Spá Haukum næstefsta sæti: „Held að þær verði svakalegar“ Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2020 13:01 Elísabeth Ýr Ægisdóttir og Bríet Sif Hinriksdóttir komu til Hauka frá Grindavík í sumar. mynd/@haukarbasket „Ég held að þær verði svakalegar,“ segir Bryndís Guðmundsdóttir um lið Hauka sem Dominos Körfuboltakvöld spáir 2. sæti í Dominos-deild kvenna í vetur. Keppnistímabilið í deildinni hefst í kvöld og í gærkvöld var hitað upp í Dominos Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. Fyrsti leikur Hauka er stórleikur við Skallagrím sem vann Val í Meistarakeppni KKÍ á sunnudaginn. Haukar voru í 5. sæti þegar síðustu leiktíð lauk, fyrr en ella vegna kórónuveirufaraldursins. Félagið hefur síðan meðal annars fengið til sín Irenu Sól Jónsdóttur úr Keflavík og Bríeti Sif Hinriksdóttur úr Grindavík sem bætast við stóran og góðan kjarna íslenskra leikmanna. „Bríet kom á óvart í fyrra með Grindavík, þó svo að liðið hafi fallið. Hún er frábær skytta, hefur unnið í varnarleik sínum og vaxið rosalega síðustu 2-3 ár. Hún á bara að halda áfram að vaxa og skila því inn til Haukanna,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. Með tvo af fjórum stigahæstu Íslendingunum Bríet varð í 3. sæti yfir stigahæstu Íslendingana í deildinni á síðustu leiktíð, á eftir Helenu Sverrisdóttur og Hildi Björgu Kjartansdóttur. Haukar áttu fyrir Lovísu Björt Henningsdóttur sem var í 4. sæti á þeim lista. „Ég held að það verði gaman að fylgjast með Bríeti í Haukum þar sem hún fær Þóru [Kristínu Jónsdóttur], landsliðsleikstjórnanda okkar, til að vinna með. Bríet er nefnilega algjörlega þannig leikmaður sem getur staðið fyrir utan þriggja stiga línuna og bara skotið,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Haukarnir eru náttúrulega með stærsta kjarnann af uppöldum leikmönnum – Haukastelpum. Það mun vega mjög þungt. Irena er líka að koma þarna inn og hún er þvílíkur varnarnagli. Sigrún Björg var náttúrulega mikill varnarmaður og gat skotið, þannig að maður sér Irenu svolítið koma inn í hennar stað í vörninni,“ benti Bryndís á. Þá geti Irena dekkað bestu bakverði andstæðingana, og þannig létt undir með Þóru: „Okkur fannst í fyrra að Þóra væri ekki að skila því sem hún gæti, því hún virtist þreytt. Hún þurfti að dekka besta manninn en líka að stjórna sókninni og skora flestu stigin fyrir Haukana. Ég held að það sé gott fyrir hana að þarna séu komnar fleiri til að leggja hönd á plóg,“ sagði Bryndís. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um Hauka Dominos-deild kvenna Haukar Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
„Ég held að þær verði svakalegar,“ segir Bryndís Guðmundsdóttir um lið Hauka sem Dominos Körfuboltakvöld spáir 2. sæti í Dominos-deild kvenna í vetur. Keppnistímabilið í deildinni hefst í kvöld og í gærkvöld var hitað upp í Dominos Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. Fyrsti leikur Hauka er stórleikur við Skallagrím sem vann Val í Meistarakeppni KKÍ á sunnudaginn. Haukar voru í 5. sæti þegar síðustu leiktíð lauk, fyrr en ella vegna kórónuveirufaraldursins. Félagið hefur síðan meðal annars fengið til sín Irenu Sól Jónsdóttur úr Keflavík og Bríeti Sif Hinriksdóttur úr Grindavík sem bætast við stóran og góðan kjarna íslenskra leikmanna. „Bríet kom á óvart í fyrra með Grindavík, þó svo að liðið hafi fallið. Hún er frábær skytta, hefur unnið í varnarleik sínum og vaxið rosalega síðustu 2-3 ár. Hún á bara að halda áfram að vaxa og skila því inn til Haukanna,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. Með tvo af fjórum stigahæstu Íslendingunum Bríet varð í 3. sæti yfir stigahæstu Íslendingana í deildinni á síðustu leiktíð, á eftir Helenu Sverrisdóttur og Hildi Björgu Kjartansdóttur. Haukar áttu fyrir Lovísu Björt Henningsdóttur sem var í 4. sæti á þeim lista. „Ég held að það verði gaman að fylgjast með Bríeti í Haukum þar sem hún fær Þóru [Kristínu Jónsdóttur], landsliðsleikstjórnanda okkar, til að vinna með. Bríet er nefnilega algjörlega þannig leikmaður sem getur staðið fyrir utan þriggja stiga línuna og bara skotið,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Haukarnir eru náttúrulega með stærsta kjarnann af uppöldum leikmönnum – Haukastelpum. Það mun vega mjög þungt. Irena er líka að koma þarna inn og hún er þvílíkur varnarnagli. Sigrún Björg var náttúrulega mikill varnarmaður og gat skotið, þannig að maður sér Irenu svolítið koma inn í hennar stað í vörninni,“ benti Bryndís á. Þá geti Irena dekkað bestu bakverði andstæðingana, og þannig létt undir með Þóru: „Okkur fannst í fyrra að Þóra væri ekki að skila því sem hún gæti, því hún virtist þreytt. Hún þurfti að dekka besta manninn en líka að stjórna sókninni og skora flestu stigin fyrir Haukana. Ég held að það sé gott fyrir hana að þarna séu komnar fleiri til að leggja hönd á plóg,“ sagði Bryndís. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um Hauka
Dominos-deild kvenna Haukar Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira