig hafa það í þágu listarinnar. Og þetta var hetjulega gert hjá honum. Mér fannst gaman að fá hann út fyrir sitt þægindasvið, það er rokk í þessu þó lagið byrji sakleysislega og jaðrar við metal á köflum. Fannst það líka spennandi, að brjóta upp þessa hefðbundnu mynd sem mér finnst fólk gera sér af honum. Er ekki hlutlaus en ég held að þetta sé lag til þess fallið.“ Pétur segist vera með fjögur önnur lög í vinnslu. „En þetta er líklega það stærsta og hlóð svolítið utan á sig þegar kom að gerð myndbandsins. Þetta er í fyrsta sinn sem ég fæ vanan kvikmyndatökumann og aðra fagmenn í myndbandsgerð, en það er Friðrik Grétarsson sem filmaði þetta, Þóra Ólafsdóttir bætti nokkrum árum á Geir með snilldar förðun sem er ekki á allra færi, og Bonni ljósmyndari var innan handar á tökustað að taka myndir.“ Hér að neðan má sjá myndbandið sjálft. Klippa: Geir Ólafs - Tíminn
Tónlist Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira