Eitt stærsta bílabíó sem haldið hefur verið á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. september 2020 23:57 Úr kvikmyndinni Hárinu. Eitt stærsta bílabíó sem haldið hefur verið hér á landi er á dagskrá úti á Granda í Reykjavík helgina 25.-28. september. RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, stendur fyrir bílabíóinu. Kvikmyndin Hárið (e. Hair) er ein af myndunum sem sýndar verða í bílabíóinu um helgina. Verkið ætti að vera flestum Íslendingum kunnugt enda oft verið sett upp í leikhúsum landsins. Bíógestir eru hvattir til að mæta í búningum í anda myndarinnar, auk þess sem Reykjavík Street Food verður með matarvagna á svæðinu og „ýmsar óvæntar uppákomur í bígerð“ að því er segir í tilkynningu. Ein kvikmynd er á dagskrá hvert kvöld bílabíósins og hefjast allar sýningar klukkan 21. Á dagskrá verða einnig: Ég er Gréta / I am Greta Heimildarmynd um hinn unga aðgerðarsinna Gretu Thunberg berst beinst á RIFF frá Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Um er að ræða persónulega heimildarmynd í leikstjórn sænska leikstjórans Nathan Grossman þar sem saga Gretu er rakin á hrífandi hátt frá upphafi baráttu hennar. Í myndinni fá áhorfendur innsýn í baráttu Gretu þar sem hún hittir ýmsa leiðtoga heims, skipuleggur fjöldamótmæli og undibýr ræðuhöld. Auk þess að kynnast hennar persónulegu högum og daglega lífi og því hvernig hún tekst á við mikið álag, endalaus ferðalög, gagnrýni almennings og það að vera orðin andlit baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Hunskastu út/Get the Hell Out Hunskastu út kemur hingað frá heimsfrumsýningu á Toronto-kvikmyndahátíðinni, einni stærstu hátíð í heimi en þetta fyrsta kvikmynd leikstjórans Wang I-Fan í fullri lengd. Hér er á ferðinni alvöru hryllingsmynd í anda Covid19 um mann sem reynist sá eini á vinnustað sínum sem er ónæmur fyrir banvænum vírus er breytir fólki í uppvakninga. Sputnik Þessi mynd er uppáhald dagskrárstjórans Frédéric Boyer og frumraun leikstjórans Egor Abramenko á þessu sviði. Hrollvekjandispennumynd sem gerist á hátindi kalda stríðsins. Áætlað var að frumsýna myndina á Tribeca hátíðinni í apríl síðastliðinum en hún er nú komin út í Rússalandi og hefur hlotið góða dóma meðal gagnrýnenda. Hér segir af leiðangursstjóra sóvesks geimskips sem kemst einn lífs af eftir misheppnaðan leiðangur. Í kjölfar þessað þekktur rússneskur sálfræðingur er fenginn til að meta andlega heilsu leiðangursstjórans verður ljóst að eitthvað hættulegt gæti hafa fylgt honum aftur til jarðar. Miðasala í Bílabíó RIFF er hafin á Riff.is. Bíó og sjónvarp Reykjavík Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Glatkistunni lokað Menning Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Fleiri fréttir Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Eitt stærsta bílabíó sem haldið hefur verið hér á landi er á dagskrá úti á Granda í Reykjavík helgina 25.-28. september. RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, stendur fyrir bílabíóinu. Kvikmyndin Hárið (e. Hair) er ein af myndunum sem sýndar verða í bílabíóinu um helgina. Verkið ætti að vera flestum Íslendingum kunnugt enda oft verið sett upp í leikhúsum landsins. Bíógestir eru hvattir til að mæta í búningum í anda myndarinnar, auk þess sem Reykjavík Street Food verður með matarvagna á svæðinu og „ýmsar óvæntar uppákomur í bígerð“ að því er segir í tilkynningu. Ein kvikmynd er á dagskrá hvert kvöld bílabíósins og hefjast allar sýningar klukkan 21. Á dagskrá verða einnig: Ég er Gréta / I am Greta Heimildarmynd um hinn unga aðgerðarsinna Gretu Thunberg berst beinst á RIFF frá Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Um er að ræða persónulega heimildarmynd í leikstjórn sænska leikstjórans Nathan Grossman þar sem saga Gretu er rakin á hrífandi hátt frá upphafi baráttu hennar. Í myndinni fá áhorfendur innsýn í baráttu Gretu þar sem hún hittir ýmsa leiðtoga heims, skipuleggur fjöldamótmæli og undibýr ræðuhöld. Auk þess að kynnast hennar persónulegu högum og daglega lífi og því hvernig hún tekst á við mikið álag, endalaus ferðalög, gagnrýni almennings og það að vera orðin andlit baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Hunskastu út/Get the Hell Out Hunskastu út kemur hingað frá heimsfrumsýningu á Toronto-kvikmyndahátíðinni, einni stærstu hátíð í heimi en þetta fyrsta kvikmynd leikstjórans Wang I-Fan í fullri lengd. Hér er á ferðinni alvöru hryllingsmynd í anda Covid19 um mann sem reynist sá eini á vinnustað sínum sem er ónæmur fyrir banvænum vírus er breytir fólki í uppvakninga. Sputnik Þessi mynd er uppáhald dagskrárstjórans Frédéric Boyer og frumraun leikstjórans Egor Abramenko á þessu sviði. Hrollvekjandispennumynd sem gerist á hátindi kalda stríðsins. Áætlað var að frumsýna myndina á Tribeca hátíðinni í apríl síðastliðinum en hún er nú komin út í Rússalandi og hefur hlotið góða dóma meðal gagnrýnenda. Hér segir af leiðangursstjóra sóvesks geimskips sem kemst einn lífs af eftir misheppnaðan leiðangur. Í kjölfar þessað þekktur rússneskur sálfræðingur er fenginn til að meta andlega heilsu leiðangursstjórans verður ljóst að eitthvað hættulegt gæti hafa fylgt honum aftur til jarðar. Miðasala í Bílabíó RIFF er hafin á Riff.is.
Bíó og sjónvarp Reykjavík Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Glatkistunni lokað Menning Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Fleiri fréttir Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira