Ævisaga á leiðinni um Herra Hnetusmjör: „Ég er besti rappari á Íslandi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. september 2020 10:30 Hann var á góðri leið með að lenda á vondum stað en sneri við blaðinu áður en það varð of seint og segir að trúin og nýja barnið haldi honum á mottunni. Í Íslandi í dag í gærkvöldi fengu áhorfendur að kynnast Hr. Hnetusmjöri sem heitir reyndar Árni Páll Árnason og er að eigin sögn besti rappari landsins. „Ég var alltaf bekkjartrúðurinn og kannski smá vesen á mér en ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Herra Hnetusmjör sem langaði að verða fréttamaður þegar hann var yngri. „Þegar ég gef út fyrsta lagið mitt er ég sautján ára gamall og er bara í menntaskóla að djamma. Markhópurinn sem greip lagið voru bara sautján ára krakkar í menntaskóla að djamma,“ segir rapparinn og á hann þar við lagið Elías. Átrúnaðargoð hans eru Snoop Dogg, Akon, Eminem, 50 Cent og Rick Ross. Hann hefur gríðarlega trú á sjálfum sér. Eitrað umhverfi „Mér finnst ég vera besti rappari á Íslandi en ég held að hinum röppurunum á Íslandi finnist þeir vera bestir á Íslandi. Þetta er frekar eitrað umhverfi, rappheimurinn og þú verður bara að vera bestur.“ Hann var aðeins fimmtán ára þegar hann byrjaði að fikta við vímuefni. „Ég var heima hjá félaga mínum að prófa kannabis. Svo var það í menntaskóla þegar ég byrjaði að fikta með áfengi og síðan var þetta bara verra og verra og ég var mjög fljótur að klára mig.“ Hann segir sögu af því að þegar hann var nýorðinn átján ára braust hann inn í húsnæði í Hveragerði. Árni og fjölskyldan. „Ég var þarna á djamminu og labbaði inn í vitlaust hús eða í raun braut upp hurðina. Ég var ekki í rosalega góðu ástandi og það hafði einhverja eftir mála og það fór einhver status í gang á Facebook þar sem það var einhver var að deila frásögn að það hefði einhver maður brotist inn til sín,“ segir Árni en hann hafði samt sem áður samband við konuna sem hann braust inn til og baðst afsökunar og vildi fá að borga skaðann sem hann hafði valdið. Um ári síðar fór hann í meðferð og hefur verið edrú síðan. Fjögur ár edrú „Edrúdagurinn minn er 21. nóvember 2016,“ segir rapparinn sem kynntist í framhaldinu kærustunni sinni og í dag eiga þau saman sjö mánaða son. „Ég er búinn að búa til rétt undir hundrað lög og búinn að gefa út mikið af tónlist. Ég er að halda tónleika 3. október í Háskólabíó, sitjandi gigg með hljómsveit og ég er mjög spenntur fyrir því. En það sem enginn veit er að ég er að vinna í ævisögu og hún kemur út núna fyrir jól. Bjartur og veröld gefur hana út og Sóli Hólm er að skrifa hana. Þar fær lesandinn að heyra allt og ég dreg mig ekki jafn mikið til hlés í bókinni.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Tónlist Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Sjá meira
Hann var á góðri leið með að lenda á vondum stað en sneri við blaðinu áður en það varð of seint og segir að trúin og nýja barnið haldi honum á mottunni. Í Íslandi í dag í gærkvöldi fengu áhorfendur að kynnast Hr. Hnetusmjöri sem heitir reyndar Árni Páll Árnason og er að eigin sögn besti rappari landsins. „Ég var alltaf bekkjartrúðurinn og kannski smá vesen á mér en ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Herra Hnetusmjör sem langaði að verða fréttamaður þegar hann var yngri. „Þegar ég gef út fyrsta lagið mitt er ég sautján ára gamall og er bara í menntaskóla að djamma. Markhópurinn sem greip lagið voru bara sautján ára krakkar í menntaskóla að djamma,“ segir rapparinn og á hann þar við lagið Elías. Átrúnaðargoð hans eru Snoop Dogg, Akon, Eminem, 50 Cent og Rick Ross. Hann hefur gríðarlega trú á sjálfum sér. Eitrað umhverfi „Mér finnst ég vera besti rappari á Íslandi en ég held að hinum röppurunum á Íslandi finnist þeir vera bestir á Íslandi. Þetta er frekar eitrað umhverfi, rappheimurinn og þú verður bara að vera bestur.“ Hann var aðeins fimmtán ára þegar hann byrjaði að fikta við vímuefni. „Ég var heima hjá félaga mínum að prófa kannabis. Svo var það í menntaskóla þegar ég byrjaði að fikta með áfengi og síðan var þetta bara verra og verra og ég var mjög fljótur að klára mig.“ Hann segir sögu af því að þegar hann var nýorðinn átján ára braust hann inn í húsnæði í Hveragerði. Árni og fjölskyldan. „Ég var þarna á djamminu og labbaði inn í vitlaust hús eða í raun braut upp hurðina. Ég var ekki í rosalega góðu ástandi og það hafði einhverja eftir mála og það fór einhver status í gang á Facebook þar sem það var einhver var að deila frásögn að það hefði einhver maður brotist inn til sín,“ segir Árni en hann hafði samt sem áður samband við konuna sem hann braust inn til og baðst afsökunar og vildi fá að borga skaðann sem hann hafði valdið. Um ári síðar fór hann í meðferð og hefur verið edrú síðan. Fjögur ár edrú „Edrúdagurinn minn er 21. nóvember 2016,“ segir rapparinn sem kynntist í framhaldinu kærustunni sinni og í dag eiga þau saman sjö mánaða son. „Ég er búinn að búa til rétt undir hundrað lög og búinn að gefa út mikið af tónlist. Ég er að halda tónleika 3. október í Háskólabíó, sitjandi gigg með hljómsveit og ég er mjög spenntur fyrir því. En það sem enginn veit er að ég er að vinna í ævisögu og hún kemur út núna fyrir jól. Bjartur og veröld gefur hana út og Sóli Hólm er að skrifa hana. Þar fær lesandinn að heyra allt og ég dreg mig ekki jafn mikið til hlés í bókinni.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Tónlist Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Sjá meira