Gunnar gekk út þegar blóði drifnar myndir voru sýndar Atli Ísleifsson skrifar 23. september 2020 14:07 Frá vettvangi í Mehamn laugardaginn 27. apríl. TV2/Christoffer Robin Jensen Gunnar Jóhann Gunnarsson fékk heimild frá dómara að yfirgefa dómsalinn í Héraðsdómi Austur-Finnmerkur í Noregi í morgun þegar sýndar voru myndir lögreglu frá blóðugum vettvangi drápsins. Réttarhöld yfir Gunnari héldu áfram í morgun en hann er ákærður fyrir að hafa banað hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, í norska bænum Mehamn í apríl á síðasta ári. Staðarmiðillinn iFinnmark segir frá því að mikið magn blóðs hafi sést á þeim myndum sem sýndar voru í dómsal. Eftir að búið var að sýna nokkrar myndir þá hafi Gunnar beðið um heimild til að yfirgefa salinn. Dómari varð við því. Mikið blóð á vettvangi Lögreglumaðurinn Arvid Bjerkåsen, sem bar vitni í morgun, hélt að því loknu áfram að segja frá aðkomunni á heimili Gísla Þórs þar sem hann fannst látinn. Sagði hann blóð hafa verið á bæði hurðum og hurðahúnum. „Það var blóð á hlutfallslega stóru svæði. Það kann að koma heim og saman við liggjandi mann sem hafi reynt að komast út, til dæmis til að kalla á hjálp.“ Bjerkåsen sagði ennfremur að blætt hafi úr slagæð Gísla Þórs sem skýri þetta mikla blóðmagn á gólfi og veggjum. Benti hann ennfremur á að blóðið á veggjunum bendi til að til átaka hafi komið. Það passi við orð ákærða. Fór að hlaða byssuna á ný Bjerkåsen hélt áfram og sagði að ákærði virðist hafa gengið um í íbúðinni, eftir að skotunum hafi verið hleypt af. Eitt skotið hafi hæft Gísla en annað fór í vegginn. Blóð hafi verið á sokkum, skóm, buxum og skyrtu Gunnars. Lögreglumaðurinn sagði að spor sýni að ákærði hafi svo farið inn í eitt svefnherbergjanna. Gunnar hefur sjálfur sagt við skýrslutöku að hann hafi farið þar inn til að hlaða haglabyssuna að nýju, með það í hyggju að svipta sig lífi. Leituðu til fingrafarasérfræðings Í frétt iFinnmark segir að við rannsókn málsins hafi lögregla leitað til fingrafarasérfræðings sem sagði að fingraför Gunnars hafi fundist á haglabyssunni. Gunnar hafði sjálfur sagt að skotinu hafi verið hleypt af fyrir slysni þegar Gísli hafi gripið í byssuna og til átaka kom. Fingrafarasérfræðingurinn, Tore Andre Walstad, sagði að ekki hafi tekist að greina fingraför Gísla á byssunni. Það sé þó ekki hægt að útiloka það að Gísli hafi reynt að ýta byssunni burt án þess að fingraför hafi orðið eftir á henni. Noregur Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Strax ljóst að Gísla yrði ekki bjargað Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísli Þór Þórarinssyni var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl segir að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. 22. september 2020 23:30 „Ég verð skugginn þinn þangað til þú hengir þig“ Gunnar Jóhann Gunnarsson segir að sér hafi ekki dottið í hug að nota neitt annað en haglabyss til að hræða hálfbróður sinn Gísla Þór Þórarinsson. Edel Olsen, réttargæslumaður íslenskra aðstandenda Gísla, spurðist fyrir um þetta í dómsal í dag. 22. september 2020 15:47 Tók biblíu, haglabyssu og Captain Morgan með sér heim til Gísla Gunnar Jóhann Gunnarsson segist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. 22. september 2020 09:23 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Gunnar Jóhann Gunnarsson fékk heimild frá dómara að yfirgefa dómsalinn í Héraðsdómi Austur-Finnmerkur í Noregi í morgun þegar sýndar voru myndir lögreglu frá blóðugum vettvangi drápsins. Réttarhöld yfir Gunnari héldu áfram í morgun en hann er ákærður fyrir að hafa banað hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, í norska bænum Mehamn í apríl á síðasta ári. Staðarmiðillinn iFinnmark segir frá því að mikið magn blóðs hafi sést á þeim myndum sem sýndar voru í dómsal. Eftir að búið var að sýna nokkrar myndir þá hafi Gunnar beðið um heimild til að yfirgefa salinn. Dómari varð við því. Mikið blóð á vettvangi Lögreglumaðurinn Arvid Bjerkåsen, sem bar vitni í morgun, hélt að því loknu áfram að segja frá aðkomunni á heimili Gísla Þórs þar sem hann fannst látinn. Sagði hann blóð hafa verið á bæði hurðum og hurðahúnum. „Það var blóð á hlutfallslega stóru svæði. Það kann að koma heim og saman við liggjandi mann sem hafi reynt að komast út, til dæmis til að kalla á hjálp.“ Bjerkåsen sagði ennfremur að blætt hafi úr slagæð Gísla Þórs sem skýri þetta mikla blóðmagn á gólfi og veggjum. Benti hann ennfremur á að blóðið á veggjunum bendi til að til átaka hafi komið. Það passi við orð ákærða. Fór að hlaða byssuna á ný Bjerkåsen hélt áfram og sagði að ákærði virðist hafa gengið um í íbúðinni, eftir að skotunum hafi verið hleypt af. Eitt skotið hafi hæft Gísla en annað fór í vegginn. Blóð hafi verið á sokkum, skóm, buxum og skyrtu Gunnars. Lögreglumaðurinn sagði að spor sýni að ákærði hafi svo farið inn í eitt svefnherbergjanna. Gunnar hefur sjálfur sagt við skýrslutöku að hann hafi farið þar inn til að hlaða haglabyssuna að nýju, með það í hyggju að svipta sig lífi. Leituðu til fingrafarasérfræðings Í frétt iFinnmark segir að við rannsókn málsins hafi lögregla leitað til fingrafarasérfræðings sem sagði að fingraför Gunnars hafi fundist á haglabyssunni. Gunnar hafði sjálfur sagt að skotinu hafi verið hleypt af fyrir slysni þegar Gísli hafi gripið í byssuna og til átaka kom. Fingrafarasérfræðingurinn, Tore Andre Walstad, sagði að ekki hafi tekist að greina fingraför Gísla á byssunni. Það sé þó ekki hægt að útiloka það að Gísli hafi reynt að ýta byssunni burt án þess að fingraför hafi orðið eftir á henni.
Noregur Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Strax ljóst að Gísla yrði ekki bjargað Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísli Þór Þórarinssyni var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl segir að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. 22. september 2020 23:30 „Ég verð skugginn þinn þangað til þú hengir þig“ Gunnar Jóhann Gunnarsson segir að sér hafi ekki dottið í hug að nota neitt annað en haglabyss til að hræða hálfbróður sinn Gísla Þór Þórarinsson. Edel Olsen, réttargæslumaður íslenskra aðstandenda Gísla, spurðist fyrir um þetta í dómsal í dag. 22. september 2020 15:47 Tók biblíu, haglabyssu og Captain Morgan með sér heim til Gísla Gunnar Jóhann Gunnarsson segist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. 22. september 2020 09:23 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Strax ljóst að Gísla yrði ekki bjargað Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísli Þór Þórarinssyni var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl segir að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. 22. september 2020 23:30
„Ég verð skugginn þinn þangað til þú hengir þig“ Gunnar Jóhann Gunnarsson segir að sér hafi ekki dottið í hug að nota neitt annað en haglabyss til að hræða hálfbróður sinn Gísla Þór Þórarinsson. Edel Olsen, réttargæslumaður íslenskra aðstandenda Gísla, spurðist fyrir um þetta í dómsal í dag. 22. september 2020 15:47
Tók biblíu, haglabyssu og Captain Morgan með sér heim til Gísla Gunnar Jóhann Gunnarsson segist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. 22. september 2020 09:23