Telur að rífa þurfi Fossvogsskóla vegna myglu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. september 2020 06:43 Farið var í umfangsmiklar framkvæmdir á húsnæði Fossvogsskóla vegna myglu- og rakaskemmda. Vísir/Egill Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að rífa þurfi skólabyggingu Fossvogsskóla vegna myglu. Móðir stúlku í skólanum segir dóttur sína enn finna fyrir einkennum myglu, þrátt fyrir umfangsmiklar framkvæmdir við húsnæðið sem lauk í sumar. Framkvæmdirnar áttu að tryggja heilnæm loftgæði. Fjallað er um málið á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Fyrst var farið í framkvæmdir á skólanum í fyrra og var þá meðal annars gert við þak á Vesturlandi, einni byggingu skólans, sem var illa farið vegna raka og myglu. Í vor stigu foreldrar barna fram og lýstu því að börn þeirra fyndu enn fyrir einkennum myglu. Aftur var farið í framkvæmdir í sumar og er nú beðið eftir lokaúttektarskýrslu verkfræðistofunnar Verkís vegna þeirra framkvæmda. „Í Kópavogi var Kársnesskóli rifinn vegna myglu og rakaskemmda. Ég tel að það þurfi að gera hið sama í tilfelli Fossvogsskóla,“ segir Valgerður í samtali við Fréttablaðið og leggur áherslu á að fá að vita hvernig mygla fannst. Það sé það sem skipti máli. „Ef þau sýni sem voru tekin voru ekki send til greiningar til Náttúrufræðistofnunar Íslands, líkt og gert var fyrst þegar myglan fannst, þá finnst mér það verulega ámælisvert.“ Þá bendir Valgerður á að tveimur dögum eftir að skólastarf hófs í haust hafi fundist mygla inni á salerni þrátt fyrir allar endurbæturnar. Í Fréttablaðinu er einnig rætt við Jónínu Sigurðardóttur en dóttir hennar er nemandi við Fossvogsskóla. Að sögn Jónínu fann dóttir hennar fyrir miklum einkennum myglu nú í haust. „Ég hef miklar áhyggjur af heilsu hennar til framtíðar,“ segir Jónína. Þá hafi gengið illa að fá svör frá skólanum; enginn vilji svara því hvað var gert eða neitt í þá veru. Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að rífa þurfi skólabyggingu Fossvogsskóla vegna myglu. Móðir stúlku í skólanum segir dóttur sína enn finna fyrir einkennum myglu, þrátt fyrir umfangsmiklar framkvæmdir við húsnæðið sem lauk í sumar. Framkvæmdirnar áttu að tryggja heilnæm loftgæði. Fjallað er um málið á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Fyrst var farið í framkvæmdir á skólanum í fyrra og var þá meðal annars gert við þak á Vesturlandi, einni byggingu skólans, sem var illa farið vegna raka og myglu. Í vor stigu foreldrar barna fram og lýstu því að börn þeirra fyndu enn fyrir einkennum myglu. Aftur var farið í framkvæmdir í sumar og er nú beðið eftir lokaúttektarskýrslu verkfræðistofunnar Verkís vegna þeirra framkvæmda. „Í Kópavogi var Kársnesskóli rifinn vegna myglu og rakaskemmda. Ég tel að það þurfi að gera hið sama í tilfelli Fossvogsskóla,“ segir Valgerður í samtali við Fréttablaðið og leggur áherslu á að fá að vita hvernig mygla fannst. Það sé það sem skipti máli. „Ef þau sýni sem voru tekin voru ekki send til greiningar til Náttúrufræðistofnunar Íslands, líkt og gert var fyrst þegar myglan fannst, þá finnst mér það verulega ámælisvert.“ Þá bendir Valgerður á að tveimur dögum eftir að skólastarf hófs í haust hafi fundist mygla inni á salerni þrátt fyrir allar endurbæturnar. Í Fréttablaðinu er einnig rætt við Jónínu Sigurðardóttur en dóttir hennar er nemandi við Fossvogsskóla. Að sögn Jónínu fann dóttir hennar fyrir miklum einkennum myglu nú í haust. „Ég hef miklar áhyggjur af heilsu hennar til framtíðar,“ segir Jónína. Þá hafi gengið illa að fá svör frá skólanum; enginn vilji svara því hvað var gert eða neitt í þá veru.
Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira