Pálína: Valur missti ekki bara Helenu heldur líka langmesta karakterinn í Valsliðinu í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2020 16:31 Sylvía Rún Hálfdanardóttir býr sig undir að taka frákast á milli tveggja Snæfellsstelpan á síðustu leiktíð. Vísir/Vilhelm Það vita flestir að Helena Sverrisdóttir verður ekki með Valskonum í Domino´s deild kvenna í körfubolta framan af vetri en hún er ekki eini mikilvægi leikmaðurinn sem Valsliðið missti í sumar. Pálína Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur þáttarins, fór aðeins yfir breytingarnar á kvennaliði Vals í Domino´s Körfuboltakvöldi í gær en Valsliðið er án sterkra leikmanna í upphafi tímabils. Domino´s Körfuboltakvöld fór yfir öll átta lið deildarinnar og spáði í spilin. Það spá allir Valskonum Íslandsmeistaratitlinum en Pálína vakti athygli á því að liðið hefur misst tvo öfluga leikmenn. „Öll lið myndu sakna þess að hafa ekki sinn besta leikmann. Helena er meira heldur en besti leikmaðurinn því hún er framúrskarandi. Það er mikið skarð sem þarf að fylla í Valsliðinu,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir en hún vildi einnig leggja áherslu á mikilvægi Sylvíu Rúnar Hálfdanardóttur sem er hætt þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gömul. „Þær eru búnar að bæta aðeins við sig eins og Ólafur þjálfarinn þeirra talað um. Þær fengu Auði og Jóhönnu en þær hafa líka misst Sylvíu,“ sagði Pálína. Sylvía Rún Hálfdanardóttir var með 10,3 stig og 6,6 fráköst að meðaltali á 24,5 mínútum með Valsliðinu í fyrra. „Mér finnst Sylvía líka vera stór missir fyrir Valsliðið af því að í fyrra fannst mér Sylvía vera langmesti karakterinn í Valsliðnu. Þær eru allar ógeðslega góðar í körfubolta og spiluðu allar ógeðslega vel en hún kom með þennan neista og drifkraft,“ sagði Pálína. „Þegar hún skoraði þá fagnaði hún og hún náði liðinu með sér. Ég held það að missa bæði Helenu og Sylvíu, sem að mínu mati voru tveir bestu íslensku leikmenn liðsins ásamt Dagbjörtu Dögg, sé mikið högg,“ sagði Pálína. „Þær eru engu að síður gríðarlega öflugar og það er ástæða fyrir því að við spáum þeim fyrsta sætinu. Við höfum trú á því að þær fari alla leið þrátt fyrir þennan missi,“ sagði Pálína en það má sjá alla umfjöllunina um breytingarnar á Valsliðinu hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Breytingarnar á kvennaliði Vals Dominos-deild kvenna Valur Mest lesið Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Ísak á leið í atvinnumennsku Handbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Fleiri fréttir Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Sjá meira
Það vita flestir að Helena Sverrisdóttir verður ekki með Valskonum í Domino´s deild kvenna í körfubolta framan af vetri en hún er ekki eini mikilvægi leikmaðurinn sem Valsliðið missti í sumar. Pálína Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur þáttarins, fór aðeins yfir breytingarnar á kvennaliði Vals í Domino´s Körfuboltakvöldi í gær en Valsliðið er án sterkra leikmanna í upphafi tímabils. Domino´s Körfuboltakvöld fór yfir öll átta lið deildarinnar og spáði í spilin. Það spá allir Valskonum Íslandsmeistaratitlinum en Pálína vakti athygli á því að liðið hefur misst tvo öfluga leikmenn. „Öll lið myndu sakna þess að hafa ekki sinn besta leikmann. Helena er meira heldur en besti leikmaðurinn því hún er framúrskarandi. Það er mikið skarð sem þarf að fylla í Valsliðinu,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir en hún vildi einnig leggja áherslu á mikilvægi Sylvíu Rúnar Hálfdanardóttur sem er hætt þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gömul. „Þær eru búnar að bæta aðeins við sig eins og Ólafur þjálfarinn þeirra talað um. Þær fengu Auði og Jóhönnu en þær hafa líka misst Sylvíu,“ sagði Pálína. Sylvía Rún Hálfdanardóttir var með 10,3 stig og 6,6 fráköst að meðaltali á 24,5 mínútum með Valsliðinu í fyrra. „Mér finnst Sylvía líka vera stór missir fyrir Valsliðið af því að í fyrra fannst mér Sylvía vera langmesti karakterinn í Valsliðnu. Þær eru allar ógeðslega góðar í körfubolta og spiluðu allar ógeðslega vel en hún kom með þennan neista og drifkraft,“ sagði Pálína. „Þegar hún skoraði þá fagnaði hún og hún náði liðinu með sér. Ég held það að missa bæði Helenu og Sylvíu, sem að mínu mati voru tveir bestu íslensku leikmenn liðsins ásamt Dagbjörtu Dögg, sé mikið högg,“ sagði Pálína. „Þær eru engu að síður gríðarlega öflugar og það er ástæða fyrir því að við spáum þeim fyrsta sætinu. Við höfum trú á því að þær fari alla leið þrátt fyrir þennan missi,“ sagði Pálína en það má sjá alla umfjöllunina um breytingarnar á Valsliðinu hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Breytingarnar á kvennaliði Vals
Dominos-deild kvenna Valur Mest lesið Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Ísak á leið í atvinnumennsku Handbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Fleiri fréttir Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Sjá meira