200 þúsund dánir í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2020 19:58 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa staðið sig „ótrúlega vel“ gegn Covid-19. AP/Alex Brandon Fjöldi látinna í Bandaríkjunum vegna Covid-19 er kominn yfir 200 þúsund. Hvergi hafa fleiri dáið né smitast vegna kórónuveirunnar, svo vitað sé. Sérfræðingar segja þó að líklega sé raunverulegur fjöldi látinna mun hærri. Margir hafi verið úrskurðaðir látnir vegna annarra saka og þá sérstaklega í upphafi faraldursins. Þetta gerðist í dag en fyrr í dag tilkynnti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin að á undanfarinni viku hafi nærri því tvær milljónir greinst smitaðir og hafa þeir aldrei verið fleiri. Smituðum fjölgaði í öllum álfum heimsins nema Afríku. Í heildina hafa 31,4 milljónir smitast og 967 þúsund hafa dáið, samkvæmt opinberum tölum. Smituðum fjölgar en dauðfsöllum fækkar Samhliða mikilli fjölgun smitaðra undanfarnar vikur hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin þó greint töluverða fækkun látinna. Undanfarna viku dóu 37,7 þúsund manns vegna Covid-19 og er það um tíu prósenta lækkun á milli vikna. Í Bandaríkjunum hafa um 770 manns dáið á degi hverjum, að meðaltali, og gera líkön ráð fyrir að fjöldi látinna geti tvöfaldast fram að áramótum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þrátt fyrir að einungis fimm prósent jarðarbúa búi í Bandaríkjunum eru um 20 prósent þeirra sem hafa dáið í heiminum þaðan. Í sjónvarpsviðtali í dag, stærði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sig af árangri sínum í að berjast gegn heimsfaraldrinum. Lýsti hann árangrinum sem „ótrúlegum“ og „frábærum“. „Það eina sem ég hef staðið mig í almannatengslum því við höfum ekki getað sannfært fólk, í rauninni fölsku fréttirnar, um það hve frábærlega við höfum staðið okkur,“ sagði Trump. Sérfræðingar eru ekki sammála því að Trump hafi staðið sig eins vel og hann vill láta. Einn slíkur, Dr. Cedric Dark, sagði AP að allir þjóðarleiðtogar hefðu gengist sama prófið. Sumum hefði gengið vel og öðrum ekki. „Í okkar tilfelli, þá misheppnaðist okkur algerlega.“ Í upphafi faraldursins voru fá ríki, ef einhver, betur stödd en Bandaríkin til þess að takast á við faraldur af þessu tagi. Ríkið býr yfir umfangsmikilli þekkingu og hafði safnað miklum birgðum af lyfjum og verndarbúnaði. Sérfræðingar sem AP ræddi við segja ljóst að skortur á leiðsögn úr Hvíta húsinu hafi gert ástandið verra. Til að mynda sé enn þann dag í dag ekki búið að gera nokkurs konar heildstæða skimunaráætlun eða stefnu í ríkinu. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Faraldurinn í miklum vexti víða um heim 20. september 2020 13:00 Aldrei fleiri greinst með veiruna í Danmörku 589 greindust með kórónuveiruna í Danmörku síðastliðinn sólarhring. Aldrei hafa fleiri smitast í Danmörku frá því að faraldurinn barst þangað til lands. 19. september 2020 12:20 Fjöldi smitaðra kominn yfir 30 milljónir Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafi smitast af Covid-19 er kominn yfir 30 milljónir. Það er samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans sem byggir á opinberum tölum. 18. september 2020 06:45 Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11 Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Sjá meira
Fjöldi látinna í Bandaríkjunum vegna Covid-19 er kominn yfir 200 þúsund. Hvergi hafa fleiri dáið né smitast vegna kórónuveirunnar, svo vitað sé. Sérfræðingar segja þó að líklega sé raunverulegur fjöldi látinna mun hærri. Margir hafi verið úrskurðaðir látnir vegna annarra saka og þá sérstaklega í upphafi faraldursins. Þetta gerðist í dag en fyrr í dag tilkynnti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin að á undanfarinni viku hafi nærri því tvær milljónir greinst smitaðir og hafa þeir aldrei verið fleiri. Smituðum fjölgaði í öllum álfum heimsins nema Afríku. Í heildina hafa 31,4 milljónir smitast og 967 þúsund hafa dáið, samkvæmt opinberum tölum. Smituðum fjölgar en dauðfsöllum fækkar Samhliða mikilli fjölgun smitaðra undanfarnar vikur hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin þó greint töluverða fækkun látinna. Undanfarna viku dóu 37,7 þúsund manns vegna Covid-19 og er það um tíu prósenta lækkun á milli vikna. Í Bandaríkjunum hafa um 770 manns dáið á degi hverjum, að meðaltali, og gera líkön ráð fyrir að fjöldi látinna geti tvöfaldast fram að áramótum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þrátt fyrir að einungis fimm prósent jarðarbúa búi í Bandaríkjunum eru um 20 prósent þeirra sem hafa dáið í heiminum þaðan. Í sjónvarpsviðtali í dag, stærði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sig af árangri sínum í að berjast gegn heimsfaraldrinum. Lýsti hann árangrinum sem „ótrúlegum“ og „frábærum“. „Það eina sem ég hef staðið mig í almannatengslum því við höfum ekki getað sannfært fólk, í rauninni fölsku fréttirnar, um það hve frábærlega við höfum staðið okkur,“ sagði Trump. Sérfræðingar eru ekki sammála því að Trump hafi staðið sig eins vel og hann vill láta. Einn slíkur, Dr. Cedric Dark, sagði AP að allir þjóðarleiðtogar hefðu gengist sama prófið. Sumum hefði gengið vel og öðrum ekki. „Í okkar tilfelli, þá misheppnaðist okkur algerlega.“ Í upphafi faraldursins voru fá ríki, ef einhver, betur stödd en Bandaríkin til þess að takast á við faraldur af þessu tagi. Ríkið býr yfir umfangsmikilli þekkingu og hafði safnað miklum birgðum af lyfjum og verndarbúnaði. Sérfræðingar sem AP ræddi við segja ljóst að skortur á leiðsögn úr Hvíta húsinu hafi gert ástandið verra. Til að mynda sé enn þann dag í dag ekki búið að gera nokkurs konar heildstæða skimunaráætlun eða stefnu í ríkinu.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Faraldurinn í miklum vexti víða um heim 20. september 2020 13:00 Aldrei fleiri greinst með veiruna í Danmörku 589 greindust með kórónuveiruna í Danmörku síðastliðinn sólarhring. Aldrei hafa fleiri smitast í Danmörku frá því að faraldurinn barst þangað til lands. 19. september 2020 12:20 Fjöldi smitaðra kominn yfir 30 milljónir Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafi smitast af Covid-19 er kominn yfir 30 milljónir. Það er samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans sem byggir á opinberum tölum. 18. september 2020 06:45 Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11 Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Sjá meira
Aldrei fleiri greinst með veiruna í Danmörku 589 greindust með kórónuveiruna í Danmörku síðastliðinn sólarhring. Aldrei hafa fleiri smitast í Danmörku frá því að faraldurinn barst þangað til lands. 19. september 2020 12:20
Fjöldi smitaðra kominn yfir 30 milljónir Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafi smitast af Covid-19 er kominn yfir 30 milljónir. Það er samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans sem byggir á opinberum tölum. 18. september 2020 06:45
Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11