Faraldurinn í miklum vexti víða um heim Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2020 13:00 Heilbrigðisstarfsmaður hugar að covidsmituðum manni á gjörgæslu í Frakklandi. AP/Jean-Francois Badias Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar virðist í miklum vexti víða um heim. Nokkur ríki hafa tilkynnt metfjölda nýsmitaðra á milli daga og dauðsföllin nálgast eina milljón. Mikla aukningu má að hluta til rekja til aukinnar skimunar á heimsvísu. Í heildina hafa 30,8 milljónir smitast af Covid-19, sem nýja kórónuveiran veldur, og 957 þúsund hafa dáið. Í Frakklandi var tilkynnt að 13.498 hafi greinst smitaðir á milli daga og hafa þeir aldrei verið fleiri frá því faraldurinn hófst. Alls hafa 442 þúsund smitast þar í landi og 31.274 dáið, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi á Indlandi og á milli daga greindust 92.605 og þar að auki dóu 1.113. Allt frá því í byrjun ágúst hefur fjöldi nýsmitaðra verið hæstur á Indlandi á degi hverjum. Heilt yfir hafa 5,4 milljónir smitast og 86.752 dáið. Sjá einnig: Þungamiðja faraldursins að færast til Indlands Á Bretlandseyjum er útlit fyrir að gripið verði aftur til samkomubanns og harðra sóttvarnarregla. Í gær var tilkynnt að 4.422 hefðu greinst smitaðir á milli daga. Sú tala hefur ekki verið hærri frá því í maí. Matt Hancock, heilbrigðismálaráðherra, varaði við því í morgun að ef fólk færi ekki að fylgja þeim sóttvarnarreglum sem væru í gildi yrðu reglurnar hertar verulega. Hancock sagðist hafa miklar áhyggjur af stöðunni og sagði reynsluna sýna að tiltölulega auðvelt sé að missa tökin á bylgjum sem þeirri sem gengur nú yfir Bretland. Boris Johnson, forsætisráðherra, tilkynnti í gær að íbúar sem brjóti ítrekað gegn reglum um sóttkví gætu verið sektaðir um allt að tíu þúsund pund, sem eru tæpar tvær milljónir króna. Í Þýskalandi greindust 1.345 á milli daga. Það er langt frá því að vera nærri fjöldanum í mars, þegar rúmlega sex þúsund nýsmitaðir greindust á milli daga. Læknar hafa samt áhyggjur af þeirri fjölgun sem hefur átt sér stað, samkvæmt frétt Zeit. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar.AP/Claudio Bresciani Staðan önnur í Svíþjóð? Svíþjóð virðist enn sem komið er vera að sleppa við þessa bylgju sem virðist nú ganga yfir Evrópu og stóran hluta heimsins. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, þar sem vísað er í tölur frá Sóttvarnastofnun Evrópu, er nýgengni smita í Svíþjóð síðustu tvær vikur 30,3 á hverja hundrað þúsund íbúa. Á Spáni er talan 292,2. Í Frakklandi er hún 172,1. Á Bretlandi 61,8 og 69,2 í Danmörku. Öll þessi ríki gripu til umfangsmeiri aðgerða en Svíþjóð gerði í upphafi faraldursins. Á móti kemur að hlutfall látinna á íbúa er mun hærra í Svíþjóð en í öðrum norrænum ríkjum. Í heildina hafa 88.237 smitast og 5.864 dáið. Það samsvarar um 57,5 dauðsföllum á hverja hundrað þúsund íbúa. Sérfræðingar vara einnig við því að enn sé of snemmt að segja til um hvort að stefna yfirvalda í Svíþjóð sé að bera árangur. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, sagði í samtali við AP fréttaveituna að hann útiloki ekki að önnur bylgja muni skella á landinu. Stíga þurfi varlega til jarðar og þá sérstaklega núna þegar ungt fólk er að snúa aftur til skóla. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aldrei fleiri greinst með veiruna í Danmörku 589 greindust með kórónuveiruna í Danmörku síðastliðinn sólarhring. Aldrei hafa fleiri smitast í Danmörku frá því að faraldurinn barst þangað til lands. 19. september 2020 12:20 Hátt í milljón þarf að sæta hertum aðgerðum á Spáni Íbúar stórra hluta Madrídar, höfuðborgar Spánar, munu frá og með næstkomandi mánudegi þurfa að sæta hertum samgöngu- og samkomutakmörkunum vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á Spáni. 18. september 2020 23:33 Fjöldi smitaðra kominn yfir 30 milljónir Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafi smitast af Covid-19 er kominn yfir 30 milljónir. Það er samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans sem byggir á opinberum tölum. 18. september 2020 06:45 Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52 Dregur úr dánartíðni kórónuveirusmitaðra Færri kórónuveirusmitaðir einstaklingar láta nú lífið af völdum veirunnar en í vor. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla í Bretlandi. 16. september 2020 09:10 Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar virðist í miklum vexti víða um heim. Nokkur ríki hafa tilkynnt metfjölda nýsmitaðra á milli daga og dauðsföllin nálgast eina milljón. Mikla aukningu má að hluta til rekja til aukinnar skimunar á heimsvísu. Í heildina hafa 30,8 milljónir smitast af Covid-19, sem nýja kórónuveiran veldur, og 957 þúsund hafa dáið. Í Frakklandi var tilkynnt að 13.498 hafi greinst smitaðir á milli daga og hafa þeir aldrei verið fleiri frá því faraldurinn hófst. Alls hafa 442 þúsund smitast þar í landi og 31.274 dáið, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi á Indlandi og á milli daga greindust 92.605 og þar að auki dóu 1.113. Allt frá því í byrjun ágúst hefur fjöldi nýsmitaðra verið hæstur á Indlandi á degi hverjum. Heilt yfir hafa 5,4 milljónir smitast og 86.752 dáið. Sjá einnig: Þungamiðja faraldursins að færast til Indlands Á Bretlandseyjum er útlit fyrir að gripið verði aftur til samkomubanns og harðra sóttvarnarregla. Í gær var tilkynnt að 4.422 hefðu greinst smitaðir á milli daga. Sú tala hefur ekki verið hærri frá því í maí. Matt Hancock, heilbrigðismálaráðherra, varaði við því í morgun að ef fólk færi ekki að fylgja þeim sóttvarnarreglum sem væru í gildi yrðu reglurnar hertar verulega. Hancock sagðist hafa miklar áhyggjur af stöðunni og sagði reynsluna sýna að tiltölulega auðvelt sé að missa tökin á bylgjum sem þeirri sem gengur nú yfir Bretland. Boris Johnson, forsætisráðherra, tilkynnti í gær að íbúar sem brjóti ítrekað gegn reglum um sóttkví gætu verið sektaðir um allt að tíu þúsund pund, sem eru tæpar tvær milljónir króna. Í Þýskalandi greindust 1.345 á milli daga. Það er langt frá því að vera nærri fjöldanum í mars, þegar rúmlega sex þúsund nýsmitaðir greindust á milli daga. Læknar hafa samt áhyggjur af þeirri fjölgun sem hefur átt sér stað, samkvæmt frétt Zeit. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar.AP/Claudio Bresciani Staðan önnur í Svíþjóð? Svíþjóð virðist enn sem komið er vera að sleppa við þessa bylgju sem virðist nú ganga yfir Evrópu og stóran hluta heimsins. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, þar sem vísað er í tölur frá Sóttvarnastofnun Evrópu, er nýgengni smita í Svíþjóð síðustu tvær vikur 30,3 á hverja hundrað þúsund íbúa. Á Spáni er talan 292,2. Í Frakklandi er hún 172,1. Á Bretlandi 61,8 og 69,2 í Danmörku. Öll þessi ríki gripu til umfangsmeiri aðgerða en Svíþjóð gerði í upphafi faraldursins. Á móti kemur að hlutfall látinna á íbúa er mun hærra í Svíþjóð en í öðrum norrænum ríkjum. Í heildina hafa 88.237 smitast og 5.864 dáið. Það samsvarar um 57,5 dauðsföllum á hverja hundrað þúsund íbúa. Sérfræðingar vara einnig við því að enn sé of snemmt að segja til um hvort að stefna yfirvalda í Svíþjóð sé að bera árangur. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, sagði í samtali við AP fréttaveituna að hann útiloki ekki að önnur bylgja muni skella á landinu. Stíga þurfi varlega til jarðar og þá sérstaklega núna þegar ungt fólk er að snúa aftur til skóla.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aldrei fleiri greinst með veiruna í Danmörku 589 greindust með kórónuveiruna í Danmörku síðastliðinn sólarhring. Aldrei hafa fleiri smitast í Danmörku frá því að faraldurinn barst þangað til lands. 19. september 2020 12:20 Hátt í milljón þarf að sæta hertum aðgerðum á Spáni Íbúar stórra hluta Madrídar, höfuðborgar Spánar, munu frá og með næstkomandi mánudegi þurfa að sæta hertum samgöngu- og samkomutakmörkunum vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á Spáni. 18. september 2020 23:33 Fjöldi smitaðra kominn yfir 30 milljónir Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafi smitast af Covid-19 er kominn yfir 30 milljónir. Það er samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans sem byggir á opinberum tölum. 18. september 2020 06:45 Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52 Dregur úr dánartíðni kórónuveirusmitaðra Færri kórónuveirusmitaðir einstaklingar láta nú lífið af völdum veirunnar en í vor. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla í Bretlandi. 16. september 2020 09:10 Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Aldrei fleiri greinst með veiruna í Danmörku 589 greindust með kórónuveiruna í Danmörku síðastliðinn sólarhring. Aldrei hafa fleiri smitast í Danmörku frá því að faraldurinn barst þangað til lands. 19. september 2020 12:20
Hátt í milljón þarf að sæta hertum aðgerðum á Spáni Íbúar stórra hluta Madrídar, höfuðborgar Spánar, munu frá og með næstkomandi mánudegi þurfa að sæta hertum samgöngu- og samkomutakmörkunum vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á Spáni. 18. september 2020 23:33
Fjöldi smitaðra kominn yfir 30 milljónir Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafi smitast af Covid-19 er kominn yfir 30 milljónir. Það er samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans sem byggir á opinberum tölum. 18. september 2020 06:45
Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52
Dregur úr dánartíðni kórónuveirusmitaðra Færri kórónuveirusmitaðir einstaklingar láta nú lífið af völdum veirunnar en í vor. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla í Bretlandi. 16. september 2020 09:10
Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11