Íslenski boltinn

Bjarni Guðjónsson á bekknum sem leikmaður

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarni Guðjónsson er aðstoðarþjálfari KR.
Bjarni Guðjónsson er aðstoðarþjálfari KR. vísir/bára

Bjarni Guðjónsson er á meðal varamanna KR er liðið mætir Breiðabliki í Pepsi Max deild karla í kvöld.

Bjarni er aðstoðarþjálfari KR og er þar Rúnari Kristinssyni til aðstoðar en í kvöld er hann væntanlega með skó og legghlífar með sér.

KR spilaði í Eistlandi á fimmtudaginn og þeir leikmenn sem ekki fóru með í þá ferð geta ekki verið á bekknum hjá KR í kvöld því meistararnir eru í vinnustaðasóttkví.

Því ákváðu KR-ingar að bregða á það ráð að setja aðstoðarþjálfarann á leikskýrslu sem leikmann en KR er með Bjarna og fjóra aðra á bekknum í kvöld.

Bjarni var frábær á sínum tíma sem leikmaður og lék í atvinnumennsku og með landsliðinu en síðasta tímabil hans á Íslandi var árið 2013.

Hægt er að fylgjast með leik Breiðabliks og KR í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×