Segir Trump misnota vald sitt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. september 2020 23:00 Biden vill ekki að Trump fái að tilnefna hæstaréttardómara fyrir kosningarnar í nóvember. Drew Angerer/Getty Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur kallað fyrirætlanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að tilnefna hæstaréttardómara fyrir kosningarnar í nóvember, misnotkun á valdi. Á föstudag var greint frá andláti Ruth Bader Ginsburg hæstaréttardómara, og því er nú óskipað eitt níu sæta við réttinn. Trump hefur þegar lýst því yfir að í næstu viku muni hann tilnefna nýjan dómara, sem hann segir að verði kona. Öldungadeild Bandaríkjaþings greiðir atkvæði um þann sem forsetinn tilnefnir. Margir andstæðingar forsetans hafa lýst sig mótfallna þessum fyrirætlunum forsetans. Verði af þeim munu sex af níu dómurum við réttinn hafa verið skipaðir af Repúblikönum, og hinir þrír af Demókrötum. Ginsburg var skipuð af Demókratanum Bill Clinton árið 1993. Í febrúar 2016, rúmu hálfu ári í forsetakosningar, lýstu Repúblikanar yfir að ekki yrði greitt atkvæði um tilnefningu Marrick B. Garland til Hæstaréttar, eftir að Antonin Scalia dó. Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, sagði of stutt í kosningar og að nýr forseti ætti að fá að tilnefna í embættið. Nú, þegar um einn og hálfur mánuður er til kosninga kveður þó við nýjan tón hjá McConnell og hefur hann sagt það skyldu flokksins að skipa nýjan dómara. Hefur heitið því að atkvæðagreiðsla um tilnefningu forsetans fari fram fyrir kosningar. Þá sagði Ginsburg sjálf, skömmu fyrir andlát sitt, að hennar heitasta ósk væri sú að ekki yrði skipað í embætti hennar fyrr en nýr forseti hefði tekið við embætti. Donald Trump vill fá að tilnefna hæstaréttardómara fyrir kosningarnar í nóvember.Alex Wong/Getty Biðlar til þingmanna Repúblikana Joe Biden telur að þessar fyrirætlanir Trump og McConnell, að skipa dómara fyrir kosningar, séu misnotkun valds. Það gerði hann skýrt í ræðu sem hann hélt í Philadelphia í dag. „Stjórnarskrá Bandaríkjanna gerir það að verkum að Bandaríkjamenn eiga þess kost að hlustað sé á þá. Þeir ættu að gera það ljóst að þeir munu ekki samþykkja þessa misnotkun valds.“ Þá biðlaði hann til Repúblikana í öldungadeild þingsins, sem eru í meirihluta, að fylgja sannfæringu sinni og greiða ekki atkvæði með tilnefningu forsetans. Nú þegar hafa tveir þingmenn Repúblikana, þr Lisa Murkowski og Susan Collins, sagst styðja það að atkvæðagreiðslunni yrðu frestað þar til eftir kosningarnar 3. nóvember. Minnst tveir öldungadeildarþingmenn Repúblikana þyrftu að styðja þær hugmyndir, ef þær ættu að verða að veruleika. Biden sagði einnig að ef hann kæmi til með að vinna kosningarnar yrði að draga tilnefningu Trump til baka. Þá sagðist hann ætla að ráðfæra sig við þingmenn beggja flokka áður en hann myndi tilnefna dómara. Hann bætti því við að hann teldi ekki rétt að hann gæfi opinberlega út lista yfir þá dómara sem hann teldi fýsilegt að skipa í réttinn. Slíkt gæti leitt til þess að umræddir dómarar þyrftu að sæta pólitískum árásum. Hann sagði þó að möguleg útnefning hans myndi brjóta blað í sögunni og verða „fyrsta afrísk-ameríska konan við réttinn.“ Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst. 20. september 2020 08:48 Trump vill skipa nýjan hæstaréttardómara tafarlaust Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það skyldu sína að skipa nýjan Hæstaréttardómara án tafar. 19. september 2020 15:29 Heitir því að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir að ef Donald Trump, forseti, tilnefni mann til að taka við af Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna, muni öldungadeildin greiða atkvæði um tilnefninguna. 19. september 2020 12:30 Ruth Bader Ginsburg látin Ruth Bader Ginsburg, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, er látin. 18. september 2020 23:42 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur kallað fyrirætlanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að tilnefna hæstaréttardómara fyrir kosningarnar í nóvember, misnotkun á valdi. Á föstudag var greint frá andláti Ruth Bader Ginsburg hæstaréttardómara, og því er nú óskipað eitt níu sæta við réttinn. Trump hefur þegar lýst því yfir að í næstu viku muni hann tilnefna nýjan dómara, sem hann segir að verði kona. Öldungadeild Bandaríkjaþings greiðir atkvæði um þann sem forsetinn tilnefnir. Margir andstæðingar forsetans hafa lýst sig mótfallna þessum fyrirætlunum forsetans. Verði af þeim munu sex af níu dómurum við réttinn hafa verið skipaðir af Repúblikönum, og hinir þrír af Demókrötum. Ginsburg var skipuð af Demókratanum Bill Clinton árið 1993. Í febrúar 2016, rúmu hálfu ári í forsetakosningar, lýstu Repúblikanar yfir að ekki yrði greitt atkvæði um tilnefningu Marrick B. Garland til Hæstaréttar, eftir að Antonin Scalia dó. Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, sagði of stutt í kosningar og að nýr forseti ætti að fá að tilnefna í embættið. Nú, þegar um einn og hálfur mánuður er til kosninga kveður þó við nýjan tón hjá McConnell og hefur hann sagt það skyldu flokksins að skipa nýjan dómara. Hefur heitið því að atkvæðagreiðsla um tilnefningu forsetans fari fram fyrir kosningar. Þá sagði Ginsburg sjálf, skömmu fyrir andlát sitt, að hennar heitasta ósk væri sú að ekki yrði skipað í embætti hennar fyrr en nýr forseti hefði tekið við embætti. Donald Trump vill fá að tilnefna hæstaréttardómara fyrir kosningarnar í nóvember.Alex Wong/Getty Biðlar til þingmanna Repúblikana Joe Biden telur að þessar fyrirætlanir Trump og McConnell, að skipa dómara fyrir kosningar, séu misnotkun valds. Það gerði hann skýrt í ræðu sem hann hélt í Philadelphia í dag. „Stjórnarskrá Bandaríkjanna gerir það að verkum að Bandaríkjamenn eiga þess kost að hlustað sé á þá. Þeir ættu að gera það ljóst að þeir munu ekki samþykkja þessa misnotkun valds.“ Þá biðlaði hann til Repúblikana í öldungadeild þingsins, sem eru í meirihluta, að fylgja sannfæringu sinni og greiða ekki atkvæði með tilnefningu forsetans. Nú þegar hafa tveir þingmenn Repúblikana, þr Lisa Murkowski og Susan Collins, sagst styðja það að atkvæðagreiðslunni yrðu frestað þar til eftir kosningarnar 3. nóvember. Minnst tveir öldungadeildarþingmenn Repúblikana þyrftu að styðja þær hugmyndir, ef þær ættu að verða að veruleika. Biden sagði einnig að ef hann kæmi til með að vinna kosningarnar yrði að draga tilnefningu Trump til baka. Þá sagðist hann ætla að ráðfæra sig við þingmenn beggja flokka áður en hann myndi tilnefna dómara. Hann bætti því við að hann teldi ekki rétt að hann gæfi opinberlega út lista yfir þá dómara sem hann teldi fýsilegt að skipa í réttinn. Slíkt gæti leitt til þess að umræddir dómarar þyrftu að sæta pólitískum árásum. Hann sagði þó að möguleg útnefning hans myndi brjóta blað í sögunni og verða „fyrsta afrísk-ameríska konan við réttinn.“
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst. 20. september 2020 08:48 Trump vill skipa nýjan hæstaréttardómara tafarlaust Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það skyldu sína að skipa nýjan Hæstaréttardómara án tafar. 19. september 2020 15:29 Heitir því að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir að ef Donald Trump, forseti, tilnefni mann til að taka við af Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna, muni öldungadeildin greiða atkvæði um tilnefninguna. 19. september 2020 12:30 Ruth Bader Ginsburg látin Ruth Bader Ginsburg, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, er látin. 18. september 2020 23:42 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Sjá meira
Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst. 20. september 2020 08:48
Trump vill skipa nýjan hæstaréttardómara tafarlaust Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það skyldu sína að skipa nýjan Hæstaréttardómara án tafar. 19. september 2020 15:29
Heitir því að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir að ef Donald Trump, forseti, tilnefni mann til að taka við af Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna, muni öldungadeildin greiða atkvæði um tilnefninguna. 19. september 2020 12:30
Ruth Bader Ginsburg látin Ruth Bader Ginsburg, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, er látin. 18. september 2020 23:42