Langaði alltaf að verða kokkur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. september 2020 14:30 Markaðsfræðingurinn Felix Gylfason er mikill matgæðingur. Hann hefur í mörg ár aðstoðað fólk við að ákveða hvað eigi að hafa í matinn. Mynd úr einkasafni Felix Gylfason markaðsfræðingur og matgæðingur ætlaði alltaf að verða kokkur þegar hann varð yngri. Það varð ekkert af þeim draumi en í dag hjálpar hann Íslendingum að velja hvað eigi að hafa í matinn. „Við erum með um 12.000 netföng skráð í kerfið,“ segir Felix í samtali við Vísi um síðuna sína Hvað er í matinn? Felix á sjálfur fjögur börn en hugmyndin að matarvefnum kom fyrir nokkrum árum. Markmiðið er að auðvelda fólki að svara þessari erfiðu spurningu sem kemur oft upp seinnipart dagsins „Hvað er í matinn?“ sem svo margir kannast við. 1.300 uppskriftir „Oft er maður að gera sama réttinn aftur og aftur og að það vanti fjölbreyttari hugmyndir af matnum heima. Þá kom þessi hugmynd að geta sett inn forsendur fyrir hvern dag vikunnar og fá uppskriftir í samræmi við þær. En notandinn setur sem sagt inn forsendur fyrir alla daga vikunnar, til dæmis fisk á mánudögum, kjúkling á þriðjudögum, pasta á miðvikudögum og svo framvegis og fær uppskriftir miðað við það.“ Ef þér líkar ekki rétturinn getur þú smellt á einn hnapp og ný uppskrift kemur inn. „Það eru um 1.300 uppskriftir á vefnum og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Þá er líka nýr Keto flokkur kominn inn,“ segir Felix. Hann hefur verið með uppskriftavefinn sinn frá árinu 2006 og hefur mikla ástríðu fyrir matargerðinni. Mynd/Hvað er í matinn? Gaman að halda matarboð „Síðan er ókeypis fyrir notendur en einhverjar tekjur koma frá auglýsendum til að styrkja við síðuna og halda henni gangandi. Við höfum fengið góð viðbrögð við síðunni og er þetta mikil hjálparhella við heimilisstörfin. Mig langaði alltaf að verða kokkur þegar ég var yngri en ekkert varð úr því og hef verið að fikta við matargerð bara sjálfur og finnst gaman að bjóða heim í mat.“ Felix segir að uppskriftavefurinn sé fyrir alla sem elda heima og vilja fjölbreyttan matseðil. „Þetta eru auðveldar heimilisuppskriftir og er til dæmis hægt að velja uppskriftir eftir eldunartíma, upprunalandi, eldunaraðferð og fleira. Einnig er hægt að breyta innihaldi uppskrifta eftir því hversu margir eru í mat, frá einum og upp í tíu. Þá er hægt að fá innkaupalista fyrir öll hráefni vikunnar og er síðan svo tengd netverslun og því hægt að fá allt sent heim að dyrum og byrja að elda.“ Mynd/Hvað er í matinn? Felix er líka duglegur að birta fróðleik og fleira áhugavert á samfélagsmiðlum síðunnar. Á síðunni má líka finna ýmis húsráð, eins og hvernig eigi að losna við óæskilega lykt úr ísskápnum á heimilinu. „Gott ráð til að taka vonda lykt úr ísskápnum er að setja skorna sítrónu í skál og strá salti yfir hana, stinga henni svo í ísskápinn og vonda lyktin hverfur eins og dögg fyrir sólu.“ Hér fyrir neðan má finna eina af uppskriftunum af síðunni Hvað er í matinn? Tikka Masala kjúklingur frá grunni 5 msk JÓGÚRT, hreint 3 msk ÓLÍFUOLÍA 1 msk TÓMATÞYKKNI / TÓMATPURE 1 msk HRÁSYKUR 600 gr Kjúklingabringur, án skinns 400 gr TÓMATAR, niðursoðnir 10 gr ENGIFER 10 gr Kóríander, lauf 1 stk LAUKUR, hrár 2 stk CHILI Rauður 4 stk HVÍTLAUKSRIF 1 tsk KARRÍ, duft 1 tsk TURMERIK 2 tsk GARAM MASALA, Krydd Aðferð Gott er að mæla allt krydd (má blanda því saman) og skera lauk, chilli, engifer og hreinsa hvítlaukinn áður en olían er hituð. Hitið olíuna á pönnu Bætið lauknum útí og steikið í 1-2 min Bætið þá chili, rifnu engifer og pressuðum hvítlauk útí og steikið í 2-3 min. Bætið túrmerik, garam masala og sykrinum út í pönnuna og blandið saman. Steikið í 2-3 min. Bætið þá tómatmaukinu við og hökkuðu (niðursoðnu) tómötunum og steikið í nokkrar mín. Passið að hafa blönduna ekki of blauta. Setjið innihald pönnunnar yfir í matvinnsluvél og hakkið þar til þið eruð komin með slétta paste sósu. Skerið kjúklinginn í teninga. Bætið 1-2 msk af olíu á pönnu og steikið kjúklinginn svo hann lokist á öllum hliðum, ekki steikja of lengi svo kjúklingurinn verði ekki of þurr. Bætið sósunni úr matvinnsluvélinni á pönnuna með kjúklingnum og bætið við karrílaufunum / kryddinu. (ef það var ekki sett í blönduna fyrst). Látið þetta malla saman í um 10 mín eða þangað til kjúklingurinn er gegnumsteiktur. Setjið þá jógúrtina útí sósuna, það má setja meira útí ef þið viljið sósuna ljósari. Bætið helmingnum af koríander laufunum við og hrærið. Berið fram með hrísgrjónum og skreytið með afgangi af koriander laufunum. Einnig má hafa með naan brauð og jógúrtsósu með þessu. Til að hafa réttinn minna sterkan má hreinsa fræin úr chilli – inu. Matur Uppskriftir Kjúklingur Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Sjá meira
Felix Gylfason markaðsfræðingur og matgæðingur ætlaði alltaf að verða kokkur þegar hann varð yngri. Það varð ekkert af þeim draumi en í dag hjálpar hann Íslendingum að velja hvað eigi að hafa í matinn. „Við erum með um 12.000 netföng skráð í kerfið,“ segir Felix í samtali við Vísi um síðuna sína Hvað er í matinn? Felix á sjálfur fjögur börn en hugmyndin að matarvefnum kom fyrir nokkrum árum. Markmiðið er að auðvelda fólki að svara þessari erfiðu spurningu sem kemur oft upp seinnipart dagsins „Hvað er í matinn?“ sem svo margir kannast við. 1.300 uppskriftir „Oft er maður að gera sama réttinn aftur og aftur og að það vanti fjölbreyttari hugmyndir af matnum heima. Þá kom þessi hugmynd að geta sett inn forsendur fyrir hvern dag vikunnar og fá uppskriftir í samræmi við þær. En notandinn setur sem sagt inn forsendur fyrir alla daga vikunnar, til dæmis fisk á mánudögum, kjúkling á þriðjudögum, pasta á miðvikudögum og svo framvegis og fær uppskriftir miðað við það.“ Ef þér líkar ekki rétturinn getur þú smellt á einn hnapp og ný uppskrift kemur inn. „Það eru um 1.300 uppskriftir á vefnum og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Þá er líka nýr Keto flokkur kominn inn,“ segir Felix. Hann hefur verið með uppskriftavefinn sinn frá árinu 2006 og hefur mikla ástríðu fyrir matargerðinni. Mynd/Hvað er í matinn? Gaman að halda matarboð „Síðan er ókeypis fyrir notendur en einhverjar tekjur koma frá auglýsendum til að styrkja við síðuna og halda henni gangandi. Við höfum fengið góð viðbrögð við síðunni og er þetta mikil hjálparhella við heimilisstörfin. Mig langaði alltaf að verða kokkur þegar ég var yngri en ekkert varð úr því og hef verið að fikta við matargerð bara sjálfur og finnst gaman að bjóða heim í mat.“ Felix segir að uppskriftavefurinn sé fyrir alla sem elda heima og vilja fjölbreyttan matseðil. „Þetta eru auðveldar heimilisuppskriftir og er til dæmis hægt að velja uppskriftir eftir eldunartíma, upprunalandi, eldunaraðferð og fleira. Einnig er hægt að breyta innihaldi uppskrifta eftir því hversu margir eru í mat, frá einum og upp í tíu. Þá er hægt að fá innkaupalista fyrir öll hráefni vikunnar og er síðan svo tengd netverslun og því hægt að fá allt sent heim að dyrum og byrja að elda.“ Mynd/Hvað er í matinn? Felix er líka duglegur að birta fróðleik og fleira áhugavert á samfélagsmiðlum síðunnar. Á síðunni má líka finna ýmis húsráð, eins og hvernig eigi að losna við óæskilega lykt úr ísskápnum á heimilinu. „Gott ráð til að taka vonda lykt úr ísskápnum er að setja skorna sítrónu í skál og strá salti yfir hana, stinga henni svo í ísskápinn og vonda lyktin hverfur eins og dögg fyrir sólu.“ Hér fyrir neðan má finna eina af uppskriftunum af síðunni Hvað er í matinn? Tikka Masala kjúklingur frá grunni 5 msk JÓGÚRT, hreint 3 msk ÓLÍFUOLÍA 1 msk TÓMATÞYKKNI / TÓMATPURE 1 msk HRÁSYKUR 600 gr Kjúklingabringur, án skinns 400 gr TÓMATAR, niðursoðnir 10 gr ENGIFER 10 gr Kóríander, lauf 1 stk LAUKUR, hrár 2 stk CHILI Rauður 4 stk HVÍTLAUKSRIF 1 tsk KARRÍ, duft 1 tsk TURMERIK 2 tsk GARAM MASALA, Krydd Aðferð Gott er að mæla allt krydd (má blanda því saman) og skera lauk, chilli, engifer og hreinsa hvítlaukinn áður en olían er hituð. Hitið olíuna á pönnu Bætið lauknum útí og steikið í 1-2 min Bætið þá chili, rifnu engifer og pressuðum hvítlauk útí og steikið í 2-3 min. Bætið túrmerik, garam masala og sykrinum út í pönnuna og blandið saman. Steikið í 2-3 min. Bætið þá tómatmaukinu við og hökkuðu (niðursoðnu) tómötunum og steikið í nokkrar mín. Passið að hafa blönduna ekki of blauta. Setjið innihald pönnunnar yfir í matvinnsluvél og hakkið þar til þið eruð komin með slétta paste sósu. Skerið kjúklinginn í teninga. Bætið 1-2 msk af olíu á pönnu og steikið kjúklinginn svo hann lokist á öllum hliðum, ekki steikja of lengi svo kjúklingurinn verði ekki of þurr. Bætið sósunni úr matvinnsluvélinni á pönnuna með kjúklingnum og bætið við karrílaufunum / kryddinu. (ef það var ekki sett í blönduna fyrst). Látið þetta malla saman í um 10 mín eða þangað til kjúklingurinn er gegnumsteiktur. Setjið þá jógúrtina útí sósuna, það má setja meira útí ef þið viljið sósuna ljósari. Bætið helmingnum af koríander laufunum við og hrærið. Berið fram með hrísgrjónum og skreytið með afgangi af koriander laufunum. Einnig má hafa með naan brauð og jógúrtsósu með þessu. Til að hafa réttinn minna sterkan má hreinsa fræin úr chilli – inu.
Matur Uppskriftir Kjúklingur Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Sjá meira