Kjartan Henry Finnbogason var ekki í leikmannahópi Vejle sem vann 4-1 sigur á öðru Íslendingaliði, SönderjyskE, í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Þetta vakti athygli margra enda Kjartan talinn einn af betri leikmönnum liðsins og er einn reynslumesti leikmaður liðsins sem kom upp úr dönsku B-deildinni á síðustu leiktíð.
Kjartan Henry var á bekknum í fyrstu umferðinni gegn AGF á útivelli og eftir leikinn var hann tekinn í sjónvarpsviðtal þar sem hann sagðist ósáttur með að hafa byrjað á bekknum.
„Við erum með eiganda sem hefur keypt nýja leikmenn og þeir fá tækifæri til að sýna hvað þeir geta. Það er undir mér komið að sýna hvað ég get þegar ég fæ tækifæri til. Ég er vissulega orðinn aðeins eldri en er enn í góðu formi og var markahæstur á síðustu leiktíð. Finnst að ég eigi skilið aðeins meira traust en þetta,“ sagði Kjartan.
Kjartan Finnbogason kom i fokus efter kampen i går for sit interview på tv. Han vil ikke trække i land, men erkender, at han brugte et forkert ord. https://t.co/wMSeLtUGA2
— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) September 15, 2020
Hann var síðar meir í viðtali við BT þar sem hann sagðist ekki hafa átt að segja eigandinn heldur félagið sjálft. Hann dró þó ekki í land að vera pirraður yfir því að vera á bekknum.
Það vakti athygli margra þegar það kom í ljós að Kjartan væri ekki í leikmannahópnum og á heimasíðu Vejle stóð ekkert um meiðsli Kjartans. Danskir fjölmiðlar hafa enn ekki greint frá því afhverju Kjartan var ekki í hópnum þegar þetta er skrifað.
Kjartan Finnbogason ikke med i Vejles trup til søndagens kamp mod SønderjyskE. Hvis han ikke er skadet, er det svært at spekulere i andet end afstraffelse for udtalelserne efter AGF-kampen. I så fald svag ledelsesstil. #Vejleboldklub #sldk
— Jesper Kristoffersen (@blog_cast) September 20, 2020