Hardy sagður líklegastur sem næsti Bond Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. september 2020 22:12 Gæti þetta verið næsta andlit James Bond? Max Mumby/Indigo/Getty Images Enski leikarinn Tom Hardy er á meðal þeirra sem taldir eru líklegir til að hljóta hið eftirsótta hlutskipti að glæða njósnarann James Bond lífi í næstu kvikmynd um kappann. Samlandi hans, Daniel Craig, hefur leikið njósnarann, sem ber kennimerkið 007 hjá bresku leyniþjónustunni, í síðustu fimm myndum um hann. Það hefur þó ekki verið staðfest að Hardy verði sá sem verður þeirra gæfu aðnjótandi að leika Bond í næstu mynd, en Independent heldur því fram að hann sé líklegastur. Blaðið hefur þó sett fram lista yfir þá leikara sem fjallað hefur verið um að gætu tekið við hlutverkinu eftirsótta. Auk Hardy eru á listanum þeir James Norton, Sam Heughan, Tom Hiddleston, Richard Madden, Jack Lowden, Michael Fassbender og Idris Elba. Sá síðastnefndi er líklega sá sem hefur vakið hvað mesta athygli í umræðunni um næsta Bond, en Idris Elba er svartur. Hingað til hefur Bond aðeins verið leikinn af hvítum mönnum. Leikararnir hafa fæstir viljað tjá sig þegar þeir hafa verið inntir eftir því hvort þeir komi til með að verða næstir til að leika njósnarann í þjónustu hennar hátignar. Þá hafa sumir þeirra einfaldlega vísað orðrómum um slíkt á bug. Hér að neðan má sjá myndir af leikurunum sjö, sem ásamt Hardy hafa verið sterklega orðaðir við hlutverkið stóra. James Norton.Max Mumby/Indigo/Getty Sam Heughan.Albert L. Ortega/Getty Tom Hiddleston.Bruce Glikas/WireImage Richard Madden.Samir Hussein/WireImage Jack Lowden.Roberto Ricciuti/Getty Images Michael Fassbender.Axelle/Bauer-Griffin/FilmMagic Idris Elba.Dave Benett/Getty James Bond Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Scary Movie-stjarna látin Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Enski leikarinn Tom Hardy er á meðal þeirra sem taldir eru líklegir til að hljóta hið eftirsótta hlutskipti að glæða njósnarann James Bond lífi í næstu kvikmynd um kappann. Samlandi hans, Daniel Craig, hefur leikið njósnarann, sem ber kennimerkið 007 hjá bresku leyniþjónustunni, í síðustu fimm myndum um hann. Það hefur þó ekki verið staðfest að Hardy verði sá sem verður þeirra gæfu aðnjótandi að leika Bond í næstu mynd, en Independent heldur því fram að hann sé líklegastur. Blaðið hefur þó sett fram lista yfir þá leikara sem fjallað hefur verið um að gætu tekið við hlutverkinu eftirsótta. Auk Hardy eru á listanum þeir James Norton, Sam Heughan, Tom Hiddleston, Richard Madden, Jack Lowden, Michael Fassbender og Idris Elba. Sá síðastnefndi er líklega sá sem hefur vakið hvað mesta athygli í umræðunni um næsta Bond, en Idris Elba er svartur. Hingað til hefur Bond aðeins verið leikinn af hvítum mönnum. Leikararnir hafa fæstir viljað tjá sig þegar þeir hafa verið inntir eftir því hvort þeir komi til með að verða næstir til að leika njósnarann í þjónustu hennar hátignar. Þá hafa sumir þeirra einfaldlega vísað orðrómum um slíkt á bug. Hér að neðan má sjá myndir af leikurunum sjö, sem ásamt Hardy hafa verið sterklega orðaðir við hlutverkið stóra. James Norton.Max Mumby/Indigo/Getty Sam Heughan.Albert L. Ortega/Getty Tom Hiddleston.Bruce Glikas/WireImage Richard Madden.Samir Hussein/WireImage Jack Lowden.Roberto Ricciuti/Getty Images Michael Fassbender.Axelle/Bauer-Griffin/FilmMagic Idris Elba.Dave Benett/Getty
James Bond Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Scary Movie-stjarna látin Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira