Mikill munur á borgarafundi Biden og Trump Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2020 07:57 Joe Biden á sviði í gær. AP/Carolyn Kaster Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, gagnrýndi Donald Trump, forseta, harðlega á borgarafundi á vegum CNN í gær. Hann sagði meðal annars að viðbrögð Trump við faraldri nýju kórónuveirunnar væru óábyrg og það að Trump hafi vísvitandi gert lítið úr alvarleika faraldursins vera „glæpsamlegt“. „Þú verður að segja bandaríska fólkinu sannleikann. Það hefur aldrei gerst að þau hafi ekki tekist á við áskorunum. Forsetinn ætti að stíga til hliðar,“ sagði Biden við fögnuð þeirra sem fundinn sátu og einkenndi það andrúmsloft fundinn. Borgarafundurinn, sem var haldinn nærri heimabæ Biden, var óhefðbundinn þar sem margir gestir sátu í bílum sínum fyrir framan sviðið. Hann var einnig tiltölulega rólegur og fékk Biden mun betri móttökur en Trump fékk á sínum borgarafundi fyrr í vikunni. Politico segir Biden hafi verið tekinn vettlingatökum á fundinum. Trump mætti kjósendum sem sögðust óákveðnir fyrr í vikunni. Á kosningafundi í gær kvartaði hann þó yfir því að gestir þeirra fundar hefðu verið mun strangari við hann en gestur fundar Biden. Biden sagðist líta á kosningabaráttuna sem baráttu á milli Scranton, heimabæjar hans, og Park Avenue í New York, þar sem Trump býr í New York. „Það eina sem Trump sér frá Park Avenue er Wall Street. Hann heldur að allt snúist um hlutabréfamarkaðinn,“ sagði Biden. Hann skaut á forsetann fyrir að hugsa eingöngu um hina auðugu íbúa Bandaríkjanna og gagnrýndi meðhöndlun hans á hagkerfi Bandaríkjanna. Kannanir hafa þó sýnt að Trump stendur betur að vígi en Biden í huga kjósenda, þegar kemur að efnahagi landsins. Biden virtist mikið í mun að lýsa ekki yfir stuðningi við „Græna samkomulagið“ svokallaða sem er tillaga frá framsæknum þingmönnum Demókrataflokksins og snýr að því að draga verulega úr mengun í Bandaríkjunum og hætta losun gróðurhúsalofttegunda árið fyrir árið 2030. „Ég er með mitt eigið samkomulag,“ sagði Biden. Hans tillaga er ekki jafn framsækin en snýst þó um að hætta losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2050. Þegar einn borgari lagði til að það væru sambærilegar tillögur sagði hann svo ekki vera. Seinna meir sagði Biden þó að honum þætti Græna samkomulagið ekki ganga of langt. Biden hefur verið mikið í mun um að koma fram sem miðjumaður og að sameina Bandaríkjamenn á nýjan leik. Hann hét því til að mynda að verða ekki forseti Demókrata heldur forseti Bandaríkjamanna. Biden varði einnig tíma í að gagnrýna William Barr, dómsmálaráðherra Trump, harðlega. Sérstaklega fyrir ummæli hans um að takmarkanir vegna faraldursins væru versta brot sem framið hefði verið á réttindum Bandaríkjamanna, að þrælahaldi undantöldu. Washington Post segir að borgarafundurinn hafi virst vera æfing Biden fyrir fyrstu kappræðurnar, sem munu fara fram þann 29. september. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14 Segist hafa gert lítið úr faraldrinum til að forðast „skelfingu“ Donald Trump Bandaríkjaforseti gekkst við því í gær að hann hefði vísvitandi gert lítið úr kórónuveirufaraldrinum þegar hann byrjaði að dreifa úr sér um Bandaríkin í vetur en að það hafi hann gert til að forðast að valda „skelfingu“ 10. september 2020 11:52 Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53 Biden mælist enn með töluvert forskot Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta. 3. september 2020 11:22 Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, gagnrýndi Donald Trump, forseta, harðlega á borgarafundi á vegum CNN í gær. Hann sagði meðal annars að viðbrögð Trump við faraldri nýju kórónuveirunnar væru óábyrg og það að Trump hafi vísvitandi gert lítið úr alvarleika faraldursins vera „glæpsamlegt“. „Þú verður að segja bandaríska fólkinu sannleikann. Það hefur aldrei gerst að þau hafi ekki tekist á við áskorunum. Forsetinn ætti að stíga til hliðar,“ sagði Biden við fögnuð þeirra sem fundinn sátu og einkenndi það andrúmsloft fundinn. Borgarafundurinn, sem var haldinn nærri heimabæ Biden, var óhefðbundinn þar sem margir gestir sátu í bílum sínum fyrir framan sviðið. Hann var einnig tiltölulega rólegur og fékk Biden mun betri móttökur en Trump fékk á sínum borgarafundi fyrr í vikunni. Politico segir Biden hafi verið tekinn vettlingatökum á fundinum. Trump mætti kjósendum sem sögðust óákveðnir fyrr í vikunni. Á kosningafundi í gær kvartaði hann þó yfir því að gestir þeirra fundar hefðu verið mun strangari við hann en gestur fundar Biden. Biden sagðist líta á kosningabaráttuna sem baráttu á milli Scranton, heimabæjar hans, og Park Avenue í New York, þar sem Trump býr í New York. „Það eina sem Trump sér frá Park Avenue er Wall Street. Hann heldur að allt snúist um hlutabréfamarkaðinn,“ sagði Biden. Hann skaut á forsetann fyrir að hugsa eingöngu um hina auðugu íbúa Bandaríkjanna og gagnrýndi meðhöndlun hans á hagkerfi Bandaríkjanna. Kannanir hafa þó sýnt að Trump stendur betur að vígi en Biden í huga kjósenda, þegar kemur að efnahagi landsins. Biden virtist mikið í mun að lýsa ekki yfir stuðningi við „Græna samkomulagið“ svokallaða sem er tillaga frá framsæknum þingmönnum Demókrataflokksins og snýr að því að draga verulega úr mengun í Bandaríkjunum og hætta losun gróðurhúsalofttegunda árið fyrir árið 2030. „Ég er með mitt eigið samkomulag,“ sagði Biden. Hans tillaga er ekki jafn framsækin en snýst þó um að hætta losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2050. Þegar einn borgari lagði til að það væru sambærilegar tillögur sagði hann svo ekki vera. Seinna meir sagði Biden þó að honum þætti Græna samkomulagið ekki ganga of langt. Biden hefur verið mikið í mun um að koma fram sem miðjumaður og að sameina Bandaríkjamenn á nýjan leik. Hann hét því til að mynda að verða ekki forseti Demókrata heldur forseti Bandaríkjamanna. Biden varði einnig tíma í að gagnrýna William Barr, dómsmálaráðherra Trump, harðlega. Sérstaklega fyrir ummæli hans um að takmarkanir vegna faraldursins væru versta brot sem framið hefði verið á réttindum Bandaríkjamanna, að þrælahaldi undantöldu. Washington Post segir að borgarafundurinn hafi virst vera æfing Biden fyrir fyrstu kappræðurnar, sem munu fara fram þann 29. september.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14 Segist hafa gert lítið úr faraldrinum til að forðast „skelfingu“ Donald Trump Bandaríkjaforseti gekkst við því í gær að hann hefði vísvitandi gert lítið úr kórónuveirufaraldrinum þegar hann byrjaði að dreifa úr sér um Bandaríkin í vetur en að það hafi hann gert til að forðast að valda „skelfingu“ 10. september 2020 11:52 Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53 Biden mælist enn með töluvert forskot Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta. 3. september 2020 11:22 Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14
Segist hafa gert lítið úr faraldrinum til að forðast „skelfingu“ Donald Trump Bandaríkjaforseti gekkst við því í gær að hann hefði vísvitandi gert lítið úr kórónuveirufaraldrinum þegar hann byrjaði að dreifa úr sér um Bandaríkin í vetur en að það hafi hann gert til að forðast að valda „skelfingu“ 10. september 2020 11:52
Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53
Biden mælist enn með töluvert forskot Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta. 3. september 2020 11:22
Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05