Ragnheiður Elín þarf ekki að fella aspirnar á Arnarnesi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. september 2020 18:42 Héraðsdómur Reykjaness féllst ekki á kröfur nágrannanna. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Ragnheiði Elínu Clausen, fyrrverandi fréttaþulu til margra ára, í máli sem nágrannar hennar á Arnarnesi í Garðabæ höfðuðu gegn henni vegna tveggja stórra aspa og annars gróðurs á lóð hennar, sem þau telja skerða útsýni úr fasteign sinni. Kröfu þeirra Egils Þórs Ragnarssonar og Ásu Bjarkar Sigurðardóttur Ottesen, um að trjágróðri verði viðhaldið í þeirri hæð sem ákvörðuð yrði samkvæmt dómi, var jafnframt vísað frá en Ragnheiður Elín var sýknuð af bæði aðal- og varakröfum nágrannanna. Henni verður aftur á móti skylt að klippa og fjarlægja trjágróður sem vaxið hefur yfir lóðamörk frá fasteign hennar og inn á lóð þeirra innan þriggja mánaða. Ragnheiður Elín var jafnframt sýknuð af kröfu þeirra um að fjarlægja rætur sem vaxið hafa yfir lóðamörk og ber nágrönnunum að greiða henni 800 þúsund krónur í málskostnað. Að því er fram kemur í dómi héraðsdóms sem birtur var í dag kröfðust nágrannar Ragnheiðar Elínar þess að hún yrði dæmd til að klippa allan trjágróður, hvaða nöfnum sem hann nefnist, á lóð hennar innan við 4 metra frá lóðamörkum fasteignar þeirra í Þrastarnesi í Garðabæ og fasteignar Ragnheiðar í Haukanesi, í að hámarki 1,8 metra hæð að viðlögðum dagsektum að fjárhæð 50 þúsund krónur á dag. Til vara var þess krafist að Ragnheiður Elín yrði dæmd til að klippa allan trjágróður á lóð sinni við lóðamörk fasteignar nágrannanna. Þá var þess meðal annars krafist að hún yrði dæmd til að klippa og fjarlægja trjágróður og rætur sem vaxið hafa yfir lóðamörk frá fasteign hennar og inn á lóð nágrannanna. Gróðurinn skerði útsýni yfir Esjuna og Snæfellsnes Í dómnum kemur fram að nágrannarnir hafi lýst því sem svo að ein af ástæðunum fyrir því að þau hafi ákveðið að festa kaup á fasteign sinni í Þrastarnesi árið 2017 hafi verið útsýni í átt til Esjunnar og út á Snæfellsnes. Þau hafi orðið þess áskynja þegar gróður tók að laufgast að trén byrgðu verulega útsýnið. Þau hafi rætt við Ragnheiði Elínu um að snyrta gróðurinn en án árangurs. Þau hafi lýst sig reiðubúin til að vinna verkið á sinn kostnað en hún hafi ekki veitt samþykki fyrir því. Ragnheiður Elín byggði sýknikröfu sína meðal annars á því að hún hafi heimild til að nýta fasteign sína með eðlilegum hætti, hún eigi eignarrétt að fasteigninni sem varinn sé af stjórnarskrá og að það teljist ekki til verulegra óþæginda í skilningi nábýlisréttar að útsýni sé skert. Nágrannar hennar hafi mátt vita að hverju þau gengu við kaup á húsinu og að enginn nágranni hafi áður kvartað yfir umræddum trjágróðri „og sé því um að ræða sérstaka viðkvæmni stefnenda sem ekki beri að taka tillit til samkvæmt því sem almennt sé viðurkennt í nábýlisrétti,“ líkt og segir í dómnum. Álit tveggja skrúðgarðyrkjumeistara voru meðal gagna í málinu. Egill og Ása vísuðu til þess að fasteign þeirra sé á besta stað á Arnarnesinu. Um sé að ræða dýrt hverfi og stafi það meðal annars af „því frábæra útsýni sem þaðan sé.“ Á þessar röksemdir sem og aðrar þær sem þau báru fram féllst dómurinn ekki og Ragnheiður Elín því sýknuð af aðal- og varakröfum nágrannanna eða þeim vísað frá. Líkt og áður segir verður henni aftur á móti gert að klippa og fjarlægja gróður sem vaxið hefur yfir lóðamörk frá fasteign hennar og inn á lóð fasteignar nágrannanna innan þriggja mánaða, ellegar sæta dagsektum að fjárhæð 30.000 krónur á dag. Dómsmál Garðabær Garðyrkja Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Ragnheiði Elínu Clausen, fyrrverandi fréttaþulu til margra ára, í máli sem nágrannar hennar á Arnarnesi í Garðabæ höfðuðu gegn henni vegna tveggja stórra aspa og annars gróðurs á lóð hennar, sem þau telja skerða útsýni úr fasteign sinni. Kröfu þeirra Egils Þórs Ragnarssonar og Ásu Bjarkar Sigurðardóttur Ottesen, um að trjágróðri verði viðhaldið í þeirri hæð sem ákvörðuð yrði samkvæmt dómi, var jafnframt vísað frá en Ragnheiður Elín var sýknuð af bæði aðal- og varakröfum nágrannanna. Henni verður aftur á móti skylt að klippa og fjarlægja trjágróður sem vaxið hefur yfir lóðamörk frá fasteign hennar og inn á lóð þeirra innan þriggja mánaða. Ragnheiður Elín var jafnframt sýknuð af kröfu þeirra um að fjarlægja rætur sem vaxið hafa yfir lóðamörk og ber nágrönnunum að greiða henni 800 þúsund krónur í málskostnað. Að því er fram kemur í dómi héraðsdóms sem birtur var í dag kröfðust nágrannar Ragnheiðar Elínar þess að hún yrði dæmd til að klippa allan trjágróður, hvaða nöfnum sem hann nefnist, á lóð hennar innan við 4 metra frá lóðamörkum fasteignar þeirra í Þrastarnesi í Garðabæ og fasteignar Ragnheiðar í Haukanesi, í að hámarki 1,8 metra hæð að viðlögðum dagsektum að fjárhæð 50 þúsund krónur á dag. Til vara var þess krafist að Ragnheiður Elín yrði dæmd til að klippa allan trjágróður á lóð sinni við lóðamörk fasteignar nágrannanna. Þá var þess meðal annars krafist að hún yrði dæmd til að klippa og fjarlægja trjágróður og rætur sem vaxið hafa yfir lóðamörk frá fasteign hennar og inn á lóð nágrannanna. Gróðurinn skerði útsýni yfir Esjuna og Snæfellsnes Í dómnum kemur fram að nágrannarnir hafi lýst því sem svo að ein af ástæðunum fyrir því að þau hafi ákveðið að festa kaup á fasteign sinni í Þrastarnesi árið 2017 hafi verið útsýni í átt til Esjunnar og út á Snæfellsnes. Þau hafi orðið þess áskynja þegar gróður tók að laufgast að trén byrgðu verulega útsýnið. Þau hafi rætt við Ragnheiði Elínu um að snyrta gróðurinn en án árangurs. Þau hafi lýst sig reiðubúin til að vinna verkið á sinn kostnað en hún hafi ekki veitt samþykki fyrir því. Ragnheiður Elín byggði sýknikröfu sína meðal annars á því að hún hafi heimild til að nýta fasteign sína með eðlilegum hætti, hún eigi eignarrétt að fasteigninni sem varinn sé af stjórnarskrá og að það teljist ekki til verulegra óþæginda í skilningi nábýlisréttar að útsýni sé skert. Nágrannar hennar hafi mátt vita að hverju þau gengu við kaup á húsinu og að enginn nágranni hafi áður kvartað yfir umræddum trjágróðri „og sé því um að ræða sérstaka viðkvæmni stefnenda sem ekki beri að taka tillit til samkvæmt því sem almennt sé viðurkennt í nábýlisrétti,“ líkt og segir í dómnum. Álit tveggja skrúðgarðyrkjumeistara voru meðal gagna í málinu. Egill og Ása vísuðu til þess að fasteign þeirra sé á besta stað á Arnarnesinu. Um sé að ræða dýrt hverfi og stafi það meðal annars af „því frábæra útsýni sem þaðan sé.“ Á þessar röksemdir sem og aðrar þær sem þau báru fram féllst dómurinn ekki og Ragnheiður Elín því sýknuð af aðal- og varakröfum nágrannanna eða þeim vísað frá. Líkt og áður segir verður henni aftur á móti gert að klippa og fjarlægja gróður sem vaxið hefur yfir lóðamörk frá fasteign hennar og inn á lóð fasteignar nágrannanna innan þriggja mánaða, ellegar sæta dagsektum að fjárhæð 30.000 krónur á dag.
Dómsmál Garðabær Garðyrkja Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira